Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 3
VIKAN '¦'¦'; V Útgefandi:. VJ.KÁN H,#.'.': Ritstjóri: Jökull Jakobsson (abm.) Blaðamenn: Kari ísíeld, HMrfaJP&lsson, Bragl Kristíönssonu Auglýsingastjóri: \. Ásbjiira Magnasson. Framkyæmdastjóri: HUnrar-^ Kristjámsoh. Vérð-ítlausasöm kr. 10,00. Áskríftaryerð: t: Reykjavík kr. 9,00. -- Áskriftarverð utan. Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft árið; .Grelðist, fyrirfranii.; ./ ..; Ritstjórn .og^auglýsingar': . Tjarnargata 4. - Slntí 15004, pósfhólf 149. Áfgreiðsla, dreifing: Blaðadrelflng h.f., Miklubraul 1S. Síml f* 15017. '. Frentað i Steindórsprenti., . Kápuprentun í •'¦¦>*. •;&'«'. Prentsmiðju Jóns ..Heigaspriar.. • Myndaníót gerð i í Myndamótum. h.f., HverfÍsgÖtu"5CC- Þeir misvitru sö Stuðlanna þrískipta grein Olymjandi. Glymur heitir foss einn, hár og ferlegur, í Botnsdal, uppi í hábrún vestcm Hvalfetts. Vm hann hafa verið kveðnar nokkrar vísur. Hér kemur sú fyrsta: Við þann himinháa Glym, hver sem skimar lengi fær í limi sundl og svim, sem á rimum hengi. Sigvaldi Jónsson Skagfirðingaskáld. * Botr.s af háu brún í gjá er breytinn þrymur vatni bláu fleytir fimur fossinn sá, er heitir Glymur. Sigurður Helgason frá Fitjum. Glymur háum gljúfrum frá girtur bláum kiettum þeytir lágar eyrar á iðugráum skvettum. Pétur Beinteinsson frá Grafardal. Maður kveður & helmleið frá jarðarför sonar sfns. Saman kemur hryggðin hrum, hrímult stundum af ég þrym. Gamans þó að glansi brum glymur undir sorgarbrim. Sigurður Pálsson, lögréttumaður í Skógarnesi. Svalt á seltu. Stillist gefla, gljáði á refla, grunnleið tefldi öldujór. Masturstrefla höldar hefla, hætti að skefla digur sjór. Hjálmar úr Bjólu. Lagt á Fjarðarheiði. Eftir er heiðin allra heiða leiðust örgust og grýtzt og hæst og verst og breiðust. Árni Jónsson frá Múla. Vanur mokstrinum. „Ike verður að halda á spöðunum." Visir 11. okt. '58. Ekkert smáræðis skytterí. „Skotmál í rannsókn. Skaut eiginkonu og húsvini skelk í bringu — og notaði til þess skotvopn." Visir 11. okt. '58. Hversu nærri eiginkonunni má maður skjóta? „ . . . hann skaut úr riffli fulinærri eiginkonu sinni . . . Visir 11. okt. '58. Er það gestrisni! . . . og húsvini . . ." Visir 11. okt. '58. Væri ekki ráð að fá sér slíka rafhlöðu á ritstjórnarskrif- stofuna? „Ný tegund af strokleðri er komið á skrifstofu i Bandaríkjunum, sem gengur fyrir rafhlöðu." Vikan J,0. tbl. '58. Verkefni fyrir börnin. „Hver á að fara með fjárreiður heimilis- ins?" Vikan 40. tbl. '58. Svo mælti Zaraþustra. „Þú getur geymt nálar og prjóna á auðu tvinnakefli, með því að bregða teygju- bandi utart um keflið þannig, að það klemmi oddaáhöldin að því." Vikan 40. tbl, '58. Smámsaman f er dengsa mínum fram. „Fleygjum ekki góðum orðum úr mal- inu." Morgunblaðið 1. nóv. '58. Hættuleg flækja. „Að flækja sig í pilsunum." Morgunblaðið 1. nóv. '58. Bölvuð skömm er að þessu. „Lítils háttar íkviknun á olíustöð." Morgunblaðið 1. nóv. '58. PENIMAVINIR Guðný