Vikublaðið - 03.03.1950, Síða 14
14
VIKUBLAÐIÐ
Serafinersjúkraliúsið
Framhald af bls. II.
þessum geðveikiskurðlækningum vænta, og vísindin hafi
fengið nýtt vopn í hendur gegn þessum sjúkdómi, sem telja
má ömurlegastan allra sjúkdóma.
Heilameinsemdaskurðfræðin er nú komin á fastan grund-
völl, þó er ekki útilokað, að enn meiri tækni fáist er um mjög
illkynja meinsemdir er að ræða.
Heilaskurðaðgerðir hafa fengið víðtækari merkingu hin
síðustu ár. Skurðaðgerðir á mænu og taugum teljast nú til
heilaskurða. Sameiginlegt heiti á þessum lækningum er
„neurokirurgi.“
Prófessor Olivecrona gerir tvo heilauppskurði á dag. Fyrra
sjúklingnum er ekið inn í skurðlækningastofuna kl. 8,40 f. h.
Hann er staðdeyfður og breitt sótthreinsað áklæði yfir andlit
hans.
Áður en uppskurðurinn hefst líta tveir læknar eftir því að
allt sé í röð og reglu. Röntgenmyndirnar eru athugaðar, og
hjúkrunarkona rannsakar hjartaslög, andardrátt og blóð-
þrýsting sjúklingsins. Útlendir læknar eru viðstaddir til þess
að læra af snillingnum sænska. Samtöl fara fram í hálfum
hljóðum. Þarna heyrast mörg tungumál töluð, svo sem enska,
þýzka, franska, sænska og latína.
Prófessor Olivecrona kemur inn í skurðstofuna. Hann ber
hvíta húfu og munnbindi. Hann er á gúmskóm, eða hálfháum
/stígvélum, með græna, síða plastsvuntu. Á leiðinni til sjúkl-
ingsins staðnæmist prófessorinn augnablik og aðgætir rönt-
genmyndirnar. Hann setzt á kringlótta óryðgandi, baklausa
stólinn.
Hann byrjar uppskurðinn án þess að gefa merki. Orustan
við dauðann er hafin.
Það heyrist urg eða urr í bornum. Svo beitir hann söginni.
Augu prófessorsins eru eins og litlar rifur. Skoltvöðvarnir
hreyfast.
Hann hefur lokið við að saga beinflöguna úr höfuðkúpunni
yfir meinsemdinni í heilanum. Lopalegt, grátt efni með krók-
óttum æðum, kemur í ljós. Það er heilinn.
Það heyrist suða í rafknúna hnífnum, og hvæsandi hljóð í
glerpípunni, sem sýgur blóðið burt úr sárinu.
Prófessorinn talar fátt. Ljósið í loftinu er slökkt. Allir beina
athygli sinni að uppskurðarblettinum. Lampinn, sem er á enni
Olivecrona, varpar birtu y'fir heilann. Margir af nemendum
prófessorsins eru viðstaddir.
„Hreyfið ekki höfuðið,“
segir prófessorinn við sjúkl-
inginn. Kýlið er komið í ljós.
Það er ekki illkynja og næst
algerlega.
Olivecrona gerir atlögu að
meinsemdinni með ýmsum á-
höldum eða verkfærum. Hann
nær kýlinu án þess að skadda
heilann á nokkurn hátt. En
það er liðin hálf fjórða
klukkustund frá því er sjúkl-
ingnum var ekið inn í skurð-
stofuna.
Prófessor Olivecrona hef-
ur 58 sjúkrarúm til umráða.
í það skipti, sem hér um
ræðir, skar prófessorinn burt
kýli, 5—6 ára gamalt. Stærð
þess var álíka og meðalstórr-
ar appelsínu.
Öll heilamein, sem burt eru
skorin, eru geymd í vínanda,
og notuð tilvísindalegrarann-
sókna. Um 4000 þvílíkra
meina geymir prófessorinn.
Sjúklingurinn, sem þessi
heilaskurður var gerður á,
varð albata að mánuði liðn-
um. Af þeim tíma dvaldi
hann aðeins 14 daga á sjúkra-
húsinu.
----O-----
Það er heimskulegt að slíta af
sér hárið þó menn verði fyrir sorg.
Sorgin verður jafn þungbær fyrir
hina sköllóttu.
★
Eiginmaðurinn er fyrsta barn
konunnar.
Á
„Ég get ekki farið út síðari hluta
dagsins," sagði Per við félaga sína.
„Ég hef lofað pabba því, að vera
heima og hjálpa honurm með
heimadæmin mín.“ ,