Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 9
Á S T I R svo er nú það. Og þeir láta biða óhæfilega lengi eftir sér. —- Þú veizt, að það er vont veður í kvöld. Léon de Tarneilhan tók af sér hanzkana og nuddaði saman höndunum. Þegar hann gekk fram hjá speglinum sást, hve líkur hann var systur sinni. — Hvað ertu að gera við þessar gömlu buxur mínar ? — Ég er að búa til sessu, ef þér er sama. — Það þýðir ekkert að tala um það. Þú ert hvort sem er búin að spretta þeim öllum upp. Julie horfði á hann grunsemdaraugum. Þau kveiktu á vindlingum sínum með sömu eldspýt- unni. — Er þér sama þótt ég yfirgefi þig? sagði hún. — Ég ætla að fara í bíó. — Eg er hræddur um, að ég hafi komið á óheppilegum tíma, sagði Carneilhan. Hún svar- aði engu, en lét sér nægja að yppta öxlum. Þá sneri hann sér að systur sinni. Þau voru bæði einkennileg á svipinn. — Maðurinn þinn er mjög veikur. — Ekki vil ég nú segja það sagði Julie i senn háðslega og með viðbjóði. — Veslings Becker gamli. — Nei, ekki Becker. Hinn, Espivant. Stundarkorn var hún hreyfingarlaus með hálf- opnar varirnar. — Hvað áttu við? Espivant? spurði hún og málrómurinn var hikandi. Hann var á fótum i gær og var að ræða um fyrirspurn, sem hann ætlaði að bera fram í ráðuneytinu. Ég frétti það hjá einum barmanninum í Maxinsbar. Hvað er að honum? — Hann datt allt i einu, beint á andlitið, og það varð að flytja hann heim. — En hvað um konu hans? Hvað segir hún um þetta? — Það veit enginn. Þetta skeði um klukkan þrjú i dag. — Hún er sennilega að greiða hár sitt með annarri hendinni og telja perlurnar sínar með hinni. Þau hlógu bæði og héldu siðan áfram að reykja þegjandi. Julie blés reyknum út í gegn- um þröngar nasirnar. — Heldurðu að hann deyi? Léon strauk hnén með höndunum. — Hvern- ig ætti ég að vita það? Þú gætir alveg eins spurt mig, hver ætti að erfa peningana, sen) hann fékk, þegar hann kvæntist Marianne. — Það var víst eina leiðin til að fá hann til að kvænast henni, sagði Julie og glotti. — Þú getur hlegið, væna mín. En hugsaðu um peninga Marianne’s og útlit hennar. Það væri hægt að freista Herberts með minna. — Væri hægt? Það var hægt, sagði Julie. — Þú ert of hæversk. Hún sperrti brýrnar og varð yfirlætisleg á svipinn. — Eg á við Galatée des Coaches og Beatrix, fíflið að tarna. Léon velti vöngum með svip þess manns, sem hefur mikla lífsreynslu. Hann var ljóshærður maður, sem hafði haft heppnina með sér í kvenna- málum. — Béatrix er ekki svo slæm. Alls ekki svo slæm. þig að einhverju, einhverjum dýrmætum hlut, þegar hann deyr! Julie varð dálitið barnaleg á svipinn. — Nei? Heldurðu í raun og veru, að hann muni deyja? — Auðvitað ekki! Ég átti einungis við það, að ef svo kynni að fara? Julie var hætt að hlusta. Hún var að athuga innbú sitt í huganum, skipta um húsgögn og liti á herbergjum. Hún áleit samt vissara að fara varlega i sakirnar. — Heyrðu, væni minn. Eg er að fara út, þar eð hinir ungu vinir mínir hafa ekki birzt enn þá. Ég er að fara í bíó. — Heldurðu, að þú ættir nú að vera að þvi samt? Préttin um veikindi Herberts eru þegar í síðdegisútgáfum blaðanna í dag. Lœknar hafa ekki enn þá látið i Ijós álit sitt á hinuni skyndi- lega sjúkdómi greifans af d’Espivant, þingmanns liœgri flokksins, en hann veiktist klukkan fimm í dag ..." — Hvað um það? Er ætlast til þess að ég klæðist sorgarbúningi vegna manns, sem var mér ótrúr fyrir átta árum og hefur verið kvæntur þremur konum síðan? — Það skiptir engu. Þú