Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 5
Minni-Vatnsleysa í Vatnsleysustrandarhreppi. I»ar hefur Þorvaldur hið
Iandskunna svínabú sitt og em til jafnaðar 900 gripir á gjöf.
Þorvaldur rís ávallt árla, sjaldan
seinna en klukkan 7. Fei’ hann þá
gjarna í laugarnar, þreytir sund og
tekur kalt sturtubað. Þaðan ekur
hann endurnærður annaðhvort niður
á Bergstaðastræti eða í eitthvert fyr-
irtækja sinna. Oft kemur hann um
tíu leytið á Bergstaðastrætið. Þaðan
fer hann síðan í banka, sparisjóði
eða í önnur móverk á borð við gjald-
eyrisnefndir. Er nokkuð táknrænt
fyrir manninn, hversu vel honum
verður ágengt við slíkar stofnanir.
Geta má þess hér í þessu sambandi,
að hann var einn aðalhvatamaður
að stofnun Verzlunarsparisjóðsins og
er formaður í stjórn hans. Þá þarf
hann að líta í ýmis fyrirtæki, ræða
við ráðherra og aðra háttsetta em-
bættismenn. Þá þarf hann að skjót-
ast suður með sjó að Minni-Vatns-
leysu, þar sem hann á stærsta svína-
bú í Evrópu í einkaeign. Á leiðinni
kemur hann við í Háuhlíðinni og fær
sér bita með konu sinni og þrem
börnum. Síöan sprettir hann úr spori
og er óðara kominn suður að Vatns-
leysu, þar sem svínin frá grape-fruit
og annað góðgæti á hverjum morgni
og eru alin af sérstökum sérfræð-
ingum í svínarækt. Þarna hefur hann
hérumbil 900 gripi á öllum aldri og
kynslóðir koma og fara daglega. 1
landareigninni er einnig hraimkisill,
sem nægja myndi til vinnslu í rúma
öld og má telja sæmilega eign í því.
Eitt af næstu skrefum Þorvaldar
mun eiga að verða að koma upp
andabúi og vist mun enginn kotungs-
bragurinn á því frekar en öðrum
athöfnum hans. Þorvaldur dvelur
nokkra hríð á óðali sínu, en svo þýt-
ur hann aftur á stað og heldur nú
niður í Þjóðleikhúskjallara, þar sem
halda á mikla veizlu. Gestgjafinn er
oft viðstaddur og setur alveg sér-
stakan og viðkunnanlegan svip á
staðinn með nærveru sinni. Veizlur
í kjallaranum eru lika kunnar að
rausn og myndarskap og þjónalið
er gagnstætt því sem Islendingar
hafg átt að venjast til þessa. Einnig
er vert að minnast hinna frábæru
skemmtikrafta, sem hann hefur feng-
ið hingað til lands og gert hafa
Framhald á bls. 18.
Frá Thalíu-bar i Þjóðlelkhúskjallaranum. Þorvaldur liefur rekið „Kjallar-
ann“ af frábærum myndarskap i nokkur ár.
LEIKLIST
0
IÐIMÓ HLÆR BEZT
Leikfélag Reykjavíkur: ALL-
IR SYNIR MINIR, eftir
Arthur Miller. Leikstjóri Gísli
Halldórsson.
Það er orðið langt síðan að ann-
ar eins afbragðs leikur og sá, sem
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
Iðnó um þessar mundir, hefur sézt
hér á landi, ef það hefur þá verið
nokkurntíma. Kemur þar margt til
greina. Höfundur leikritsins,
Arthur Miller, er afburðasnilling-
ur í sinni grein, en ekki get ég
fundið neitt líkt með honum og
Ibsen gamla, þótt maður hafi
gengið undir mannshönd að líkja
þeim saman. Að vísu er þetta leik-
rit byggt á málsskjölum og helztu
atburðirnir hafa raunverulega
gerzt, en það gefur leikritinu
raunar meira gildi og aðalatriðið
er það, hversu lystilega höfundur
fer með þetta efni. Mörg orðsvörin
eru glitrandi perlur.
Þá er hlutur leikstjórans, Gísla
Halldórssonar, ekki sérlega lítill.
Hann hefur stjórnað leiksýningum
áður við ágætan oðrstír, en stjórn
hans á þessari sýningu er alveg
frábær. Hann er tvímælalaust
bezti leikstjóri á landinu um þess-
ar mundir.
Tíu leikarar fara með hlutverk-
in og ieika þeir allir vel og sumir
ógleymanlega. Minnsta hlutverkið,
Bert, átta ára gamlan snáða, leik-
ur Ásgeir Priðsteinssonn mjög
skemmtilega. Sigríður Hagalín og
Steindór Hjörleifsson fara með
hlutverk Lydiu Lubey og Frank
Lubey einkarsnoturlega, en ekki
mikið fram yfir það. Sue Bayliss
leikur Guðrún Þ. Stephensen og er
mjög maddömuleg. Jim Bayliss
leikur Árni Tryggvasson. Þótt
hann sé kuldalegur á ytra borði,
er hann sannmannlegur inn við
beinið, sem sé kaldrifjaður en
hjartahlýr. Framsögn hans er
mjög góð og hann kann að fara
með orðsvör sín. Guðmund Páls-
son, í hlutverki George Deever,
hef ég aldrei sé oetri. Helga
Bachmann fer mj«g snoturlega
með hlutverk Önnu Dewer, en
hún leikur ekkert með höndunum
og á ef til vill ekki að gera það í
þessu leikriti, en það er hálfleið-
inlegt að sjá handleggina alltaf
hanga niður með síðunum. Ann-
ars veit maður að frúin er ágæt
leikkona.
Loks koma svo kanónurnar:
Jón Sigurbjörnsson, Helga Valtýs-
dóttir og Brynjólfur Jóhannesson.
Enginn þessara þriggja leikara
kom manni á óvart, nema Jón Sig-
urbjörnsson. Við vissum áður, að
hann er ágætur söngvari, en að
hann væri slíkur afbragðs leikari
Ásgeir Friðsteinsson og
Brynjólfur Jóhannesson.
og raun ber vitni í þessu leikriti,
það vissum við reyndar ekki fyrr
og hefur hann þó margt vel gert
á leiksviði. Beztur er hann í lok
annars þáttar og í lok þriðja þátt-
ar. Þar hefur hann engan aukvisa
sem mótleikara, þar sem Bryn-
jólfur Jóhannesson er.
Leikur frú Helgu Valtýsdóttur
i hlutverki Kate Keller er fullkom-
inn, ef hægt er að segja svo um
verk dauðlegrar manneskju. Ég
hef áður sagt í leikdómi, að hún
væri skapgerðarleikkona í allra
fr emstu röð. Við það hef ég raunar
Framhald á bls. 24.
VIKAN
5