Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 20
Þegar Gilles leit við, sá hann, að Babin horfði á þá af mikilli athygli. Og hann var þannig á svipinn, að sýnilegt var, að hann vissi upp á hár um hvað þeir voru að tala. Gilles langaði til að fara aftur til Jaja, heim í litla fátæklega herberg- ið sitt en þess var enginn kostur. — Farangur þinn var þar. Ég hef sent eftir honum. Það voru myndir á veggjunum af þýðingarmiklum persónum. Ein virt- ist vera af fótgönguliðsmanni með byssu í hendi. Þessi náungi virtist stara á Gilles, hvar sem hann var í salnum. Það var fremur ónotalegt. — Fáið yður svolítið meira af þessu gamla koniaki. Yður mun líða vel af því. Á morgun . . . Hann var hræddur við að sofa í þessu húsi. Og hann var svo hugfang- inn af aiiir þessari gestrisni, að hann svalg stórum koníakið. Eftir það fór allt að hringsnúast fyrir augunum á honum og honum var ljóst að nú gat allt skeð. Hann hafði ekki einu sinni tóm til að kom- ast út úr salnum. Hann seldi upp koníakinu á dýrmæta, persneska gólf- ábreiðu. Því næst fór hann að gráta. — Þú hefðir ekki átt að láta hann drekka svona mikið, Plantel, sagði Gérardine. — Veslings pilturinn. — Tái'in runnu niður kinnar hans. Einhver hélt um herðar hans. — Patrice! . . . — Svo að hann hét þá Patriee, fitukeppurinn með breiða andlitið, sem var bryti á þessum stað. — Patrice! . . . Vísaði herra Mouvoisin á herbergið hans. Má ég koma inn? Gilles var risinn úr rekkju og búinn að klæða sig. Kollurinn á honum var gersamlega tómur. Það var Jean Plandel, sem var kominn til að sýna honum borgina. Hann varð alveg undrandi, þegar hann sá, hvað Gilles var rólegur að sjá. Hefur yður liðið vel í nótt? Hvers vegna hringduð þér ekki og báðuð um árbít? — Ég er ekki svangur. — Faðir minn bað mig að afsaka fyrir sína hönd. Hann varð að fara á skrifstofuna. Eg hef spurzt fyrir, og þótt það sé allraheilagramessa eru ein eða tvær búðir opnar. Það verður þvi ekki mikið að sjá í dag. En seinna förum við til Bordaux eða Parísar til að kaupa þér almennileg föt. Frænka yður á von á okkur báð- um til hádegisverðar, þar munið þér vei'ða kynntur frændum yðar. — En hvað um hina frænkuna? -— Hvaða frænku? —Þessa, sem ég á að búa hjá? — Ó, Colette? Þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af henni. Þér munið sjaldan sjá hana og það er yður fyrir beztu. Hún er ekkja Octave frænda. Ég skal segja yður allt um hana einhverntíma seinna. Árum saman voru þau raunveru- lega skilin að skiptum. Að vísu bjuggu þau undir sama þaki, en þau töluðu aldrei saman. Það er skrýtin sambúð. En hún verður að búa þarna og lifa á tekjum sinum, nema hún verði svipt þeim. ■— Hvað er að heyra ? . . . Hélt hún fram hjá honum? — Obbolítið, hreytti Jean út úr sér. — Eruð þér tilbúinn að koma út? Við þurfum ekki bíl. Viðburðir þessa dags höfðu minni áhrif á Gilles, en viðburðir kvöldsins áður. En eins atburðar minntist hann þó. Hann var, ásamt Jean Plantel, staddur í lítilli knæpu við lítið torg, sem heitir Palce de la Caille. öðrum megin við torgið var úrsmíðabúð, en hinum megin lyfjabúð. Hin síðar- nefnda var lokuð. Það var klæðaverzlun, sem þeir voru staddir í og þar voru seld til- búin ensk föt og úrvalið var lítið. Jean Plantel valdi fötin eftir sínum geðþótta. Og af því þeir gátu ekki fengið neinn svartan frakka, sagði hann: — Það er eigin nauðsyn, að þér séuð í sorgarbúningi. Þegar alls er gætt, veit enginn hér . . . Þessi gi'ái bérna mun fara yður vel. Og hérna er hattur, sem mun líka fara yður vel. Gilles var það ljóst sjálfum, að hann var bæði kjánalegur og klaufa- legur i framkomu. Hann var fölur í andliti, augnalokin rauð og nefið líka, því að hann var ekki laus við kvefið enn þá. Hann sá sjálfan sig í dökkum spegli. Hann var hár og grann í hólk- viðum frakka og það var eins og hann týndist i frakkanum. 1 sama bili leit hann upp. 1 glugga á fyrstu hæð í húsinu andspænis voru tvær hlægjandi stúlkur. Þetta var sýnilega skrifstofugluggi og á gluggann var letrað nafnið Oublex. Gilles varð undrandi. Því að hann þekkti aðra stúlkuna. Það var sú, sem hann hafði séð á bryggjunni, þegar hann steig á land. — Hann verður að fá gráar flúnels- buxur. Þær munu duga honum, þang- að til hann fær klæðskerasaumuð föt. Svo verður hann að fá nokkrar skyrtur, náttföt, bindi og hanzka. — Ég skal sýna yður allt, sem við höfum, herra Plantel. Og Gilles skipti alveg um föt í bún- ingsherberginu bak við búðina. Hann hreyfði engum mótmælum. Hann lét þau fara sínu fram, eins og honum kæmi þetta ekki við. En hann gat ekki gleymt. Hann mundi aldrei geta gleymt neinu. Jean Plantel varð svo undrandi á auð- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.