Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 27
18/5 Veður er í dag milt og gott, þó hefir sólar ekki notið við í dag svo teljandi sé. Hér kom í dag mcrgt manna i heimsókn, og hafa gestir ekki verið fleiri hér síðan ég kom til þessa hælis. Matur var í dag hið hroða- legasta beljukjöt sem ég hefi nokkurn tíma bragðað. Það var mér þó nokkur raunabót að vegna þess að ég var í seinna lagi til matarins, lenti ég i því að snæða með tveim þýzkum stúlkum og var önnur þeirra gullfalleg, mjög dökk yfirlitum, augun fjörleg og fas hennar allt mjög glæst. Ég lét í dag skera hár mitt, og er nú „burstaklippt- ur“ í bandarískum anda. Mér bárust af tilviljun þær gleðifréttir að mál mitt væri mjög í athugun í ráðuneytinu, og unnið að málum mínum af hinu mesta kappi. Þetta eitt gefur mér aukinn þrótt og þá innri gleði sem samfara er þvi að vita sig enn eiga vini, fólk sem drengilega reynist þá er mest á ríður. 19/5 Veður er í dag milt, og gekk á með skúraleiðingum, og kom það sér einkar vel, þar sem undan- farnar vikur hafa verið sólríkir þurrka- dagar. Ég vann í dag við að snyrta lóð- ina í kringum fangelsið, og féll vel að sinna slíkum vorstörfum. Menn pískra hér mjög um að brátt muni losna veru- legur hiuti fanga þeirra er liér dvelja nú og veit ég ekki um sannleiksgildi þess, veit ekki einu sinni um minn eigin liag, enda þótt ég voni ávalt hið bezta. Ég hefi eldíi fundið til leiðinda í dag, svo teljandi sé. Hinsvegar er vistin hér langt frá því að geta talist ánægjuleg, enda geta menn tæpast vænst þess á þessum stað. 20/5 Fékk í dag botnlangakast, þó ekki svo slæmt að ég yrði sendur suður. Dagur þessi leið að mestu tíðindalaust, og hefi ég fátt eður ekkert um hann að segja. 21/5 Var í dag lokaður inni vegna veikinda og svaf megin hluta dagsins. 22/5 Vaknaði snemma morguns hress í bragði, snæddi ár- bít og fór síðan út að vinna. Þannig leið þossi dagur án nokkurra teljandi tíðinda. Veður var fremur leiðinlegt, hvasst og mjög kalt. Hingað komu í kvöld hinir ágætustu gestir, þ. e. Á. E. og annar maður einnig úr söfnuði Fíla- delfíu. Þeir komu hér sérstaklega í heim- sókn til mín og annars fanga. Heimsókn þessara manna vakti með mér mikla gleði og sannaði mér það að bænir mínar eru heyrðar. Ég mun seint fá fullþakkað Á. þá fórnfýsi sem hann hefur sýnt mér með því að veita mér liðsinni sitt. Menn þessir höfðu hér með okkur tveim stutta en ánægjulega bænastund. 23/5 Veður er í dag mjög fagurt, og virðist nú sem aftur sé að bregða til suðlægrar áttar, ef marka má hinn mikla hita er var í dag. Ég vann í dag við að setja niður kartöflur og þótti mér það starf einkar leiðinlegt. Það er nú um það bil hálfur mánuður síðan ég hefi frétt frá mínu fólki. Ekki hefi ég heldur frétt neitt um losun, enda þótt mér hafi verið gefnar vonir um að losna héðan mjög brátt, eða jafn- vel eftir fáa daga eins og það var í upphafi orðað. Sennilega hafa komið fram einhverjir örðugleikar í sambandi við þessa losun mína og tjáir því ekki að hugsa um það að sinni. Mjög þykir mér og leitt að hafa ekkert frétt af J . ., vona samt að hana muni ég hitta áður yfir líkur, og á ég í augnablik- inu ekki aðra ósli heitari. 24/5 1 dag fékk ég sendingu að heiman sem innihélt mjög góða skó svo og sigarettur. Einnig barst mér í dag bréf frá pabba, hann segir mér þar að í athugun sé að útvega mér atvinnu, m. a. hjá dagblaðinu X. Mér finnst ao sjálfsögðu vænt um það eitt, en hinsvegar er ég hræddur um að ég geti ekki sinnt störfum blaðamanns að svo stöddu. Og álít ég því að heppilegra s5 r.