Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 6
'¦'W'Ss Þú og barnið þitt Uiitstjóri: IIlattnías (Jónasson BREF FRA DÍDÍ! Kæri Matthías! Eg ávarpa þig nú eins og við gerð- um fyrir vestan, þó að þú sért nú orðinn svona lærður og ég veit ekki hvað. Eg kann vist ekki að tala við lærða menn og hefði heldur ekki far- ið að skrifa þér, ef mér ofbyði ekki sumt af því, sem þú skrifar í þess- um uppeldísþáttum í Vikunni. Ég kæri mig nú ekkert um að fara að telja það allt upp, enda yrði þér vist ekki orðfall að svara mér. Mér sýn- ist ykkur töm sú listin, þessum lang- skólamönnum, að kaffæra sannleik- ann í orðum. Þannig fáið þið óþægi- legar staðreyndir til að hverfa, þang- að til allt er slétt og fellt á yfirborð- inu. Þið kallið það að hugsa abstrakt. En ef hið rangsnúna í tilverunni hverfur ekki alveg fyrir þessum málaflutningi, þá er misfellan alltaf einhverjum sérstaklega breyzkum sálum að kenna, og þú bendir líka ótvírætt á þær í síðustu greininni þinni. Það eru þessar nútímamæður, sem ekki sýna börnunum nægilegt ástríki, leyfa þeim ekki að orna sér við „arin heimilisins" og hlaupá jafn- vel burt frá þeim til þess að vinna fyrir peningum. Yfirvöldin fá ekki við spornað, en sjálf bera þau auð- vitað enga sök. „Góð stjórnarvöld láta sér jafnan annt um hag og stöðu heimilisins." Hver vogar að draga það í efa? En reynsla almennings talar nú sinu máli, hversu illa sem það læt- ur í eyrum þínum og þinna líka. Eg er nú flutt heiman úr sveit- inni okkar, eins og þú, og börn mín alast hér upp og verða Reykvíkingar. Ég vann aldreí utan heimilisins, eftir að ég fór að eiga börnin, og meðan þau voru litil, naut ég þess að fá að hafa þau hjá mér. Og mér fannst þau finna á heimili okkar þann yl, sem þú prísar í grein þinni. Við hjónin höfum reynt að skapa þeim hlýlegt og friðsælt heimili. Nú eru þau i skólum, öll fimm, og mér finnst við eigum þær fáar saman, stundirnar kyrrlátrar gleði, sem þú nefnir svo, -— ekki af þvi ég hlaupi frá þeim til vinnu utan heimilis, held- ur af því hin „gððu stjórnarvöld", sem þú ferð svo lofsamlegum orð- um um, draga börnin sí og æ út af heimilinu. Þú átt víst engin bðrn sjálfur, ef þú veizt ekki, að þar sem fimm skólabörn eru á heimili, er sífellt einhver að fara í skóla eða koma úr skóla, allan liðlangan dag- inn. Eg slepp vel þá daga, sem ég þarf ekki að bera fram. miðdegis- mat oftar en þrisvar sinnum. Núna borðar eitt barnið með okkur foreldr- unum á venjulegum hádegisverðar- tima, hin eru í skóla og verða að fá mat á öðrum tíma. 1 fyrra átti Dísa að mæta kl. 11 í skóla, þá varð ég að láta hana borða áður, því að hún kom ekki heim fyrr en kl. langt gengin þrjú. 1 vetur á hún að mæta kl. hálfþrjú, svo að hún getur borð- að með okkur. Stóru drengirnir koma ekki heim fyrr en kl. tvö, þang- að til held ég matnum heitum handa þsim. Suma daga verð ég að bíða með kvöldmatinn eftir Jóa og Esther, því að þau ná ekki heim fyrir átta, ef þau hafa vélritun eða aðra auka- tíma. Þetta gerir alla vinnu á heim- ilinu erfiða og tímafreka. Eg fæ ekki tíma til neins utan við þessi síendurteknu skyldustörf. Hvað held- ur þú svo að verði um menningar- brag og hlýleika á heimilinu? Ég væri samt ekki að telja erfiðið eftir, ef þetta bitnaði ekki á börn- unum sjálfum. En í þessu