Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 21
KYJVLEGUR sveipni hans og þægð, að hann sagði við sjálfan sig: — Þetta er það þrekminnsta fífl, sem ég hef nokkru sinni komizt í kynni við. Gerardine frænka hafði ætlað sér að fram- reið iburðarmikla máltíð. Hann fór í gegnum búðina og geðjaðist vel að þeim þef, sem þar var, einkum tjörulyktinni. Hann heyrði kvenmann segja í vindustiganum: — Flýttu þér Lovise. Hann er að komá. Frænka hans brosti stöðugt svo að glytti í tennurnar. Hún kallaði hann „blessaðan drenginn sinn.“ — Þú færð að kynnast frændfólki þínu. En hvað það er leiðinlegt, að Bob skuli vera í París. Eg er sannfærð um að ykkur kemur vel saman. Þetta hús var ekki nærri því eins skrautlegt og húsið, sem hann hafði verið í kvöldið áður. Það var dimmra inni, þrengra og borgaralegra. Það var stór slagharpa í borðstofunni. Frænkurnar tvær voru í sínum bezta skrúða. Önnur var í bláum kjól, hin í bleikum. — Nei, þakka þér fyrir, Gérardine frænka. Eg vil ekki vín. — Ó, þú mátt ekki setja það fyrir þig, sem skeði í gær. Það var bara eðlilegt eftir allt, sem fyrir þig hefur komið . . . Hann hafnaði humamum. Hann svaraði öllum spurningum kurteislega og sagði ekki annað en það, sem nauðsynlegt var. Hins vegar bar hann fram spurninguna, sem kom öllum á óvart. — Hvenær fæ ég að sjá Colette frænku? — Eg vona, að þú farir ekki til hennar, sagði Gérardine frænka eftir stundarþögn. — Heyndar ertu nauðbeygður til þess, samkvæmt erfða- skránni, fyrst þú átt að búa undir sama þaki og hún. En þú þarft ekki nema rétt að heilsa upp á hana. Þetta er skopleg erfðaskrá! — Er hún á líkum aldri og frændi minn var? — Hún var tuttugu og fimm árum yngri. Þeg- ar hann kvæntist henni, vísaði hún til sætis í kvikmyndahúsi, sem hét Olympia. Um það bil, sem þeir komu aftur til Réaumur- götu, hafði Jean Plantel endurskoðað mat sitt á Gilles. — Þegar betur er að gáð, sagði hann við föður sinn. — Þá er þessi piltur ekki allur þar sem hann er séður. Ég hef gefið honum gætur í all- an dag og ég veit, að ég hef á réttu að standa. Við skulum fara varlega og gæta okkar. Fundurinn hófst klukkan tiu morguninn eftir. Þrátt fyrir lordagigtina, sat Hervineau í for- sæti. Við hlið hans sat skrifarinn og það lagði af honum óþef. Raoul Babin var þarna og með gilda gullkeðju þvert yfir magann og vindil í munninum, eins og venjulega. Gérardine Eloi hafði búið sig, eins og hátíð væri í vændum, en Plantel reyndi með öllu móti að láta henni skiljast, að Gilles væri undir sinni vernd. Einn maður var þarna enn, öldungaráðsmaður, stór og ruddalegur náungi, sem þeir kölluðu herra ráðherrann af því að hann hafði um stundarsakir gegnt ráðherrastörfum meðan stjórnarskipti fóru fram. Hann hét Penoux Rataind. — Herrar mínir .. . Nú held ég áfram að lesa erfðaskrána. Gerði hann þetta viljandi. Hann las svo illa og hratt og hnaut oft um orðin, að engin leið var að skilja hann. Þegar hann hafði lokið lestr- inum mælti hann fáein orð til skýringar. — 1 stuttu máli sagt, herra Gilles Mauvoisin erfir allar eignir hins látna, i lausu og föstu, naglfastar og múrfastar, með vissum skilyrðum. Hann á að búa í húsi hins látna við Quai des Ursulines og verður að veita ekkjunni Colette Mauvoisin húsnæði og fæði, ef hún vill búa þar, og auk þess verður hann að greiða henni tólf þúsund franka árlega. Þangað til herra Gilles Mauvosisin verður myndugur, verða herra Plantel og frú Eloi fjárhaldsmenn hans. — Það eru líka fáein fleiri atriði í sambandi við erfðaskrána, sem