Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 4
 H * * J / ^E 1 ^KL' :* I v% v| Jp" Æ mHmi hhHÍ ' B Hann borgar krónur á dag í bæjar- og ríkissjóð Þorvaldur Guðmundsson ALLIR þekkja Þorvald í Síld & Fisk. Það er sama hvar mað- urinn er eða fer, alltaf skal hann þekkjast. Þó birtast sjaldan myndir af honum á opinberum vett- vangi. Hann er nefnilega enginn sér- stakur propaganda-maður, eins og oft vill brenna við um marga bissnes- menn okkar. Hann er auðvitað lag- inn að koma hugðarefnum sínum á framfæri, en framkvæmir það af smekkvísi og hugkvæmni, sem alltaf kemur skemmtilega á óvart og vekur ávallt athygli. Slíkur maður hefði líka áreiðanlega átt þess kost að komast langt á pólitískri framabraut, en hann lætur annað liggja i fyrirrúmi, er að vísu ákveðinn stuðningsmaður stjórnmálaflokks, en sækist ekki eft- ir bitlingum eða pólitískum metorð- um. Plestir, ef ekki allir Reykvíkingar hafa einhverntíma komið inn í eitt- hvert af fyrirtækjum Þorvaldar. Hann byrjaði fyrir taepum 15 árum með matvöru- og kjötverzlun á Berg- staðastræti 37. Fyrst í stað í félagi með öðrum, en síðar einn. Eftir það hefur hann bætt við sig verzlunum út um allan bæ. Hann á verzlun á Bræðraborgarstíg, einnig á Hjarðar- haga og fyrir nokkru hóf hann nýja búð til vegs við sjálfs Austur- stræti. Einnig rekur hann pylsusölu í hús- næðinu, þar sem Bifreiðastöð Reykja- víkur var eitt sinn til húsa. Þá er ótalinn fyrirmyndarrekstur hans á Leikhúskjallaranum. Þar eru flest kvöld langar biðraðir utan dyra og þar sitja sáttir þröngt á þingi. Ekki er allt enn talið og verður vikið að því síðar. Mörgum yrði nú á að spyrja, hvern- ig maðurinn hefur komizt þangað að gneiða rúma hálfa milljón i beina skatta og annað eins í söluskatt og ýmsar^aðrar vinsamlegar blóðgjafir tt'l núverandi og fyrrverandi valdhafa. Ailir vita, að það, sem Þorvaldur leggur fyrir sig skilar góðum hagn- aði. En furðulegt er þó, hversu mikið honum hefur tekizt að komast yfir, rétt liðlega hálffimmtugum manniri- um. Skulum við nú reyna að fylgja lauslega ferli Þorvaldar allt frá vöggu til þessa dags. Fæddur er Þorvaldur 9. desember 1911 að Holti undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans eru þau Katrín Jónas- dóttir og Guðmundur Þ. Sveinbjörns- son. Þorvaldur ólst upp með móður sinni og hálfs annars árs fluttust þau mæðginin til Reykjavíkur. Þannig má hann eiginlega teljast innfæddur Reykvíkingur og mundi fá inngöngu í Reykvíkingafélagið. Móð- ir Þorvaldar vann alla algenga vinnu, sem til féll. Hún var ráðskona hjá Sanitas, þegar það hafði aðsetur Úti á Seltjarnarnesi. Vann í saltfiski og við þvotta og sitthvað fleira og féll aldrei verk úr hendi. Þorvaldur litli gekk í barnaskólann. Alla tíð var hann hinn mesti fjörkálfur og heldur meðfæddri glettni og gáska vel, þótt hann sé kominn á aldur virðulegra borgara. Ávallt vann hann eitthvað á sumrin, þegar er hann hafði þroska til. Rétt eftir barnaskólaaldurinn var hann til dæmis brauðkúskur hjá I ALDARSPEGLI Bernhöftsbakaríi og ók voldugum bakarahestvagni, eins og flest betri brauðgerðarhús höfðu í þann tið. Var jafnan völlur á'honum, er hann ók um götur bæjarins og þótti mönn- um gaman að hinum glaðværa bak- arasveini. Þá var hann einnig sendill hjá kjötverzlun Tómasar Jónssonar og undi glaður við sitt. Þegar hann var sextán ára, tók hann sér far með Ólafi Ketilssyni til Laugarvatns. Voru mikil ærsl í Þorvaldi