sífellda rápi að heiman í skóla og heim úr skóla, í tíma og aukatíma og guð veit hvað, sundrast f jölskyldan og leysist upp. Hvað heldurðu við sitjum oft sameiginlega viS borðið? Það er rótt við sofum nóttina af undir sama þaki. Áður voru máltíðirnar þær stundir, sem fjölskyldan safnaðist reglulega saman. Börnin vissu ekki, að sú regla gæti brugð- izt. Við lesum ekki borðbæn, þó að það væri alltaf gert heima hjá foreldrum minum, en við gefum okkur tíma til að hlusta á börnin, leiðbeina þeim og fræða þau um ým- islegt. Þetta voru okkar friðsælu stund- ir, þegar pabbi þeirra var heima og gat skipt sér af þeim. Nú eru það börnin, sem ekki mega vera að því að borða með okkur. Einhver þeirra eru alltaf í skólanum, frá kl. 8 að morgni og fram á kvöld. Eg þakka guði, meðan þín ágætu stjórnar- völd heimta ekki börnin út í skólarápið líka á sunnu- dögum. Þú fyrirgefur nú, ég tala svona blátt áfram eins og mér er innan- brjósts. Mér finnst nefnilega, að kuldann leggi ekki inn i sál barnanna fyrst' og fremst frá þeim mæðrum, sem meira eða minna tilneyddar vinna utan heimilis, heldur frá þeirri upplausn alls raunverulegs heimilis- lífs, sem hinn óhentugi skólatími barnanna veldur. Okkur mæðrum verður oft að spyrja: eru heimilin ófriðhelg eða réttlaus ? Eða sjáið þið skólafrömuðirnir ekki, að þið eruð að brjóta niður þann arin heimilis- ins, sem þið lofsyngið í orði kveðnu? Og hvaða not ætli ungur krakki hafi af skólagöngu, sem hann byrjar und- ir kvöld, þegar hann er orðinn þreytt- ur og sljór? Eða þreytast börnin kannske ekki á öllum þeim hlaupum, amstri og ærslum, sem þau eru í frá þvi snemma á morgnana? Held- urðu þau séu sérlega næm á skóla- fræðin, þegar komið er fram yfir nón ? Verður þetta síðdegis- og kvöld- nám ekki algert aukaatriði fyrir þeim? Eða þá kennararnir! Eða kannske þið kennið með vélum í þessum ný- tízkuskólum? Annars gæti maður nefnilega haldið, að kennarar þyrftu að hafa reglulegan vinnutíma, rétt eins og aðrir menn. Þú formar ekki að telja mér trú um, að kennarinn kenni jafn vel, þegar komið er fram á kvöld, eins og að morgni til. Börnin eru líka miklu erfiðari, þegar þau eru orðin slæpt og lúin. Drepa þessir erfiðleikar ekki niður starfs- gleði kennarans, svo að hann hættir að gera strangar kröfur til sjálfs sín? Þú fyrirgefur nú, Matthías minn, ég tala við þig eins og þú bærir einn ábyrgð á þessu. En þar eiga nú líklega fleiri hlut að. En mér finnst þú ættir að benda á þetta, fyrst þú ert að hreyfa þessum uppeldismálum. I vetur þarf Esther ekki að fara í klappsæfingar. Jón Þorsteinsson seg- ir, að bakið á henni sé orðið gott. Eg er ægilega fegin. Hún er búin að vera í þessari sjúkraleikfimi í 3 ár, fékk hryggskekkju, þegar hún var 11 ára. Hún óx þá svo mikið og var orðin svo löng, en borðin í stofunni hennar alltof lág, enda voru þau líka ætluð 7 og 8 ára börnum. Ætli mörg börn fái hryggskekkju ? Olltaf var fullt í sjúkraleikfiminni. Álítur þú það hollt, að börn á svona ólíkum aldri notist við sömu húsgögnin? Eg spurði skólastjórann um það og hálf reifst við hann, þegar þetta kom til með bakið á Esther. Hann sagði bara: „Okkur er uppálagt að þrí- setja í stofurnar og þá er ekki hægt að hafa það öðru vísi!" Þetta svar minnir mig alltaf á gamanmynd, sem ég sá í Kaup- mannahöfn