Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 24

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 24
Eisikaumboö: JÍ//4 œrauerzi l. J^t'qr. ^Meiqadóttu ICJ VE5 TURVERI Leiðin að Tfi- „^f .:¦*¦ þessari fjarvist hans. Er hann lauk upp hurðinni sagði hann: „Allt í þessu fína, ég „reddaSi" tveim „físum" og keypti miða á dansleik, en nú þarf að „fixa" meiri pening, og nú kemur til þinna kasta." „Já, ég stend við mitt," svaraði ég og var hinn kátasti. „Það er þá bezt að ég fari sem fyrst og ljúki því af." Siðan fékk ég allar nauðsynlegar upplýsingar hjá mínum ágæta félaga. Svo hélt ég af stað, en fékk þó áður tvær „lukkupillur" hjá félaganum. Já þetta gat ekki. annað en blessast, ég fór á tiltekinn stað og gerði þar mín. viðskipti og áður en hálftími væri liðinn var ég aftur kominn til hótels- ins og þá nokkrum þúsundum ríkari en áSur. „Jæja, hvernig gekk?" spurði félagi minn. „Alveg ljómandi," svaraði ég og var nú meira en lítið hreykinn af þessu mikla afreki mínu og fyrsta afbroti. Þetta var hreint ekki svo erfitt hugs- aði ég með sjálfum mér, um leið og ég tók upp veskið og fletti fimm- hundruðköllum framan í félaga minn sem hrósaði mér á alla lund og kvað mig vera mjög efnilegan i faginu. „Jæja nú fáum við okkur eina „blöndu" og pillur og förum síðan og sækjum „físurnar" og svo á dans- leikinn." Við blönduðum í glösin, drukkum og átum pillur og sórum hvor öðrum að skilja ekki á hverju svo sem gengi. Er við höfðum tæmt glösin, gengum við út og fengum okkur bíl, því ekki var lengur samboðið virð- ingu okkar að ferðast á annan hátt. Við ókum nú sem leið lá heim til „stúlknanna okkar". Við gengum upp marga stiga og bönkuðum loks á efsta lofti. Til dyra kom ung og fremur snotur stúlka, hún brosti sínu ur árangur hlaut að hafa orðið af blíðasta brosi um leið og hún sagði: „Hvað segja gæjarnir?" Jú, við sögðum allt hið bezta og brátt vorum við seztir inn í litið en fremur vistlegt súðarherbergi. Við höfðum haft með okkur vín og blöndu og nú var sezt að drykkju og reynd- ust þessar vinkonur okkár vel lið- tækar í þjónustu við gamla „Bakkus" Þær gerðust nú brátt hreifar, og þá var mál að sýna hug sinn til þessara kvenna í verki, enda fór svo að fljót- lega vorum við komin í hin bliðustu atlot, og ástaryrði ómuðu brátt um litla súðarherbergið og vissulega kunnu þær vinkonur að meta velfjáSa elsk- huga. Er við höfðum dvalið hjá þeim stöllum um hríð var ákveðið að halda á dansleikinn. Þær tóku að sér aS cframhald af bís. v, koma vininu inn og tókst það mst! ágætum og þurftum við því engu að kvíða næstu klukkutíma. Við tókum okkur borð úti í horni salarins og pöntuðum okkur smurt brauð og öl svo sem háttur er heldri manna. Og við dillandi músík í örmum þessara kvenna leið ballið. Við vorum öll orðih hátt uppi og innileg hvort við annað þegar ballinu lauk. Við ókum aftur heim í litla súðarherbergið og þar var sungiS og Ieikið á gítar um stund. En brátt voru þar öll ljós slokknuð og aftur mátti greina lágt hvísl ástar- yrða óma um herbergið uns allt varð hljótt og svefninn sigraði fjögur lífs- þyrst ungmenni. Þannig hafði þessi fyrsti dagur minn sem „afbrotamanni" liðið við gleði og glasaglaum, ég var nú vel fjáður og gat í svipinn veitt mér það sem hugurinn girntist og áhrif á- fengis og eiturs gerðu tilveru mína bjarta og glæsta, þar féll hvergi skuggi á. Þannig liðu nokkrir dagar við alls- nægtir og áhyggjuleysi, peningum var sólundað án nokkurra takmarka. Loks var það síðla kvölds að við félagarnir vorum vel hreifir og vor- um að kaupa aðgöngumiða á dansleik, að tveir óeinkennisklæddir lögreglu- menn gengu að okkur og báðu okkur fylgja sér. Við vorum svo sem von- legt var tregir til, en þeir sögðu að þetta væri tilgangslaust hjá okkur, allur mótþrói væri heimzka ein. Við vorum sem þrumu lostnir, en þorðum þó ekki að veita neina mótspyrnu og fylgdum því þessum vingjarnlegu lögreglumönnum. Nú vorum við flutt- ir til aðalstöðva Sakadómaraembætt- isins og þar spurðir Htillega, og gáf- um þar einungis loSin svör og Util, enda báðir vel þéttir og því ekki í sem beztu ástandi til þess aS mæta fyrir rétti. ViS vorum því úrskurð- aðir i gæsluvarðhald og fluttir á hinn ömurlega stað að Skólavörðustíg 9. Þar vöknuðum við næsta dag, við hroðalega timburmenn og hið ægi- legasta sálarástand. Vitandi að nú var var öllu lokið og engin leið til undankomu, okkar beið einungis fangelsisvist og djúp niðurlæging þess, sem leikið hefur of djarft og látið stjórnast af sjúklegri ástríðu í vín og það líferni er þvi fylgir. Þetta er í stuttu máli saga mín, þ. e. tildrög þess að ég lenti í fang- elsi. Hún er vægast sagt ljót en þrí miður sönn. Þetta er birt hér með það fyrir aug- um, að auka skilning fólks á lífl þeirra er lenda í þessari miklu ógæfm sem því miSur veldur fleirum ea þeim sem í fangelsi sitja, sárum harmi. IÐNO HLÆR BEZT Framh. af bls. 5 engu að bæta, enda tek ég þaS ekki aftur. En hafi einhver verið í nokkrum vafa þá tekur hún áf öli tvímæli nú. Þá er loks komiS að Brynjólfi Jóhannessyni, sem leikur aðal- hlutverkið, Joe Keller, verksmiðju- eiganda. Leikur hans er svo sann- færandi og hrífandi, að hann held- ur huga áhorfandans föngnum frá upphafi til loka. Að mínu viti hef- ur Brynjólfur aldrei leikið betur en nú, síðan hann lék sér Sigvalda í Manni og konu f yrir um tuttugu árum síðan. Eg held að það þurfí kraftaverk að ske, ef betri leikur sést hér á þessu leikári. Og að lokum þetta: Yfír allri sýningunni hvílir mikill mennlng- arblær. K. laf. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.