Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 13
Mammon í musterinu nokkurn, og tók hann sér svipu í hönd og rak verzlunarlýðinn út. Frá- sögnina ber auðvitað að skilja sem dæmisögu. Svipa í hendi valdalauss manns var ekki ægileg þá fremur en nú. Það var hinn guðlegi kraftur, sem hreinsaði helgidóminn af allri saurgun, vísaði Mammoni út úr must- erinu. Þá fluttu fjárplógsmennirnir söluborð sín yfir að jötunni, þar sem farandpredikarinn hafði legið í reif- um. Nú ljóma þar auglýsingarnar skærar en stjarnan tindraði forðum. Lýður guðs þyrpist um söluborðin, en snýr baki við musterinu, sem klúkir í dökkum skugganum. Vagga Jesú hefir breytzt í sölutorg. Jólamánuðurinn er tími freistinga og hættu fyrir ístöðulítil börn. Á þessari miklu verzlunarhátíð vekur auglýsingaskrumið upp þarfir, sem höfðu gleymzt um hríð, en nú þykir lífsnauðsynlegt að fullnægja á bless- aðri fæðingarhátíð endurlausnarans. „Engin jól án . . .“ Börnin smitast af æsingi hinna fullorðnu. Einnig þau vilja tolla í tízkunni, hafa peninga handa á milli, kaupa, eignast. Með fjáröflun klóra þau i bakkann eins og bezt gengur og gleyma þá stund- um í ákafa sínum takmörkum hins leyfilega, enda skortir þau dómgreind og framsýni hins fullorðna. Því verða jólaljósin þeim auðveldlega villiljós. Einmitt í hinni signuðu jólahátíð leiðist margt barn og margur ungl- ingur út á glapstigu. Áhrif fordæmisins. Þegar barnið hnuplar af því að stundar freisting nær tökum á því, er aðeins um eðlilegan barnslegan breyzkleika að ræða. Þá reynist aft- urhvarfið ekki mjög erfitt, ef skyn- samlegum ráðum er beitt. Miklu vandasamara verður málið, ef börn hnupla í félagi. Þá gera þau áætlun sína fyrirfram, skipta hlutverkum, stæla hvert annað upp og treysta hvert öðru. I þessu sameiginlega á- formi og samábyrgð um framkvæmd þess felst mikill styrkur fyrir hvern einstakan þátttakanda. Þá fram- kvæma börn það hiklaust, sem ein- stakt barn hefði með öllu brostið kjark til. Eg þekki nokkrar telpur, sem starfræktu um skeið vel skipulagt þjófafélag. Þetta voru gáfaðar og að- laðandi telpur, fjarri allri andlegri vöntun. Smekklegur klæðnaður og lipur framkoma opnuðu þeim marg- ar dyr og leiddu af þeim allan grun. Þær stálu eingöngu peningum, skrautmunum og glingri. Tvær þeirra höfðu fengið ofurlitla reynslu, þegar félagið var myndað i byrjun jóla- mánaðar. Þær þurftu átakanlega á peningum að halda, bæði í eigin skemmtanir og annað. Þær sögðu svo sannfærandi frá áformum sínum, að vel hefði mátt trúa, að þjófnaðurinn ætti að standa undir umfangsmikilli liknarstarfsemi. Jatan sem markaðstorg — það er sá þáttur jólaundirbúningsins, sem börnum verður sýnilegastur og á- þreifanlegur. Hann blasir alls staðar við í lífi og gerðum okkar, hinna fullorðnu. Og þessu fordæmi fylgja veiklynd börn og njóta þess öryggis, sem í því felst. Því er samvizka þeirra oft hreinni og hugur þeirra rórri en margur myndi ætla, sem aðeins lítur á verknaðinn. En okkur getur varla liðið vel, þegar við býsnumst yfir ýmsu smáhnuppli barna og unglinga, einmitt á sama tíma, sem við sjálf trýllumst í dansinum kringum gull- kálfinn. „Eg ætla strax að segja yður það, að honum vantar ekki neitt, ha, þér haldið þó ekki að honum vanti. Kenn- arinn talaði nú meira að segja um það, að hann hefði verið svo fljótur að þekkja stafina, en svo í fyrra eftir nýár, þá hætti honum bara al- veg að fara fram. Nú fæst hann varla til að líta í bók og ég stend í illu að koma honum í skólann." Dælan gekk svolítið lengur, en þegar ég komst að, spurði ég, hvaða ástæða hún héldi að væri fyrir þess- ari breytingu. ,,Ja, það er nú einmitt það. Af hverju stafar þetta? Ekki vantar, að ég áminni hann. Og ekki er óregía á mínu heimili, síðan pabbi hans fór. En þegar hann fór að vera með þess- um strákum! Þér vitið ekki hvers konar lýður þetta er. Hann Einar er nú bara alltaf með fulla vasa af peningum, og þá vill minn dreng- ur auðvitað líka. Svo draga þeir hann út í þetta og honum er kennt um.“ Hátíð freistinganna. Kjarni málsins kom smám saman í ljós. Drengnum „hættir svo við að taka,“ eins og móðir hans orðaði það. Það byrjaði fyrir jólin. Ásamt tveimur öðrum drengjum dróst hann inn í verzlunaræði jólamánaðarins. „Engin jól án . . .