Vikublaðið - 03.03.1950, Síða 20

Vikublaðið - 03.03.1950, Síða 20
20 VIKUBL AÐIÐ Framh. af bls. 19. „Ekki vitund,“ anzaði Haslitt glaðlega. „Við skulum athuga sérhvern möguleika. Það er eina leiðin til þess að öðlast skímu af sannleikanum. Ég held þá áfram. Simon Harlowe var mikill safnari. Já, hann hafði ákafa söfnunarástríðu og þessi ástríða hans var meira að segja sérlega kaþólsk. Ein dagstofa hans að Maison Grenelle var fullkomin fjárhirzla, ekki aðeins hvað verðmæti gripanna áhrærði, heldur voru þar ýmsir fágætir og ákaflega sjaldséðir munir. Hann kunni vel við sig innan um þá, og störf sín vann hann mitt á meðal þeirra. Hjónaband hans stóð ekki lengi; því að hann lézt fyrir fimm árum, fimm- tíu og eins árs gamall.“ Haslitt renndi augunum enn einu sinni yfir mynztur gólf- ábreiðunnar til þess að hressa upp á minnið. „Þetta er hér um bil allt og sumt, sem ég veit um hann. Hann var reyndar hinn viðkunnanlegasti maður, en ekki sér- lega félagslyndur. Nei, það er ekkert, sem leitt getur okkur á sporið, í sambandi við hann, er ég hræddur um.“ Haslitt tók að hugsa til ekkjunnar. „Jeanne-Marie Harlowe,“ mælti hann. „Þegar ég nú fer að rifja upp fyrir mér það, sem mér er kunnugt um henni við- víkjandi, þá fint mnsér undarlegt hversu fátæklegt það í raun og veru er. Það er annars ekki svo torskiljanlegt. Því að hún seldi Norfolk-eignina og hefur síðan eingöngu dvalið í Dijon og Monte Carlo — og jú reyndar — í litlum sumarbústað, sem hún átti á vínekrunum sínum í Cóte-d’Or.“ „Hún hefur orðið mjög efnuð, þegar eiginmaður hennar dó, geri ég ráð fyrir?“ spurði Frobisher. „Vel bjargálna, að minnsta kosti,“ svaraði Haslitt. „Clos du Prince-Burgundarinn er mjög vinsæll drykkur, en fram- leiðsla hans er ekki mikil.“ „Kom hún nokkurn tíma til Englands?" „Aldrei,“ svaraði Haslitt. „Hún kunni vel við sig í Dijon, að því er virtist, þó að smærri borgirnar í Frakklandi séu að mínu áliti svo leiðinlegar, að maður heldur lífið þar ekki út. Hvað sem því annars líður, hún hafði vanizt því, og svo fór hjartað í henni að gefa sig, og hún var ósjálfbjarga síðustu tvö árin. Ekkert getum við stuðzt við í því sambandi.“ Og Haslitt leit á Jim til þess að fá staðfestingu hans á þessu. „Ekkert,“ anzaði Jim. „Þá eigum við ekki annað eftir en barnið Betty Harlowe og —já svo sannarlega — bréfritarann þinn, hinn greinargóða og skilmerkilega bréfritara þinn, Ann Upcott. Hver er hún, Jim? Hvaðan ber hana að? Hvernig stendur á því að hún dvelst að STÓR TRÉ OG EINKENNILEG Framhald af bls. 15 nefnist Evueplatré. Er það 10—15 metra hátt, og niður úr greinunum hanga afar skrautlegir ávextir, en skrítn- ir að lögun. En þessi aldini eru mjög eitruð þó að þau séu fögur. Múhameðstrúar- menn líta á þau sem forboðna ávexti, er þeir komu til Ceylon. Þeir sögðu, að Eva mundi hafa étið sams konar ávexti og þess vegna hefðu þeir orðið eitraðir. Þá má nefna Jacca-brauð- tréð, sem vex í Austur-Ind- landi. Það er mjög stórt. Greinarnar eru uppsæknar og snúnar. Blöðin eru afar mörg, en ávextirnir fáir. En þeir eru á stærð við tveggja ára barn. Þeir hanga neðarlega á trénu, og innan í þeim eru margir smáávextir. Þeir eru bæði borðaðir steiktir og ósteiktir. Einnig eru þeir þurrkaðir og gert úr þeim mjöl. Ýmislegt á tré þessu er notað í læknislyf. ----o---- Nokkrum dögum eftir að Ingrid Bergman hafði orðið léttari og fætt kvikmyndastjóranum Roberto Ross- eRini, ®on, sagði MarceUa systir hans að þau væru öll lasin. Drengurinn væri veiklulegur eða óhraustur, Ingrid máttfarin, og Rossellini lægi í rúminu, kveíaður og með hita. Marcella kvað lasleika þennan stafa af æði því (furore) sem væri á mörgum vegna þessaxar bams- fæðingar. (Daily Mail).

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.