Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 2
SCANIA-VABIS L75 Hin nýja Scania-Vabis L-75 gerö uppfyllir allar óskir eigenda og bifreiðarstjóra 165 hestafla vél Vökvastýri Loftbremsur Gírað drif m/mismunadriflás Milligírkassi m/sinkronbremsu Mótorbremsa Nýjar liúsfestingar og aukin þægindi fyrir bifreiðastjóra Kynnið yður frábær gæði Scania-Vabis ÍSARN H.F. Tjarnargötu 16 — Sími 17270 PÓSTURINN til „Einnar ólánsamrar“: Við hefðjum gjarnan viljað birta bréfið þitt í heild, því vafalaust gœtu margar stiílkur eitthvað af því lœrt. Við höfum aflað okkur upplýsinga um hvernig bezt er fyrir þig að liaga þér í þessu viðkvœma vandamáli og vonum að leiðbeiningar okkar komi þér að lialdi. Ráðlegast er fyrir þig að bíða þangað til barn- ið er fœtt en lýsa þá manninn, sem þú tilgreinir, föður að því. Síðan skaltu snúa þér til sakadóm- ara, en undir hann heyra öll barnsfaðerinsmál. Skaltu leggja fyrir liann öll plögg sem þú kannt að hafa undir höndum í þessu máli en dómarinn sér um að afla allra gagna. Þetta verður þú að gera innan tveggja ára frá fœðingu barnsins. Þú hlýtur að ná rétti þínum með þessu móti og þarft ekki á lögfrœðingi að halda fremur en þú vilt, þú getur snúið þér sjálf beint til sakadóm- ara. Við óskum þér alls hins bezta og vonum að allt gangi vel. Litla-Hrauni 27—10—58 Kæra Vika! Við undirritaðir refsifangar hérna á hælinu, sendum þér þessar línur vegna hinna góðu undir- tekta sem kollegar okkar hérna hafa fengið í sambandi við beiðnina um bréfasambönd sem birt var i afmælisblaðinu ykkar. En eins og þeir, þá viljum við ekki láta nöfn okkar koma fram opin- berlega, heldur aðeins númer, við viljum komast í bréfasambönd við stúlkur á aldrinum 16—22 ára. Númer okkar eru 2121, 1820, 1817, 1617 og 0623. Við treystum þér kæra Vika til að liðsinna okk- ur hérna í fámenninu. Með fyrirfram þökkum. Nokkrir ógæfusamir fangar. Reykjavík 6—11—58 Kæra Vika! Ég er 21 árs og hef ég mikla löngun til að læra hjúkrun.En sá er hængur á að ég hef ekki gagnfræðapróf, en mér hefur verið sagt, að án þess sé útilokað fyrir stúlkur að komast að í Hjúkrunarkvennaskóla Islands. Nú langar mig til að biðja þig að gefa mér skýringu á þessu að mér finnst óréttlátu kostum sem stúlkum eru settir, sökum þess að það eru ekki allar stúlkur sem hafa haft tæki- færi til þess að taka þetta próf, en gætu engu að síður orðið nýtar hjúkrunarkonur. Það er oft um það talað í blöðum að það sé ekla á hjúkrunar- konum en eftir þessu að dæma virðist, mér sú ekla ekki vera svo tilfinnanleg. Ég fer svo að slá botninn í þetta bréf, en ég vona að þér sé unt að gefa mér svar sem fyrst, með fyrirfram þakklæti og einnig fyrir hina mjög svo skemmtilegu nýbreytni á Vikunni. Lesandi Vikunnar, Reykjavík. SVAR: Því miður verðum við að hryggja þig með því að gagnfrœðapróf er skilyrði til þess að fá inntöku í Hjúkrunarkvennaskóla Islands. Okk- ur er tjáð að ástœðan til þess sé sú, að náms- bœkur þœr, sem hjúkrunarkvennanemar lesa, séu noklcrar á erlendum tungumálum og þungar að auki. Áður en hið eiginlega nám hefst ganga stúlkurnar á undirbiiningsnámskeið, sem tekur tvo mánuði. Sumar stúlkur standast ekki þá próf- raun jafnvel þótt þœr hafi gagnfrœðamenntun og er því skiljanlegt að einhverjar krófur eru gerðar. En við viljum samt ráðleggja þér að gefast ekki upp við svo búið. Þú cettir að hafa tal af skólastjóra Hjúkrunarkvennaskölans og fá þar nánari ráð og leiðbeiningar. Viðtalstími skóla- stjórans er þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 6—7 e. li. Skólinn er til húsa á Landspítalalóðinni. ATHUGASEMD Til ritstjóra „Vikunnar", Ýmsir hafa orðið til þess að vekja athygli mína á stuttri yfirlitsgrein í 20 ára afmælisblaði Vik- unnar 23. f. m. (Þú hefur væntanlega skrifað hana sjálfur?) Það er ekki einleikið, hve oft hallar þar réttu máli, i jafn stuttu máli og þú verð til þess að gera grein fyrir uppruna þessa blaðs. Er helzt að sjá, að þú hafir skrifað þessi fáu orð á hæfi- lega undirbúnum miðilsfundi, eða aflað þér upp- lýsinga eftir öðrum kirkjugarðsleiðum, í stað þess að hringja til mín, sem þekki það tímabil í „sögu blaðsins“ betur en nokkur maður annar. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.