og öðrum félaga hans á leiðinni, þannig að sumum farþegum þótti nóg um, en aðrir hentu gaman að. Sat Þorvaldur sið- an í skólanum fyrsta starfsár hans undir ljufri leiðsögn séra Jakobs Lárussona»\ Var Þorvaldur jafnan innsti koppur f búri í félagslífi nem- enda. Eftir þetta undirbúningsnám sett- ist Þorvaldur svo í Verzlunarskólann. Stóðu fáir honum framar í atorku og dugnaði og hann varð fljótt vinsæll meðal skólasystkina sinna. Þar kynntist hann einnig mörgum mæt- um mönnum, sem urðu siðar góðir félagar hans og samstarfsmenn á ýmsum sviðum. Má nefna til dæmis Litla leikfélagið, sem hann var aðal- driffjöðrin í ásamt Óskari heitn- um Kjartanssyni. Kom Þorvaldur þar fram i nokkrum gamanhlutverkum og þótti gera þeim bráðsnjöll skil. Þá mun hann einnig hafa sungið gam- anvísur, og vakið mikla kátínu með skemmtilegu látbragði og góðum flutningi. Oft þegar hann er í kunn- ingjahópi hefur hann yfir ýmsan gamankveðskap og er meinfyndinn á stundum. Þegar Þorvaldur hafði lokið Verzl- unarskólanum, fór hann á skrifstof- una hjá Sláturfélaginu. Segir sarn- starfsmaður hans frá þeim árum, að fáa unga menn hafi hann þekkt geðþekkari og glaðværari og þó í senn mjög ötulan og duglegan starfs- mann. Hér um bil tvítugur eign- aðist Þorvaldur fyrsta bilinn. Hafði móðir hans dregið nokkra upphæð saman í bók og gaf honum í afmælis- gjöf. Þorvaldur var ekki lengi að velta fyrir sér, hvað gera Jskyldi við peningana, en keypti sér bíl. Var það heldur fátítt I þá daga jg litu ýmsir hann öfund- arauga, þegar hann sent- ist um götur bæjarins. Enn hefur Þorvaldur sama númer á einkabif- reið sinni og hann hafði upphaflega á kassabíl sínum. Eftir nokkurra ára starf hjá Slát- urfélaginu fór Þorvaldur til Þýzka- lands og kynnti sér sérstaklega nið- ursuðu og meðferð matvæla. Var þá afar erfitt að komast að við hinar miklu niðursuðuverksmiðjur, sem hver og ein á sína miklu leyndar- dóma, sem mikið liggur við að keppi- nautarnir komist ekki að. Þó komst Þorvaldur að einni slíkri og lærði margt, sem hann innleiddi síðar hér á landi. Byggði hann heimkominn rækjuverksmiðju á Bíldudal og hóf þar með fyrstur þann iðnað hér á landi. Einnig hafði hann umsjón með byggingu slikra verksmiðja á Isa- firði og í Vestmannaeyjum. Að svo búnu réðist hann til Sölu- sambands islenzkra fiskframleið- enda. Fékk hann brátt mikil verk- efni til úrlausnar og var falið að hafa umsjón með byggingu geysi- stórrar niðursuðuverksmiðju, sem reist var inni við Lindargötu, þar sem Matborg er nú. Útvegaði Þor- valdur allar vélar til verksmiðjunnar og annaðist rekstur hennar og gekk prýðilega á meðan Þorvaldur annað- ist hann. Svo var það snemma árs 1944 að Þorvaldur setti á stofn verzlunina Síld & fiskur við Bergstaðastræti 37 i Reykjavík. Fyrstu árin rak hann verzlunina ásamt Steingrími Magriússyni, en síðan 1949 hefur hann átt hana einn. Þorvaldur innleiddi ýmsar nýjungar í rekstri og öllu fyrirkomulagi og varð fljótt kunnur að myndarskap og rausn. Ýmsir héldu að vísu í fyrstu að engin framtíð væri fyrir slíka verzlun á þessum stað, en reynslan hefur rækilega sannað hið gagnstæða. Nú hefur Þorvaldur þrjár aðrar verzlanir víðs- vegar um bæinn, eins og áður er getið. Freistandi væri að reyna að lýsa einum. starfsdegi hjá þessum ágæta athafnamanni, sem unnið hefur sig upp úr engu og til fágætrar vel- gengni. Þorvaldur fimm ára. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.