Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 2
Málverkaeftirprentanir
HELGAFELLS
Guðmundur Thorsteinsson, „Muggur“:
Sjöundi dagur í Paradís
munu gerbreyta íslenzkum heimilum á næstu
árum, móta æskuna og fegra líf hennar.
Prentuð verða mörg fegurstu málverk þjóðar-
innar. — Þegar eru til myndir eftir Asgrím:
Hjaltastaðabláin, Blóm; Jón Stefánsson: Stóð-
hestar, Sumarnótt og Dagrenning við Horn-
bjarg; Kjarval: Þingvellir, íslands lag, Það er
gaman að lifa; Þorvald Skúlason: Afstraktmál-
verk, Telpur í boltaleik; Engilberts: Vífilsfell;
Svavar: Leysing; Þórarinn Þorláksson: Hekla;
Muggur: Sjöundi dagur í Paradís; Kristján
Davíðsson: Áning; Scheving: Gamla búðin og
Matarhlé; Ásgerður Búadóttir: Kona með fugl.
Sendum hvert á land sem er og hvert í heim-
inum sem er. Tökum ábyrgð á að koma send-
ingum óskemmdum til móttakenda.
HELGAFELL
Unuhúsi - Sími 16837
PÓSTURINN
Til Vikunnar:
Viltu segja mér hverjum Herdis Þorvaldsdóttir
er gift? Mundi það þykja ókurteisi ef ég sendi
leikkkonunni hundraðkrónaseðil til að skrifa
nafnið sitt á? Ef það gengi, var ég jafnvel að
hugsa um að koma mér upp safni með slíkum
eiginhandaráritunum leikara (islenzkra).
Dollý.
SVAR: Herdís Þorvaldsdóttir er gift Gunn-
laugi Þórðarsyni, lögfrœðingi, frkvstj. RKl. Eg
er viss um að leikkonan mundi árita fyrir pig
hundraðkallinn. Það er ekki svo vitlaus hugmynd
að koma upp slíku safni, fyrst þú hefur nóga
peninga til þess.
—O—
Kæra Vika:
Geturðu sagt mér hvort Borgarblaðið er hætt
að koma út? M. S.
SVAR: Reyndu að skrifa Borgarblaðinu og
spyrja um það. Annars ku Vísir liafa saumað lík-
klæði handa blaðinu.
—O—
Kæra Vika:
Ég er nýfarin að kaupa þig og les alltaf með
áhuga bréfapóstinn. I fyrstu var ég dálítið hissa
á þessu fólki sem leitar til þín með vandamál
sín, en nú er svo komið að ég verð að snúa mér
til þín með eitt efni.
Pabbi og mamma voru búin að vera gift i 20
ár, ég var orðin 17 ára og búin með skólann,
farin að vinna. Þá skildu þau eftir mikið stríð,
mamma gaf pabba það að sök að hann hefði verið
sér ótrúr. Ég veit að þetta er ekki satt og
pabbi hefur tekið þetta sér svo nærri að hann
er ekki mönnum sinnandi, hann er farinn að
drekka úr hófi og nýlega varð hann að hætta
vinnu sökum þess og var þó búinn að vinna á
sama stað í 10 ár.
Ég hef nokkrum sinnum talað við mömmu um
þetta en hún er alveg köld fyrir því, býr nú ein
í íbúðinni en pabbi leigir sér herbergi út í bæ og
ég bý hjá frændfólki mínu. Ég er alveg í öngum
mínum út af þessu, ég þrái heimilislíf og get
ekki verið svona ein og þar við bætist að ég á
fáa vini sem ég get leitað til. Geturðu ráðlagt
mér nokkuð?
SVAR: Þetta er erfitt vandamál og örðugt úr-
lausnar. Það virðist svo að litlar líkur séu á því
að þér talcist að sætta foreldra þína fyrst móðir
þin er svona föst fyrir og ákveðin. Þú ættir þó
ekki að gefast upp fyrr en i fulla hnefana og
reyna að leiða mömmu þinni fyrir sjónir að hún
hefur pabba þinn fyrir rangri sök. En þú œttir
lílca að rœða ýtarlega við hann og fá að vita
hvort nokkur fótur geti verið fyrir grunsemdum
hennar. Misskilningur ef til vill. Það þarf meir
en lítið til þess að hjón skilji eftir 20 ára hjóna-
band. Á þessu stigi málsins getum við ekki ráð-
lagt þér annað en vera vongóð og bíða.
—O—
Vika mín,
Hvað þarf maður að vera háttsettur í þjóð-
félaginu til að komast í aldarspegilinn ?
Böðvar M.
SVAR: Maður þarf að sjást l spegli.
—O—
Til Vikunnar, Reykjavík:
Við hér úti á landi vildum gjarnan fá meira af
þjóðlegu efni. Er nokkuð slíkt I bígerð hjá ykkur ?
Sveitakona.
SVAR: Öll þjóðleg list er slæm. öll góð list er
þjóðleg, sagði einhver spekingur. Þetta mœtti
kannski heimfæra upp á efnið i blaðinu. Við get-
VIKAN