“ Þremenningarnir vildu eignast, vildu skemmta sér, vildu vera miklir í augum félaga sinna. Allt var á boðstólum, aðeins örlítið framtak. Svo byrjuðu þeir að ,,taka,“ alltaf í félagi upp á jafnan hlut. Þeir beittu sinni sérstöku að- ferð og léku sniðuglega á afgreiðslu- fólk verzlananna. Meira en ári síðar, þegar allt hafði komizt upp, hlógu þeir enn þá að því, hve ,sniddó“ þeir höfðu verið. Ekki mun ég ljóstra upp patent- aðferðum þeirra félaga, en það er meinlaust að segja frá bókaverzlun- inni. Amma Einars, gömul ekkja, greip stundum til þess úrræðis að loka hann inni í stofu og heimta, að hann settist þar við nám. En þar geymdi gamla konan bækurnar, sem manninum hennar sáluga hafði þótt svo vænt um. Þarna sáu þeir félagar leik á borði. Engan gat grunað neitt, þegar Einar sat í stofufangelsi yfir námsbókunum. Tveir stóðu undir glugganum, en Einar tók eina eða tvær bækur og lét þær síga í bandi niður til félaga sinna, sem komu þeim strax í verð í fornsölu. Þegar Einar losnaði svo úr prísundinni, biðu félagar hans eftir honum á næsta horni og höfðu peningana upp á vasann. , Þetta var dýrlegur tími: Ævin- týraleg spenna, sælgætisveizlur og bíóferðir. Bara vera sniddó! Hver skyldi geta kúrt yfir bókum og námi? Skólasókn þeirra var orðin stopul, þegar jólaleyfið hófst. Þá gátu þeir einhuga gefið sig að við- skiptunum. Jatan orðin markaðstorg. Gömul bók greinir þar frá, er fé- gjarnir kauphéðnar lögðu undir sig musterið sjálft, æðsta helgidóm þjóðarinnar, og ráku þar kaupmang sitt. Þá bar þar að farandpredikara I ALDARSPEGLB Framh. af bls. 11. ur allt lifandi; hin morknu handrit lifna við um leið og hann fer um þau höndum. Þau verða hönum ótæmandi uppsprettulindir íslenzkrar tungu: Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Skáldið skynjar nálægð hinna fornu skrifara og i sál hans býr djúp ást á íslenzkri náttúru: Oftsinnis meðan ég þreytti hin fornlegu fræði fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér stæði, hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendui' sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Ólík er túninu gatan og glerrúðan skjánum, glymjandi strætisins frábrugðin suðinu í ánum, lífskjörin önnur, en fýsnin til fróðleiks og skrifta fannst okkur báðum úr dustinu huganum lyfta. Vatnsfallið streymir af ókunnum öræfaleiðum, andblærinn liður um túnið af fjarlægum heiðum, kveiking frá hugskoti handan við myrkvaða voga hittir í sál minni tundur og glæðist í loga. öll mannanna verk eru stundleg, engin' eilíf og allt verður tortiming- unni að bráð: Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum. Sonnettan „1 Vorþeynum" er brennandi ástaljóð til Islands. Hver einasti íslendingur, sem ekki er alveg lokaður fyrir ljóðrænni fegurð skynj- ar dýpt hennar: Á meðan brimið þvær hin skreipu sker Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þelr kunna að striða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. Öll bréf sem þættinum eru send skulu stíiuð til Vikunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur“. og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd. Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er iila rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls I gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi i lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Kvæði Jóns Helgasonar eru ekki mörg á mælistiku fjöldaframleiðslu- tilhneygingar sumra okkai- beztu skálda fyrr og síðar. Við því er vart að búast. Flest eru þau vafálaust til orðin á stopulum tómstundum frá erfiðum og tímafrekum störfum, en hin beztu þeirra eru gædd þeirri snilld og kynngi, sem lengi mun geymast. Hann flikar ekki ljóðum sinum, en vinir hans rekast oft á þau i bókaskáp hans, þar sem hann hef- ur lagt þau til hliðar. }ÓN Helgason er kynlegur maður. Hann er einþykkur og sérvitur og aflar sér auðveldlega óvinsælda vandalausra með ástæðulausri fram- komu sinni. Hann dylur frjóa kýmni sína undir grimu þurrdrumbslegrar kaldhæðni, en reynist vinum sínum hinn bezti drengur á raunastundu. Sumir dýrka hann, aðrir láta sér fátt um finnast og margir hafa ýmis- legt við manninn að athuga. Senni- lega stafar þetta af því hvað hann er allur þéttur á velli og í lund, hat- ar og forsmáir öll smámál og er ó- myrkur í máli við hvern sem er. Hann er ekki aðhlæginn og andtign- ar marga að ósekju. Finnist hönum eitthvað aflaga fara, er ekkert land friðlýst fyrir raust hans. Hann er ekki stýrilátur og aldrei tvístýfður cg í sál hans logar aldrei neinn vaf- urlogi. Hann getur bæði verið hvimp- inn og hótfyndinn, en aldrei skeif- stígur í neinu. Jón Heigason hefur margsinnis reynt, hversu ofurmáir við erum og tunga okkar og mennt litils virt og megandi, þótt snotrum kurteisisorð- um sé farið um einbúann í Atlants- hafi við hátíðleg tækifæri. Jón Helga- son hlýtur að hafa fundið þetta vel, en gegn nepju þessa tómlætis rís þjóð- arstolt hans, óskylt vanmætti og hioka. Hann veit betur en flestir aðrir, hver menningarverðmæti við eigum einir og eru okkur dýrmæt þrátt fyrir allt. Sá, sem erft hefur slíka auðlegð, ávaxtar hana og geymir eins og Jón Helgason er hvorki fátækur né smár. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.