Vikublaðið - 03.03.1950, Page 16
16
VIKUBLAÐIÐ
ALEXÍS SMITH
T7" VIKMYNDASTJARNAN
Alexis Smith, fæddist 8.
júní 1921, í Penticton, British
Columbia, Canada.
Hún er dóttir forstjóra
matvælafélags. Heitir hann
Alexander Smith, og ber
kvikmyndadísin nafn föður
síns.
Þegar Alexis var fimm ára
gömul fluttu foreldrar henn-
ar til Los Angeles. Naut hún
því menntunar þar. Var hún
námfús, og undrabarn á sum-
um sviðum. Tíu ára gömul
hafði hún náð svo mikilli full-
komnun sem slaghörpuleik-
ari, að undrum sætti. Þegar
hún varð ellefu ára fór hún
að dansa og söng af mikilli
kostgæfni. Þrettán ára var
hún orðin svo ágæt dansmær,
að hún dansaði í hinni frægu
Hollywood Bowl.
Alexis var ekki gömul þeg-
ar hún ákvað að verða leik-
kona. Voru foreldrar hennar
því ekki mótfallin. Þau
studdu hana eftir beztu getu
og gættu þess að dóttir þeirra
hraðaði sér ekki of mikið við
námið, eða kæmi fram opin-
berlega áður en hún hefði
búið sig vel undir framtíðar-
starfið.
Eftir að Alexis hafði stund-
að nám við tvo skóla í Los
Angeles, fór hún í Hollywood
High Scool.
Á meðan hún dvaldi í skóla
þessum tók hún þátt í Cali-
fornia State samkeppninni í
framsagnarlist, og fékk
fyrstu verðlaun. Las hún upp
úr „Elizabeth the Queen.“
Þessi sigur gaf Elizabeth byr
undir báða vængi hvað leik-
listarnámi við kom.
Eftir að Alexis útskrifaðist
úr Hollywood High Scool
innritaðist hún í Los Angeles
City College, til tveggja ára
náms. Valdi hún leiklistina,
sem aðalnámsgrein.
Meðal skólafélaga hennar
var Donna Reed.
Þegar Alexis hafði nær því
lokið þessu tveggja ára námi,
léku nemendur í hennar deild
leik er heitir „The Night of
January 16th.“ Alexis hafði
verið falið að leika aðalhlut-
verkið og tókst henni það
prýðilega.
Leiklistargáfnaspæjari (a
studio talent scout) var við-
staddur, eða sá leik þennan
leikinn, og fékk að prófa
Alexis í laumi.
Það tókst svo vel að Warn-
er Brothers vildu gera samn-
ing við Alexis Smith þegar í
stað. En faðir hennar bað
hana að ljúka náminu, því
það væri bezt að læra sem
mest áður en farið væri út í
lífið. Alexis fór að ráði föður
síns.
Þegar náminu var lokið,
gaf faðir Alexis samþykki
sitt til þess, að hún gerði
samning við Warner Broth-
Alexis Smith.
ers. Áleit hann dóttur sína
hafa náð miklum þroska.
Hafði hún stundað nám sitt
með ágætum.
Þegar Alexis réðist til
Warner Brothers, urðu all-
miklar umræður um það,
hvaða nafn hún ætti að taka
upp, er hún yrði kvikmynda-
leikkona. Var mál þetta
einnig rætt á heimili hennar.
Faðir Alexis sagði fátt.
Skyndilega kom henni til
hugar, að honum myndi ef
til vill falla það mjög þungt,
ef hún breytti um nafn. Hún
minntist þess, hve góður fað-
ir hennar hafði verið við
hana, og hún áleit það óvin-
gjarnlegt að fleygja nafni
því, er hann hafði gefið
henni.
Er Alexis kom í vinnustof-
ur Warner Brothers sagði
hún yfirmönnunum, að hún
ætlaði að bera nafnið Smith