hægt er að ræða seinna. Það var fremur dimmt í skrifstofu málaflutn- ingsmannsins. Skrifstofan var á jarðhæðinni og það var grænt gler í gluggunum. — Ég ætla nú, i viðurvist yðar herra ráðherra, að rétta herra Gilles Mauvoisin hinn innsiglaða böggul, sem hann á að opna í viðurvist yðar. Hér er hann. Ur skrifborðsskúffu sinni tók hann ofurlítinn stokk, sem var innsiglaður með rauðu vaxi. — 1 þessum stokk er lykillinn að einkapen- ingaskáp herra Octaves Mauvoisins, sem hann hafði múrað inn í vegg i svefnherbergi sínu. En hvernig sem á því stendur, hefur hann ekki skilið eftir lykilinn að talnatenglinum, svo að ekki er hægt að opna skápinn. Með öðrum orð- um: Skápurinn verður lokaður, þangað til herra Gilles Mauvoisin, á einn eða annan hátt, finnur lausnina. Og ákvæði erfðaskrárinnar um þetta atriði taka af öll tvímæli. Það má ekki undir neinum kringumstæðum brjóta skápinn upp. Að lokum þetta: Aukalykill er geymdur í ör- yggishólfi í Frakklandsbanka... Og nú verð ég að biðja yður að skrifa undir og síðdegis í dag gengur erfðaskráin í gildi. Þegar Gilles kom út á gangstéttina aftur, var markaðsdagur og allt var á iði á Gargoulleau. Hann var með lítinn lykil í vasanum, sem sýni- lega yrði honum aldrei að notum. — Oldour þætti vænt um, herra ráðherra, ef þér vilduð doka við og snæða með okkur há- degisverð, og þér líka, Gerardine. Það var eins og hann væri <ið ganga heim frá jarðarför. Babin hafði afsakað sig og farið. Hinn luralegi öldungaráðsmaður með vatnsbláu glyrn- urnar var ekki sérlega skrafhreyfinn, en hann snéri sér að Gilles og sagði: — Eg verð að óska yður til hamingju ungi maður... ég vona, að þér séuð verður þess trausts, sem frændi yðar hefur sýnt yður, en hann var vinur okkar alla. Þeir urðu dálítið forviða á þessum unga manni, sem horfði á þá alla, en þeir gátu ekki lesið hugsanir hans. Hann var fölur og þjáðist enn þá af kvefinu. Og hvernig áttu þeir að geta gizkað á hugsanir hans ? Því í sannleika sagt var hann að hugsa um stúlkuna, sem hann hafði séð á bryggjunni i faðmlögum við manninn i ljósa- skiptunum. Nú vissi hann, hvar hún vann. Aðeins hún og vinur hans höfðu gert gys að honum í gráa frakkanum með hattinn. III. 1 rökkrinu um kvöldið gekk hann við hliðina á Gérardine frænku, sem var eins óróleg og hún væri að fylgja litlum syni sínum í skóla í fyrsta sinn. Hún hafði nöldrað allt kvöldið. Hún hafði sent dætur sínar og tvo þjóna til hússins á Quai des Ursulines og hringt til þeirra á fimm mín- útna fresti og rifist út af einhverju smáræði, sem henni hafði dottið í hug. Vikurplöturnar og Vikurholsteinarnir frá okfcur eru steyptir úr Vikurmöl úr Snæfellsjökli mal- aðri í ákveðna kornastærð. Vikurplötur í einangrun og í milliveggi er ódýr- asta og bezta lausnin. Hlaðið bílskúrinn, íbúðarhúsið og útihúsið úr Vikurholsteinum frá okkur. Notið aðeins það bezt í bygginguna. Vikurplöturnar eru óforgengilegar — ehltranstar — hafa naglhahl sem tré — auðveldar í upp- setningu og kosta aðeins kr. 34.00 fermetrinn (4 plötur) af 5 cm — 46.00 ferm. af 7 cm og 58.40 ferm. af 10 cm þykkt. Notið Vikurmöl til einangrunar í gólf og loft (kr. 25.00 tunnan) — Vikursand til límingar og í pússningu (kr. 21.00 tunnan) — 1. fl. pússningasandur keyrður heim kr. 18.00 turrn- an. Sendum á þeim tima sem þér tiltakið. Sendmn gegn póstkröfu um allt land. Vikur frá okkur er lausnin. VIKURFÉLAGID inutn Framhaldssaga eftir G. Simenon Sími 10600 — fSringöraut 121 VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.