Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 14
sjopporangl - SÉkup AÐ LITLA f; £g geltk t'rá einni sjoppunni til annarar . . . hvergi gat ég orðið mér úti um vír. Hér hefst frásögn ungs manns, sem gerðist brotleg- ur við landslög og lýsir hann liér ástæðem þeim sem urðu til þess að hann gerðist af- brotamaður. Hann var dæmdur í fang- elsi fyrir afbrot sitt, var lokaður inni á Litla-Hrauni og hélt þar dagbók, sem ein- stæð má teljast á sínu sviði. Vikan hefur fengið leyfi höfundar til að birta þessar dagbækur og munu þær koma fyrir augu lesenda í næstu tölublöðum. Höfundurinn skellir hvorki skuldinniáþjóðfélag- ið né veitist að valdhöfun- um, hann hiðst ekki vægðar en horfist í augu við stað- reyndir. Saga hans öll cr rit- uð á einföldu og Ijósu máli, hann lýsir tilfinningum sín- um, hugsunum og gerðun; hispurslaust og dregur ekk- ert undan. Jafnvægið í stíln- um veldur því að lesandan- um finnst örlög þessa manns enn átakanlegri en ella. Frásögnin varpar skýj u ljósi á vandamál, sem marg- ir hafa átt við að stríða og mætt skilningsleysi og and- úð í baráttu sinni. Við birt- um hér dagbókina og grein- ina í þeirri von að það mætti í verða til þess að fólk endur- skoði afstöðu sína til þeirra mála, sem hér um ræðir og einnig væntum við þess að lýsingin á þessum hörmu- legu örlögum verði til þess að ýmsir sem gengið hafa fyrstu skrefin á óheilla- brautinni, sta-dri við og í- hugi hvert leiðin liggur . . . Að sjálfsögðu hef ur öllum mannanöfnum verið sleppt úr frásögninni og dagbók- irrni og einstaka setningar eru felldar undan, sem ekki snerta meginmálið. Að öðru leyti er dagbókin birt heil og óstytt og engu orði vikið við. Lesendur góðir! Mér finnst að ekki væri úr vegi að þið fengjuð vitneskju um tiikomu þessarar dagbókar og þá fyrst og fremst orsök þess að ég lenti út á þess- ari óheillabraut, braut ;.;nnar dýpstu niðurlægingar. Því ég h;. gg að fátt sé meiri raun og erfiðari reynsla en ein- mitt það að lenda í fangelsi. Þvl þótt menn játi sekt sína og skynji nauðsyn þess að vera einangraður frá hinu frjálsa samféiagi, þá er það nú eitt sinn svo að öllu-1 ar okkur í blóð borin þrá til þes ;■", iifa frjðisu og óháðu lífi sem la ;t er við fasibundnar regl- ur og sti' gan aga. Saga r, er vaíalaust mjög áþekk því senr ísstir íslcnzkir afbrotamenn liafa o' jið að þola. Hér I landi er sem betnr fer fáit um það sem við get- um retrt , >;tórglæpamenn“ því íslenzk fangelsi e:u að verulegu leyti setin ungurn monnum, sem flestir ef ekki all- ir ge'.i rkráð ógæfu sína á reikning Eaki' ;f Ég er ungur maður og þjón- aði i.-.kkusi konungi rikulega. Oft vill bi .uiy' við hjá slíkum mönnum að skori- r sé á fé til þess að unnt sé að halda svallinu áfram. Það var einmitt þetta sem kom mér á kaldan klaka. I’ g hafði verið við drykkju í langan t. r.ia, ég var veglaus og illa haldinn, iáfaði um bæinn leitandi að einhverj- nm, er hresst gæti upp á mína hrelldu sál. Ofsalegir timburmenn þjáðu mig taæði andlega og líkamlega, þannig að mér fannst að ég mundi hreinlega far- ast ef ekki yrði vín á vegi mínum. Ég var svangur, kaldur og hafði ekki sofið nema lítið eitt og þá við hinar verstu aðstæður þar sem skjól gafst í það og það skiptið. Þetta var ömurlegur dagur, það var eins og ég forðaðist að líta framan í nokkurn mann því mér fannst sem allra augu mændu á mig, enda var ég illa til hafður svo ekki var að undra þótt menn litu á mig með nokkurri vanþóknun. Ég gekk frá einni sjopp- unni til annarar en allt án árangurs, hvergi gat ég orðið mér úti um vín. Þetta var óvenju erfitt, því venjuleg- ast rakst maður fljótlega á einhvem er bætt gat úr þessu ömurlega samfélagi við illa þokkaða timburmenn. Enda þótt oft hafi mig skort áfengi og annað af þessa heims gæðum, hafði mér aldrei komið til hugar að fara út i neitt það er braut í bága við lög og rétt. Og enn kom mér það ekki til hugar, heldur hélt ég áfram þessu vonlitlá ráfi. Ég gat hvergi tyllt mér inn, til þess skorti mig peninga. Þannig leið tíminn og nú var komið frám um hádegi, og sjaldan hafði mér liðið ver. Allskonar hugsanir ásóttu mig, og ég hugsaði um tilgangs- leysi þessa lífs míns. Samvizkan nag- aði mig, er ég hugsaði um hvernig ég var sjálfur að leggja líf mitt í rúst með þessum taumlausa drykkjuskap. Mér kom til hugar að sennilega væri heppilegasta lausnin til þess að losna frá þessu öllu, sú að svipta mig lífinu, en slík hugsun varð fljótt að víkja fyrir annari er snerist um vín og aftur vín, áframhaldandi svall án minnsta tilgangs. Mitt í þessum þönkum mínum var kallað í mig frá bil er renndi upp að mig fyrir alla muni að koma með sér, og það þurfti sannarlega ekki að hvetja mig til þess. Ég settist inn i bílinn t^l hans og óstyrkum höndum tók ég við brennivinsflösku sem hann rétti að Við tókum okkur borð úti í horni sal arins og pöntuðum okkur smurt brauð og öl svo sem liáttur er lieldri manna. hlið mér. Þarna var þá kominn gamall drykkjufélagi og var hann vel við skál og bar sig mjög ríkmannlega og það undraðist ég stórlega því ég vissi ekki annað en að hann væri gjörsnauður og af sama sauðahúsi og ég. Hann bað mér. !Ég reyndi að dreklta sem mest, til þess að losna sem fyrst við ömur- legar hugsanir og likamlega vanlíðan. Pélagi minn hafði orð á slæmu ásig- komulagi mínu og sagði að ég yrði að fá mér nýtt „dress“ og ég væri Í NÆSTfl BLAÐIHEFST DAGBÚK FANGANS A UTLA-HR AUNI!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.