ert sú eiginkonan, sem fólkið tala um. Þú getur verið sannfærð um að í kvöld eru allir búnir að gleyma Marianne, en spyrja einungis um það, hvernig Julie de Carneilhan muni taka þessum tíðindum. — Heldurðu þetta virkilega? Má vera að þú hafir á réttu að standa. Hún var hrifin af þessari hugmynd, brosti og strauk aftur litla, fallega lokkinn, sem hálf- huldi annað eyrað. En þegar hún heyrði manna- mál í stiganum og háan hlátur varð hún utan við sig og roðnaði. — Heyrirðu þetta? Þeir áttu að koma klukk- an stundarfjórðung yfir átta. En nú er hún að verða níu og þeir eru að toma upp stigann. Er fólk ekki hræðilegt nú á dögum. — Hverjir eru þetta ? Julie yppti öxlum. — O, það er ekkert merkisfólk. Bara vinir mínii'. — A likum aldri og við? Hún horfði lengi á hann ögrandi augnaráði. — Hvernig geturðu búist við því, vinur minn? — Jæja, í hamingjubænum rektu þá burt i þetta sinn. Hún roðnaði og það komu tár í augu henni. — Nei, nei! Það ,geri ég ekki. Hvers vegna ætti ég að vera alein í kvöld, þegar allir aðrir eru úti að skemmta sér. Það er ágæt mynd i Marboeuf og hún er sýnd í síðasta sinn í kvöld. Hún mótmælti, eins og hún væri í einhverri hættu stödd. En bróðir hennar var þolinmóður. Hann var vanur að fást við erfiðleika. — Hlustaðu á mig. Hagaðu þér ekki eins og hálfbjáni. Það er aðeins um kvöldið í kvöld að ræða. Og hver veit nema Herbert. — Mér er alveg sama um Herbert. Ég veit WELLIT-plata 1 cm á þykkt einangrar jafnt og: — Veiztu það, að mér þykir þetta allt heldur leiðinlegt, sagði Julie stuttaralega. Hún setti upp hanzkana og lagaði hattinn sinn. Hún gaf gestinum greinilega í skyn, að hún vildi, að hann færi. — Segðu mér eitt Julie, sagði Léon hugsandi. — Hefur Herbert verið vingjarnlegur við þig síðustu mánuðina? — Vingjarnlegur ? Já, eins og við allar aðrar konur, sem hann skilur við. Hann er alltaf ein- um of seinn í ástúð sinni. — Þá hefur hann verið betri við þig en hinar. Borgaði hann skuldir þínar, þegar hann kvænt- ist aftur? — Hvaða vitleysa. Ég átti aðeins tuttugu og tveggja þúsund franka virði. Það er ekki hægt að skulda út á það nú orðið. Það er allt stað- greitt nú á dögum. — En gerum nú ráð fyrir að hann arfleiði 1.2 cm asfalteraður korkur 2.7 — tréullarplata 5.4 — gjall-ull 5.5 — tré 24 — tígulsteinn 30 — steinsteypa ekki hvað það kemur mér við, þótt hann fái kvef! Ég banna þér að minnast á það, svo að vinir mínir heyri. — Ég þori að veðja, að þeir vita þegar um það. Þarna hringir bjallan. Á ég að hleypa þeim inn? — Nei, nei. Ég fer. Hún hljóp til dyra, eins og lítil telpa. Léon de Carneilhan heyrði systur. sína segja: — Jæja, þá eruð þið komin, aðeins klukku- tíma á eftir áætlun. Komið inn. Við getum ekki ræðzt við hér úti. TVær konur og ungur maður komu inn. — Þetta er bróðir minn, greifinn af Carneilhan. Þetta eru frú Encelade, ungfrú Lucie Albert og herra Vatard. Ungfrú Lucie Albert virtist vera feimnust af þeim þremur. Hún var mjög stóreyg. — Við ætluðum ekki að koma! Ég sagði, að við ættum að hringja . . . Við lásum i blöðunum, að . . . að greifinn væri veikur . . . Framhald á bls. 18. Hið nýja einangrunarefni WELLIT WELLIT þolir raka og fúnar ekki WELLIT plötur eru mjög léttar og veldar í meðferð. WELLIT einangrunarplötur kosta aðeins: 5 cm. þykkt: Kr. 46.85 fermeter Bsrgðir fyrirliggjandi MARZ TRADING CO. Klapparstíg 20 — Sími 17373 CZECHOSLOVAK CERAMICS Prag, Tékkóslóvakíu. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.