Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 20
— Jæja, ungi vinur, sagði Babin. — Ég vona að þér hafið ekkert við það að athuga, þótt ég kalli yður svo, því að þegar alls er gætt, þá gæti ég verið faðir yðar. Svo að þér hafið ekkert frétt? Alls ekki neitt? Þér hafið aldrei séð neina af þeim auglýsingum, sem birtar hafa verið í nærri því öllum blöðum heims? Það var kyn- legt, verð ég að segja. En sannleikurinn er sá, að það er í rauninni ekki mitt verk að segja yður frá því. En þér komizt að því innan stundar. Það er undir lögfræðingnum komið. Armandine, viltu hringja í Hervineau og vita, hvort hann er heima. Er það hann? Gott! Ég skal tala við hann sjálfur. Armandine rétti honum símatólið. — Halló! Ert það þú, Hervineau? Er ég að ónáða þig? Ágætt! Ég hef miklar fréttir að færa. Hver heldurðu, að sé hérna hjá mér? Nei, ég er ekki heima. Hérna hjá mér er ungur maður, sem kallar sig Gilles Mauvoisin. Já, ein- mitt. Við verðum komnir eftir fimm mínútur. ,— En þú lofar honum þó að drekka teið sitt, er það ekki? sagði Armandine, þegar Raoul Babin tók að færa sig í yfirhöfnina aftur. — Hervinau bíður eftir okkur, og ef þú vissir, hvað hann ætlar að segja við drengsnáðann, múndir'ðu ekki vera að fjargviðrast út af ein- tlm tebolla. Komið þér, piltur minn. Og gleymið ‘því aldrei, að það var þessi góða kona hérna, sem varð fyrst, til þess að opna dyr sínar fyrir yður. Hann sagði þetta ljúfmannlega og hægt, eins og hann væri að kanna, hvaða áhrif þetta hefði á Gilles. — Að undantekinni Jaja! Og pllturinn minntist hennar, þar sem hún hafði setið á rúmstokknum hans og verið að stoppa í sokkana hans. — Bíllinn minn er úti fyrir. Hervineau býr í Gargoulleau-stræti. Það var dimmt úti. Það var stytt upp og fólk var á rölti um göturnar, því að það var helgi- ■dagur. Babin ók inn í dimman garð og þar var gamalt hús. Það var búizt við gestunum og þjónn vísaði þeim beint inn í bókasalinn. Maður, sem þar sat inni, stóð skyndilega á fætur og heilsaði þeim. — Þú þarft ekki að standa á fætur. Láttu bif- urnar á þér vera í friði. Herra Mauvoisin! Þetta er herra Hervineau, lögfræðingur frænda yðar. Lögfræðingurinn var gamall maður, fölleitur og gráhærður í litlausum kvöldslopp. Hann stundi þungan og lagði vinstri fótinn upp á stól. — Fáið yður sæti, herra Mauvoisin. Ég hef haft mikið fyrir því að hafa uppi á yður. — Afsakið, én það var nú reyndar ég, sem fann hann. — Jæja, hvað um það. En hvernig stendur á komu hans ... — Faðir hans og móðir dóu nýlega í Þránd- heimi. Af slysförum. Og þessi ungi maður hefur leitað átthaganna. — Ertu búinn að skýra honum frá þessu? — Nei, ekki ennþá. Þeir horfðu þýðingarmiklu augnaráði hvor á annan, að þvi er Gilles fannst. Því næst sagði Hervineau: — Ef til vill ættum við að fá Plantel hingað. — Það væri kannske ekki úr vegi. Málafærslumaðurinn tók upp símtólið og hringdi, en virtist verða undrandi við svarið, sem hann fékk. Þegar hann hringdi af, talaði hann lágt við Babin, en Gilles sat eins og á nálum. Allt og sumt, sem hann heyrði af samtalinu var þetta: — Hvar? — I litlu kaffihúsi nálægt höfninni. Solemdal er með honum. — Hvað eigum við þá að taka til bragðs? — Þú gætir sent einhvern eftir honum. Kallað var á þjóninn og honum sagt fyrir verkum. AUt hringsnerist fyrir augum GiUes. Hann hafnaði vindli, sem Babin bauð honum. — Nei, þakka yður fyrir. Ég reyki ekki. — Má þá bjóða yður glas af portvini? -—- Ég drekk ekki. Það var eitthvað undarlegt við þetta allt saman, og Gilles var svo ruglaður, að hann gat ekki áttað sig á neinu. Það var áreiðanlega verið að ðraga dár að honum, en á svo kynlegan hátt, að hann botnaði ekki neitt í neinu. Hervineau tók til málS: — Það er ekki hægt að lesa erfðaskrána opin- berlega fyrri en helgidagarnir eru liðnir. Það er að segja, ekki á morgun heldur hinn daginn. En, okkar á milli get ég sagt yður, herra Mauvoisin, að þér eruð einkaerfingi að eignum frænda yðar. Síðustu fjóra mánuðina höfum við gert aUt, sem við höfum getað til að hafa uppi á yður. Gilles heyrði þessi orð, en það var eins og hann gæti ekki áttað sig á þýðingu þeirra. Menn- irnir tveir horfðu á hann með forvitni, til að vita, hvernig honum yrði við, en þeir urðu undr- andi, þegar þeir sáu honum ekki bregða. Ef til vill voru þeir farnir að halda, að hann væri hálfviti. — Frændi yðar verzlaði ekki einungis með vélknúin farartæki, heldur