fyrir mörgum árum. Söguhetjurnar, þjónn í næturklúbb og stúlka á snyrtistofu, -leigðu sér svefnkompu, auðvitað hvort um sig an þess að vita um hitt. En með því annað átti að sofa á daginn en hitt á nóttunni, leigði nýtin húsmóðir þeim sama rúmið. Af því spratt ýmis konar misskilningur, sem leiðréttist ekki fyrr en í myndarlok. Hverníg stendur annars á þessum endalausu þrengslum í skólunum? Tilheyrir það ekki menningarþjóð, að foreldrar geti sent börn sín í skóla við sæmileg skilyrði. Kemur það ekki næst á eftir fæði og klæðum, að börnin fái einhverja menntun og undirbúning undir ævistarfið ? Ég held þetta sé óþénanlegt fyrirkomu- lag, að skólabyggingar hökti alltaf áratug á eftir þörfinni. Heldur þú Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þeir kunna að strið'a við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er ttl hans leita. öll bréf sem þættinum eru send skulu stfluð til Vikunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur". þeir spari nokkuð á því að leigja tveimur eða þremur sama rúmið? Ætli sá sparnaður étist ekki upp í óþénanlegu skipulagi og árangurs- litlum vinnubrögðum ? Sumir kenn- arar eru kannske svo framúrskar- andi, að þeir ná góðum árangri, þó að ytri skilyrði séu svona slæm. Fluggáfaðir krakkar geta líka lært við flestar aðstæður. En mörgu barni veitist námið erfitt, og kennarar hljóta að vera misjafnir að hæfileik- um, rétt eins og aðrir menn. Hjá þeim geta óhæfilega vondar aðstæð- ur, eins og leiðir af þrísetningu skðl- anna, spillt námsárangri gersamlega. Eg vona þú sjáir, að arinn heim- ilisins með sínum friðsæla yl er ekki alveg eins öruggur og ætla mætti af þinum skrifum. Auðvitað hefur at- vinnuþróunin sín áhrif, eins og þú segir, en samt er það engin fram- tíðarlausn á uppeldisvandamálum heimilisins, að móðirin víki ekki frá eldavélinni og uppþvættinum. En þin góðu stjórnarvöld ættu að hyggja að því, að skóhnn leggist ekki á sveif með þeim upplausnaröflum, sem ógna arni heimilisins. Þín einlæg Dídí. óDýrt spaug Eitt sinn var maður á ferð í stræt- isvagni, er hann tók eftir, að ung, lagleg stúlka brosti til hans. Hann var mjög snortinn af henni, en þó tók út fyrir alla bálka, þegar hún gekk til hans og mælti: „Eruð þér ekki faðir tveggja bárna minna?" Maðurinn varð mjög hissa og stam- aði: „íí-ég ve-veit það ekki." Þá mælti stúlkan: „Jú, það er alveg öruggt. Ég kenni í 2. bekk ö í Sand- holtsbarnaskólanum." Forstjórinn: „Ef þú ert ekki dug- legri að sendast, þá neyðist ég til þess að ráða nýjan sendil." Nonni: „Það er ágætt. Ég veit að þetta gengur betur, ef við erum tveir." Jón hafði verið hjá kaupfélaginu i 20 ár, þegar kaupfélagsstjórinn bauð honum gjaldkerastöðuna. Þá mælti Jón: „Fæ ég nokkra kauphækkun hjá yður með þessari nýju stöðu?" Kaupfélagsstjórinn svaraði: „Þvi miður ekki, Jón minn, en þú færð sér fatahanka." Stúlka frá höfuðborginni réðist á bóndabæ, sem kaupakona. Þegar vetur var kominn, sagði bónda- konan við hann kvöld eitt: „Nú verð- ur svo kalt í nótt, að þú skalt hafa múrstein með þér I rúmið." Næsta morgun spyr bóndakonan, hvernig þetta hafi gengið. Þá svarar stúlkan: ,,Eg tók með mér múrsteininn, en hann var ekki orðinn verulega heitur fyrr en í morgun." c VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.