Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 6
ÞAÐ er einkum tvennt sem tekur af skarið um það að Loftleiðir hafi unnið sér einskonar stórveldaaðstöðu meðal flug- félaga þeirra sem halda uppi samgöngum yfir Atlantshafið. 1 Ameríku hafa myndast þjóð- sögur um félagið og leigubílstjórar í New York vita upp á hár hvar skrifstofur félagsins eru, aka þangað rakleitt þótt maður hafi gleymt götunúmerinu. Það þarf nokkuð að vinna sér til frægðar til þess að þjóðsögur taki að myndast í þess- ari víðlendu og sundurleitu heimsálfu og það þarf jafnvel meira til að leigubílstjóri viti um götunúmer í heimsborginni miklu. Þjóðsagan er á þá leið að tveir íslenzkir upp- gjafaflugmenn úr kanadiska flughernum hafi brotizt við illan leik upp á stærsta jökul Evrópu (Vatnajökul) til að sækja þangað yfir- Ævintýri Loftleiða Sagt frá blaðamannaför vestur um haf gefna herflugvél sem hafði nauðlent þar og var nú hálf- hulin snjó. Þeir komu henni á loft eftir ærið erfiði og upp úr því stofn- uðu þeir flugfélagið Loftleiðir. Sigurður Magnússon segir okkur að sagan sé amerískar ýkjur og það er rétt en hinsvegar má greina í henni þann sannleiksvott sem jafnan felst í þjóðsögum. Loftleiðir hafa vaxið frá því að vera fátækt og umkomulaust félag til þess að verða raunverulegur og sterkur aðili, sem nú orðið storkar hinum risavöxnu flug- félögum sem búa yfir nýjustu tækni og eiga yfir að ráða fullkomnustu og hraðfleygustu flugvélum heimsins. En til þess að svo mætti verða hefur þurft samstillt átak margra manna, ærið fé og hag- sýnan rekstur. Loftleiðum hefur tekizt að halda fargjöldum svo mjög í hófi að ekki er sambærilegt við hin stærri flugfélög. Þannig hafa þau gert millistéttum og efnalitlu fólki kleift að komast heimsálfa á milli, án þess að slakað sé hið minnsta á öryggiskröfum og að- búnaði. Félagið hefur í förum ódýrar flugvélar, sem nú orðið þykja úreltar á langleiðum en eru allt um það þægilegar og öruggar. tJtlendingur sem viða hafði ferðast og tekið sér far með flestum flugfélögum, sagði mér að hvergi hefði hann mætt eins hlýlegu og vingjarnlegu viðmóti og um borð í þessum litlu íslenzku flugvélum. Iburðurinn var að vísu hvergi eins lítill og aðstæður til þjónustu við farþega hvergi eins slæmar, en samt sem áður virtist öll áhöfnin leggjast á eitt til þess að farþegum liði eins og heima hjá sér. Forstöðumenn félagsins fylgdust strax í upphafi vel með því af hvað sauðahúsi það fólk var, sem tók sér far með vélum þess yfir hafið. Það lagði kapp á að kynna sér uppruna farþeganna, atvinnu, fjárhagsástæður og því- umlíkt. Samkvæmt því var auglýsingastarf- seminni hagað. Það kom í ljós að farþegarnir voru mestmegnis fólk sem meira var í mun að komast leiðar sinnar en búa við íburð og mun- að þann stutta tíma sem ferðin tók. Auglýs- ingar í staðbundnum blöðum og útvarpstöðv- Væntanleg kvikmynd: KÓIMGUR í NEW YORK Bæjarbíó í Hafnarfirði Handrit, tónlist, framleiðandi og leikstjóri: Charles Chaplin. Aðalhlutverk: Charles Chaplin, Dawn Addams. ★ 1. mynd. Igor Shahdov (Charles Chaplin) kóngur frá Estroviu var rekinn frá völdum og er landflótta í New York. Hann hefur í fórum sín- um áætlun um friðsamlega hagnýt- ingu kjarnorkunnar, sem hann hyggst koma á framfæri við ameríska sér- fræðinga. 2. mynd. Undir einkennilegum kringumstæðum hittir kóngurinn fall- ega stúlku, Ann Kay (Dawn Ad- dams), sem vinnur í auglýsingadeild sjónvarpsins. Hún býður honum í veizlu og lætur án vitundar kóngsa, sjónvarpa veizlunni. Shahdov verður strax bálskotinn í Ann. 3. mynd. Hann leggur sig allan fram i veizlunni um að vinna hylli Ann og sjónvarpsáhorfendur verða yfir sig hrifnir 'áf kónginum og aug- lýsendur bjóða Shahdov stórfé til að auglýsa vörur sinar i sjónvarpinu. Kóngurinn ákveður að auglýsa viski. 4. mynd. Hann drekkur of mikið viskí og út- sendingunni er hætt. Áhorfendur verða þó geysi- hrifnir af Shahdov og hsimta að sjá hann aftur. Næst auglýsir kóngur yngingartöflur og lætur framkvæma á sér aðgerð, svo að hann verður óþekkjanlegur. 5. mynd. Lítill drengur leitar á náðir Shahdovs, en foreldrar hans höfðu verið sakaðir um komm- únisma. Shahdov er síðan stefnt sjálfum á fund nefndarinnar, en hún fær líka sitt þrifabað. 6. mynd. Shahdov er hreinsaður af öllum ákærum óamerísku nefndar- innar en hann hefur fengið nóg af Ameríku og ákveður að snúa aftur til Evrópu og dveljast þar, þangað til nýi heimurinn er kominn yfir barnasjúkdómana. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.