átti hann einnig hluti í velflestum meiriháttar fyrirtækjum hér í ná- grenninu. , Þjónninn opnaði dyrnar og vísaði Edgard Plan- tel og Solemdal skipstjóra inn. Plantel virtist ekki eins rjóður í andliá og áður. Hann greip snöggvast í hönd Babins og sagði lágt: — Til hamingju. — Minnstu ekki á það. Solemdal horfði með undrun og virðingu á piltinn, sem hann hafði smyglað á land, en var nú allt í einu orðmn að einum þýðingarmesta manninum í La Rochelle. — Komið þér sælir, herra Mauvoisin. Ég frétti af tilviljun, að þér væruð kominn til borgarinn- ar og að þér hefðuð sezt að i litlu gistihúsi nálægt höfninni. Það gleður mig mjög að sjá yður hér meðal okkar, og ég vona . . . Gilles sneri sér snögglega að málafærslumann- inum, sem hallaði sér aftur á bak í stólnum. Það sást ógreinilega framan í hann, en Gilles virtist um. Raddirnar hlutu að koma úr eldhúsinu. Drottinn minn dýri. Hvílíkur kvöldverður! Og' hvernig hafði staðið á því, að allir höfðu reynt að fá hann til að drekka og haldið að honum víni. Átti það að veita honum yndi. Hafi svo átt að vera, hafði það gersamlega mistekizt. Hann hafði haft viðbjóð á víninu, allt frá fyrsta port- vínsglasinu og tU síðasta glassins, sem hinn hræðilegi málflutningsmaður' hafði skenkt hon- um. — Hvað var það, sem hann sagði við hann, þegar hann fór? — Ég vona, að yður líði mjög vel, ungi maður, og að þér skemmtið yður vel. Þeir fóru að húsi einu í Réaumm'-götu. Gilles mundi vel eftir þessum hluta kvöldsins. Veggirnir meðfram uppgöngunni voru þaktir gömlum myndúm frá höfninni í La Rochelle frá öllum öldum. — Jean sonur minn verður að útskýra þessar myndir fyrir þér, sagði Plantel. — Hann safn- ar þeim og er sérfræðingur í þessu. Brytinn var lágur maðUr en þrekvaxinn með svartan hárkraga kringum skallann. Svo lág- vaxinn var hann og gildur, að Gilles fannst hann vera að horfa á eitthvað, sem líktist manni, í spegli i f jarska. — Er Jean heima? Biddu hann að koma niður. vera kuldalegt háðsglott á andliti hans og það gerði hann hræddan. Snöggvast fannst honum hann vera kominn um borð í skip og það gladdi hann. Rúmið, sem hann lá í vaggaði eins og skip í ósjó og honum fannst hann jafnvel heyra öldugjálfur. Það minnti hann á þá daga, þegar hann var um borð í Flint og skipið vaggaði og hjó í öldurótinu, og Gilles lá sjóveikur í koju sinni, en hinn ágæti skipstjóri Solemdal, leit inn til hans annað slagið og alltaf var hann jafnvingjamlegur og alúðlegur. En hann var þar ekki lengur. Hann var far- inn frá borði, og hann vissi vel, hvar hann var. Hann var í fínu húsi í Réaumurgötu í auðmanna- hverfinu i La Rochelle. Hann vissi ekkert, hvað klukkan var og enginn ljósgeisli gat smogið gegnum þykk gluggatjöldin og hlerana. En allar líkur bentu til þess að fólk væri á ferli í hús- inu, því að hann heyrði mannamál fyrir neðan sig og fótatak. Karlmaður og kvenmaður voru að tala saman. Hvert orð dundi í eyrum hans sem fallbyssuskot, svo að hann verkjaði í höfuð- ið. Þetta var allt svo ruglingslegt og framandi, og hann lá þarna og beið eftir nýrri skothríð. — Bang . . . bang . . . bang . . . bang . . . Hann heyrði glamra í diskum, pottum og pönn- Upp frá því var eins og Gilles hefði misst alla fótfestu. En hve hann iðraðist þeirrar stundar — honum fannst vera langt síðan — þegar hann kom að sáluhliðinu, frjáls maður. Hann minntist konunnar, sem seldi kertin, staðarins, þar sem chrysanthemurnar voru seldar í pottum og gam- als betlara, sem hökti þar framhjá á öðrrnn fæti . . . Stór setusalur með opnum arni, sem kyntur var með brenni. Þar voru djúpir, mjúkir hæginda- stólar og ilmur af brenni, vindlum og líkjör. — Gerið svo vel og fáið yður sæti. Hvernig stóð á þvi, að þessi Plantel hafði skyndilega tekið hann undir sinn verndarvæng? Var hann þýðingarmeiri maður en Babin? Hinn síðarnefndi hafði komið með, en nú virtist hann vera í öðru sæti. Plantel virtist hafa húsbónda- valdið. — Halló! Ert það þú, Gérardine! Komdu snöggv- ast hérna yfir um og fáðu þér kvöldverð með okkur. Það er mjög óformlegt. Komdu bara eins og þú stendur. Hér er dálítið, sem mun koma þér á óvart. Já . . . Bob er í París? Æ, það gerir ekkert til. Því næst varð Gilles að drekka eitt glas af vínblöndu. Plantel blandaði vínið sjálfur og hristi það í hristaranum, sem var úr silfri. Framhaldssaga eftir G. Simenon 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.