ö cg fengi einhvern annan starfa. Vi i unnum hér í dag fram til hádegis við að setja niður kartöflur, og er því starfi nú brátt lokið. Mér líður mjög bærilega, en þó kysi ég að fá vitneskju um dvöl mína hér á þessum stað, því núverandi ástand að vita ekkert um sinn hag er mjög slæmt vegna andlegs jafnvægis. Eg hugsa enn títt um J.., en því miður virðast allar vonir mínar sem við hana eru tengdar sem kulnuð aska, vonir og þrár er aldrei munu ná að rætast. 25/5 1 dag er Hvítasunnudagur, veður er mjög gott, hæg sunnan gola og hiti í lofti enda þótt ekki njóti sólar við. Eg klæddist í fyrsta skipti hér innan fangelsisins sparifötum minum, fannst að vel færi á því þar sem um stórhátíð var að ræða. 1 dag var fremur lítið um heimsóknir, en þó bar svo við að til mín komu þrír ungir piltar. Mér þótti mjög vænt um að hitta þessa pilta og þó sérstaklega þann hug sem þeir sýndu með þessu, þ. e. að þeim mun fremur hlýtt til mín, en hitt. I-Iér kom í dag hópur manna úr söfnuði Filadelfíu, þeir sungu hér og prédikuðu. Sérstaklega fannst mér mik- ið koma til söngs þeirra og minnist ég ekki ánægjulegri stundar nú um lang- an tíma. Þarna voru og menn sem vitn- uðu um frelsun sína, hvernig þeir fengu höndlað hina einu og sönnu hamingju lífsins, þ. e. að fá að lifa í samfélagi við Jesúm Krist, lifa í anda hans og boða öðrum hinn dásamlega boðskap. Það var sannarlega gleði í svip allra þessara manna, er þeir stóðu hér frammi fyrir okkur föngunum og sögðu okkur frá sínu fyrra liferni, hinu innantóma lífi heimsins og syndarinnar. Svo og um samfélagið við Jesú og þá náð og bless- un sem þvi er samfara. Það er sann- arlega gæfa hverjum þeim er á þenn- an hátt fær notið lífsins, í sátt og sam- lyndi við alla með hreina samvizku fyrir Guði og mönnum. Eg er nú þessa dagana mjög að velta fyrir mér eilífð- armálunum, ég bið til Jesú bæði kvölds og morgna, ég óska eftir því að njóta heilbrigos lífs, sem er mér og öðrum til gagns og ánægju. Ég hygg að mér veitist þetta auðveldast með því að lifa i sem nánustum tengslum við kristin- dóminn, einkum þegar þess er gætt að ég hef til þessa verið stefnulaust rekald, sem hefir glatað sinni eiginlegu mynd í myrkri hins spillta samfélags. 26/5 Dagur þessi var öðrum fremur leiðinlegur fyrir mig. Margir fangar fengu heimsóknir og fréttir af málum sínum. Ég er sífellt að vonast eftir einhverju ákveðnu í sambandi við mál mitt. Því mér finnst mjög slæmt að vera ávallt að vonast eftir því að losna, án þess þó að vita neitt ákveðið. 1 dag kom til min yngsti fanginn hér J . . V .. átján ára piltur mjög góð sál að því ég bezt fæ séð. Hann hefir eins og svo margir aðrir hrasað illa, en hefir þó fullan vilja til þess að bæta ráð sitt. Hann ræddi við mig um trúmál, m. a. hvort við gætum ekki komið hér saman reglulega og lesið Guðs orð, og öðlast þannig meiri styrk í viðleitni okkar til bættra lifnaðarhátta. Ekkert var endanlega ákveðið um þetta. Ég vona að ég geti orðið þessum pilti að einhverju liði, því mér finnst sem hann þarfnist mjög félagsskapar er gæti leitt hann inn á betri brautir. Enda þótt segja megi að þetta sé einkenni- leg afstaða hjá mér, afbrotamanni, að ætla mér að hjálpa öðrum slíkum. En það sem veldur er að ég er eldri og reyndari og ætti þvi með góðum ásetn- ingi að geta orðið þarna að liði. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.