Vikublaðið - 03.03.1950, Page 22
22
VIKUBLAÐIÐ
Svo hægði lestin á sér. Það var ekið
mjög hægt. Járnbrautarstöð sást í grennd-
inni.
Nú varð Gomez að fara af þakinu áður en
kyndarinn kæmi og berði hann.
Gomez reyndi að rísa á fætur. En hann
komst að raun um það, sér til mikillar skelf-
ingar, að hann var frosinn við járnþakið. Hann
var fastur eins og fluga á flugnaveiðara. Hann
reyndi eins og hann gat til þess að losna. En
buxurnar voru fast frosnar við þakið. Hann
rykkti og rykkti í til að losna.
Nú ók lestin yfir sporskiptin og inn á illa
lýsta járnbrautarstöð.
Kyndarinn stökk út úr lestinni og kom í
áttina til Gomez með stóran járnskörung.
Gomez áleit að dagar sínir væru taldir.
Hann reif sig lausan frá þakinu, en buxna-
setan varð eftir, flýtti sér niður af því og tók
til fótanna. En það var of seint. Hann komst
ekki nógu fljótt niður af þakinu. Skyndilega
var Gomez barinn með krepptum hnefa og
ruddaleg rödd sagði:
„Þú skalt nema staðar, drengur minn!“
Önnur rödd sagði: „Þetta er vafslaust
drengurinn, sem auglýst var eftir í útvarpinu.
Hvað heitir þú?“
Gomez stamaði út úr sér nafni sínu.
iSkömmu síðar sat Gomez í skrifstofu stöðv-
arstjórans. Þar var hlýtt og notalegt. Gomez
varð að gefa skýrslu um ferðalag sitt. Stöðvar-
stjórinn ávítaði drenginn ekki, en gerði ráð-
stafanir til þess að hann kæmist heim.
Það leið ekki langur tími þar til Gomez var
á heimleið undir eftirliti lögregluþjóns, sem
hélt þrumandi áminningarræðu yfir drengn-
um. Hann skammaði Gomez fyrir það að
hlaupast að heiman og ætla að gerast flæk-
ingur. Hann kvað þetta lubbahátt gagnvart
foreldrunum.
Þessi ræða var óþörf. Gomez hafði strengt
þess heit, að verða góður og iðinn drengur er
heim kæmi. Ferðalag hans á þaki járnbrautar-
vagnsins hafði breytt honum til batnaðar.
Hann varð góður drengur.
Barnasagan, sem birt verSur í næsta blaSi lieitir
Ég hef týnt úrinu mínu.
í New York er litonesíki af riddara
á hestbaki og teymir kona hestinn.
Líkneskið er af frægum hershöfð-
ingja, er tók þátt í frelsisstríðinu.
Á myndin að tákna sigurinn.
Stúlka úr Suðurrikjunum stóð og
horfði á myndastyttuna með fyrir-
litningu og mælti. „Þetta er líkt
þessum bölvuðu Bandaríkjamönn-
um, að láta stúlikuna ganga og
teyma hestinn."
★
Ef kjarnorkusprengja væri látin
falia á London mundu 75.000 manns
láta lífið, 20.000 hús jafnast við
jörðu, 30.000 skemmast mikið og
50.000 hús skemmast meira og
minna.
Julian Huxley hitti, í veizlu einni,
stjómmálamann, sem hann ekki
fyrr hafði kynnzt. Huxley sagði
stjórnmálamanninum hv-er hann
væri.
„Juli-an Huxley, frá Unesco,"
mælti hann.
Stjómmálamaðurinn sagði: „Un-
esco. Það er lítið land, byggt fá-
mennri en duglegri þjóð.“
★
Ameríkönsk blaðakona eða frétta-
ritari, hafði fengið leyfi til þess að
tala við Jean Sibelius, mesta tón-
skáld Fi-nna.
Sibelius mælti: „Flýtið yður, u-ng-
frú. Ég er 80 ára og á því ekki -eftir
margar mínútur af lífinu."
Sálsýkislæknir var að rannsaka
andlegt heilsufar, eða sálarástand
hermanns.
Læknirinn mælti: „Heyrið þér
nokkru sinni raddir án þess að geta
sagt um hver er að tala, eða hvaðan
röddin kemur?“
„Já, annað slagið," svaraði her-
maðurinn.
„Hvenær kemur þetta fyrir?“
spurði læknirinn.
„Þegar ég gegni í sima.“
★
Mexico er -eina -landið í Ameríku,
sem bannar her.nönnum i einkenn-
isbúningi að fara í kirkju, og fyrir-
býður prestum að ganga úti í
hempu eöa prestaskrúða.
★
Barnið hatar þann, sem gefur því
allt það, sem það biðux um.