K. Óskarsdóttir, Sæbergi, Höfn, Horna- firði, við pilt eða stúlku 17—19 ára. — Guðrún Guðmundsdóttir, Ölafsvegi 19, og Guðrún Jóns- dóttir, Hornbrekkuvegi 1, báðar á Ólafsfirði, við pilta 20—25 ára. — Maria R. Ásgeirs, Box 64 og Bryndís G. Stefáns, Box 155, báðar á Isafirði, við pilta 15—17 ára. — Steindór Einarsson; Þverá, Helgustaðahreppi, Eskifirði, við stúlkur 16—18 ára. — Svanfríður Kristjánsdóttir, Kristín Ágústs- dóttir, Guðný Jónsdóttir, Inga Hansdóttir, Ásdís Tryggvadóttir, allar á Húsmæðraskólanum, Stað- arfelli, Fellsströnd, Dalasýslu, við pilta 18—25 ára. — Helga Halldórsdóttir, Nanna Björnsdótt- ir, Eygló Guðmundsdóttir og Kristín Jerimias- dóttir á Húsmæðraskólanum Laugarlandi, Eyja- firði óska eftir bréfaskiptum við pilta 18—22. Mynd fylgi. — Helga Dís Sæmundsdóttir, Varma- hlið 47 og Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Hvera- hlíð 12, báðar i Hveragerði og 6ska eftir bréfa- skiptum við pilta eða stúlkur 15—17 ára. NÝJAR NORÐRABÆKUR Gatland og Dempster: LÍF í ALHEIMI Á iðnbyltingarttma- bilinu voru sigrar mannsins yfir náttúr- unni svo hraðir, að að vísindamennirnir töldu manninum ekk- ert ofvaxið, innan stundar myndi hann þekkja alla leyndar- dóma heimsins. Svo fór þó, að þegar hann virtist standa við þrsökuldinn — klauf atomið það smæsta af öllu smáu. Þá reyndist þar vera efttr kraftur, sem enginn þekkir til fulls. Vopn var hægt að smíða til eyðingar og dráps, en hvers blés lífsandanum i nasir vorar? Vísindamenn vorir hafa nú enn komizt að því, sem hugsuðir fyrri alda gerðu sér grein fyrir, að þvi meir sem vér lærum, því betur verðum vér oss meðvitandi, hve lítið vér vitum. Trúarbrögð og raunvís- indi hafa færzt nær hvort öðru, þekking hefur aukizt, en alltaf er þessari spurn- ingu ósvarað: Hverjir erum vér? Hvaðan komum vér? Hvert stefnum vér? Þessi bók fjalUsvr um hið fjölbreytta og óþrjótandi efni, skópun heims, próun vís- inda og trúarbrögð. Guðmundur G. Hagalín: VIRKIR DAGAR wm Ævisaga Sæmundar Sæmundssonar, skipstjóra. Með þessu stórmerka riti hefur Guðmund- ur Hagalín að ritá nýjar Islendmgasög- ur, aldarspegil þjóð- arinnar á mótum sér- kennilegrar fortíðar og umsvifamikillar nútiðar. Enginn hefir reynzt Hagalín snjallari i þessari bókmenntagrein. VIRKIR DAGAR eru og munu verða, sem hinar gömlu Islendingasögur, horn- steinninn að varðveizlu íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: EIÐASAGA |PW Eiðasaga er saga höfúðbólsins Eiða, I þar sem löngum sátu hinir merkustu menn " og ættfeður þjóðar- innar, sem létu jörð- S3« ina ekki gariga úr g* ættarsetu i ábúð né &* eignarhaldi sömu ættar, fyrr en á síð- ustu og verstu dög- um miðrar 18. aldar. Eiðasaga segir frá bjartsýnni stofnun Eiðaskóla og síðar baráttu fyrir tilveru hans. Eiðasaga segir frá mörgum ágætismönn- um, er fórnuðu Eiðaskóla kröftum sínum. Eiðasaga er saga hins stærsta og merk- asta staðar á Austurlandi á þessum tíma. Bókaútgáfan NORÐRI VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.