Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 5
G I L D R A N Stutt lögreglusaga eftir Pilip Ketchum JÖRGENSON rannsakaði gaumgæfilega her- bergið þar sem Willard Hayes hafði dáið og ég fylgdist með honum meðan hann gekk í kringum rúmið, virti fyrir sér flöskurnar á náttborðinu, kraup síðan á kné og athugaði ruslakörfuna. 1 körfunni var ekkert nema örlítill bómullarhnoðri. Hann tók hann upp, þefaði af honum, lét hann síðan falla. Síðan færði hann sig að kommóðunni og hélt áfram rannsókninni. Á kommóðunni var ekkert óvenjulegt að sjá. Leynilögreglumaður birtist i dyrunum og sagði: „Þau eru öll samankomin í fordyrinu, herra. Læknirinn kveðst þurfa að flýta sér.“ „Nokkur skýrsla komin frá líkskoðar£mum?“ spurði Jörgenson. Leynilögreglumaðurinn hristi höfuðið: „Nei, ekki ennþá.“ „Við skulum bíða átekta þangað til skýrslan er komin. Við getum ekki verið viss um að hér sé um morð að ræða. Við höfum ekkert fyrir okkur nema ágizkun læknisins.“ Ég lagði ekkert til málanna en mér virtist allt benda til þess að morð hefði verið framið. Willard Hayes hafði verið vellauðugur. Tveimur mánuð- um áður hafði hann fengið hjartaslag og sam- stundis höfðu bræður hans tveir og systir hans flýtt sér að beði hans. Síðan höfðu þau beðið full eftirvæntingar eftir dauða hans, að því er virtist og væntu þess að landareignum hans yrði skipt á milli þeirra. En Hayes virtist vera að skjóta þeim ref fyrir rass, eftir þvi sem læknirinn staðhæfði, því hann tók skjótum bata. 1 gærkveldi hafði hann leikið á als oddi og var orðinn hinn hress- asti þegar læknirinn vitjaði hans. En í morgun fannst hann dauður í rúmi sínu. Lækninn grun- aði að dauða hans hefði borið að höndum með annarlegu móti og kallaði strax á lögregluna. Jörgenson hélt áfram að rannsaka herbergið. Hann rótaði í skjalabunka á hjólaborði sem Haeys hafði notað fyrir skrifborð. Hann gægðist undir koddann í rúminu. Hann starði á sígarettu- stubba í öskubakka sem vax- komið fyrir á smá- borði nálægt hægindastól. Ég hafði tekið eftir þessum stubbum. Á öðrum þeirra var varalitur en enginn á hinum. „Við skulum fara upp og tala við ættingjana," sagði Jöregenson skyndilega, „ef likskoðarinn lýsir því yfir að um náttúrlegan dauðdaga sé að ræða, þá skulum við biðja afsökunar og hypja okkur í burtu. „Þú verður að hafa hægt um þig meðan þú ert ekki viss í þinni sök,“ sagði ég. „Ég hef alltaf hægt um mig meðan ég er ekki viss,“ svaraði hann. Við fórum niður í fordyrið. Þar biðu þrír þjónar, frændfólk hins látna og læknirinn. Það rikti óþreyja og spenna í loftinu og allra augum var beint að okkur þegar við komum inn. Nokkr- ir slengdu að okkur spurningum þegar í stað. Læknirinn þurfti að komast í burtu til að vitja sjúklinga sinna. Systir Willard Hayes sagði að við værum mestu ruddar og hrottar og hótaði að kæra okkur. Annar bróðirinn kallaði okkur gestapóforingja. Jörgenson brosti til allra. Hann hafði einkar geðfellt og heillandi bros sem gersamlega afvopn- aði fólk. Hann samsinnti því að þetta væri við- kvæmt og leiðinlegt mál og hét því að rannsókn- inni mundi brátt lokið. Svo hóf hann að spyrja. Á ótrúlega stuttum tíma tókst honum að leiða eftir- farandi 1 ljós. 1 fyrsta lagi að læknirinn hefði vitjað Hayes kvöldið áður og farið frá honum eftir skamma stund. 1 öðru lagi að enginn þjón- anna hefði komið inn til hans eftir klukkan fimm. 1 þriðja lagi að systkini Hayes hefðu litið inn til hans skömmu eftir að læknirinn kvaddi og þau hefðu boðið honum góða nótt. Hann hafði þá verið niðursokkinn í lestur og virtist ekki vilja láta trufla sig. 1 fjórða lagi að systirin, Bertha Edmunds, hefði litið inn til bróður síns klukkan tíu. Hann hefði þá virst sofa og hún hafði ekki vakið hann. 1 fimmta lagi að Carolina Hayes, eiginkona Johns, hafði ekki komið nálægt herbergi mágs síns síðan snemma eftirmiðdags daginn áður. En vitaskuld gat svo verið að eltt- hvað af þessum staðreyndum væru alls ekki staðreyndir. Þegar hér var komið rannsókninni var Jörgen- son kallaður í símann. Þegar hann kom aftur, var hann hörkulegur á svip. Hann sagði okkur frá skýrslu líkskoðarans. Willard Hayes hafði andazt af of stói’um morfínskammti. Ógnþrungin þögn fylgdi orðum hans og enginn hreyfði legg né lið. En skyndilega benti Jörgen- son á lækninn og gaf lögregluþjónunum tveim skipun um að handtaka hann. „Þarna er morðinginn, takið hann fastan og færið hann á lögreglustöðina.“ Hann gaf engan gaum að mótmælum læknis- ins. EGAR læknirinn hafði verið fluttur á brott, upplýstu þeir John og Edward Hayes að bróðir þeirra hefði verið með hálfgildings óráði þegar þeir hefðu litið inn í gærkveldi til að bjóða honum góða nótt. Og Bertha Edmonds sagði svo frá að hann hefði fullt eins vel getað verið dauður eins og sofandi þegar hún hefði litið inn til hans. Það var slaknað á spennunni sem hafði ríkt meðal þeirra nokkru áður. Sérstak- lega hafði viðhorfið gagnvart Jörgenson breytst, Framh. á bls. 11 VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.