Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 7
Þegar empirelínan er örlítiö endurbætt, sjáum við strax, að hún býr yfir tign og fegurð. Hver einasta tízkuverzlun, sem nokkurs má sín, hefur nú hallast á þá skoðun, að stuttar línur sé hentugastar í fatagerð, enda er tískan þannig í dag. Hliðarsvipur klæða empirelínunnar er fallegur. Við sjáum, ef viö aðgætum nánar, aö klæðið pokar lítillega út i mittið, án þess að mittislínan hverfi. Línan getur vel notið sín, þótt notað sé belti. Ermar á klæðum epirelínunnar eru látnar víkka út eftir því sem ofar dregur. Trapizlínan, sem mikið hefur verið notuð í vorkjólum, hefur nú orðið að víkja til hliðar fyrir hinu slétta pilsi, sem nú er svo mjög í tízku. Á hinn bóginn eru frjálslegri hugmyndir i sambandi við saum hanastéls- og kvöld- J-jóla, þar sem empirelínan er í hávegum höfð. 1 slíkum kjólasaumi er mikið gert af því, að hafa bönd og snúrur til þess að gera flíkina skrautlegri. Hanzkar eru nú alveg nauðsynleg eign, þar eð þeir eru notað- ir með hverri flík, við sérhvert tækifæri af tízkukonum erlendis. Einnig eru skór nú oft hafðir listskrðugri en áður. Þar rikja aðallega bláir og brúnir litir, en einnig er gert nokkuð af því, að bronsa skó. Þessi notalegi miðdegiskjóll, sem er svartur að lit, er ein af hugmyndum Diors. Efri hluti hans er gerður eins og stuttur ,,bolero,“ sem lokast á bakinu. Ermarnar eru breiðar og kringdar, en þær eru afar þægilegar. Beltið er úr sama efni og kjóllinn. Neðri hlutinn er hafður nokkuð víður, og helzt þannig með hjálp stífaðs undirkjóls. Hermés á hugmyndina að þessari apa- skinnskápu, en hún er einkum notuð á vorinu. Þessi bráðfallega, dökkbrúna !cápa er með svokölluðum sjalkraga sem hlaðinn er nokkrum málmspennum til fegurðarauka. Kápan er, eins og sjá má, mjög slétt og látlaus. Ermarnar eru hafðar í styttra lagi, en háir hanzk- ar notaðir við hana. Tignarlegur VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.