Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 25

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 25
Stórfellt átak „Fjallamjólk“ eftir Kjarval. BÓKMEMMTIR Þrjár nýjar hœkur Tvennir tímar Knut Hamsun. Menningarsjóður 1958. Það er jafnan mi.lqll fengur að fá skáldsögu eftir HaMsun í íslenzkri þýðingu en þó hlýtur hverjum þeim, sem sezt niður til að þýða Hamsun a.ð verða nokkuð erfitt um vik, eftir að slikur snillingur sem Jón Sigurðs- son frá Kaldarðarnesi hefur plægt ak- urinn. Fáir íslendingar hafa komist eins nálægt frumtextanum og einmitt hann i Hamsun-þýðingum sínum, eng- inn eins handgenginn skáldinu né samgrónari stíl hans og málblæ. Hannes Sigfússon má þó vel við una, honum hefur vel tekizt og lip- urlega við þýðinguna á Segelfoss by, löng dvöl í heimalandi skáldatas hlýtur að hafa komið honum að góðu gagni. 1 þessari bók tekur Hamsun f jTir eitt eftirlætisefni sitt, togstreitu hins gamla og nýja, hins jarðfasta og ævintýralega. Liðsforinginn stendur sem tákn fyrir allt sem rót- gróið er og fast í skorðum, hann ríkir yfir litlum heimi sínum og set- ur honum lögmál sem ekki verða rof- in, sjálfur fylgir hann nákvæmlega lögmálum ættar sinnar og óðals. Gráhólm flytur ævintýrið inn í söguna, hann færir með sér fram- andi gust heimsins, sem á eftir að kollvarpa og uanturna allri sveitinni. Þessi ættlausi, þóðernislausi ævin- týramaður sem ltemur aðvífandi sunnan úr Mexíkó, fyrrverandi kon- ungmr á Suðurhafseyjum sém leitar heim í ættbyggð sína og kaupir smá- saman upp eignir óðalsbóndans og liðsforingjans, hann er tákn nýja tímans. Hann er einstaklingurinn, framkvæmdamaðurinn, ofurmennið sem engu hlítir nema sjálfum sér. Þessi manngerð er algeng í sögum Hamsuns en kemur þó jafnan fyrir í breyttri mynd. Menningarsjóður gefur bókina út i vönduðu bandi og frágangur allur er góður, það færi enginn I jólakött- inn, þó hann fengi ekkert nema þessa bók Hamsuns. Kátir krakkar á hesthaki Ursula Bruns. Leifsútgáfan 1958. Út er komin í íslenzkri þýðingu. barnabók eftir Ursulu Bruns, sem fjallar um þýzk börn og íslenzka hesta. Segir hún á skemmtilegan hátt frá systrunum Diddu og Ollu, sem eru sannkallaðar skjaldmeyjar, sveitastráknum. Mannsa, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og svo Aðalbert, sem er orðinn hraustur og stæltur víkingur, þegar lestrin- um lýkur, þótt ekki hafi blásið byr- lega í fyrstu. Ekki munu íslenzkir lesendur hafa síður gaman af að lesa um íslenzku hestana og fræðast um, hvernig þeim vegnar í Þýzka- landi og hverja aðdáun þeir vekja þar, en eins og kunnugt er hefur Ursula Bruns gengið ötullegust fram i útflutningi íslenzkra hesta til Þýzkalands. Ekki þurfa íslenzkir hestavinir að óttast um afdrif hest- anna, ef þeir lenda allir í slíkum vinahöndum sem þeirra Diddu og Dollu. Og þann þátt sem hestarnir áttu í að gera Aðalbert að manni, verður öllum ógleymanlegur. Sökum sérstöðu sinnar fyrir ís- lenzka lesendur, mun bókin verða á- nægjulegur jólalestur fyrir fullorðna jafnt og börnin. Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur þýtt bókina. Tunglisnœtur í i Vesturdal Gerd Nyquist. Leifsútgáfan 1958. Nýlega eru komnar út hjá Leifsút- gáfunni í Reykjavík tvær bækur sem líklegt er að vekji mikla athygli. önnur þeirra er Tunglskinsnætur í Vesturdal, verðlaunaskáldsaga eftir unga norska skáldkonu, en hún varð hlutskörpust í víðtækri norrænni skáldsagnakeppni sem nokkur helztu vikublöð Norðurlanda efndu til á síðasta ári. Gerd Nyquist, höfundur bókarinn- ar, hefur lifað all ævintýralegu lífi og eys af djúpum brunni reynslu sinnar er hún ritar sögu tízkudrottn- ingarinnar í Ósló sem verður leið á tildri stórborgarlifsins og flýr í faðm sveitarinnar til að öðlast frið. Hún segir skilið við fjölbreytilegt og ið- andi samkvæmislíf og snýr baki við manninum sem elskar hana og vill kvænast henni. — Enda fer það svo að hana þarf ekki að iðra þess, því einmitt í fásinni sveitarinnar gerast þeir atburðir sem mestu ráða um líf EITTHVERT allra strærsta átak sem gert hefur verið til að færa almenning í landinu sem næst brunni listarinnar, má hiklaust telja útgáfu Helgafells á eftirprentunum á málverkum helztu listmálára okkar. Það hefur hingað til þótt einn helzti ókostur málaralistarinnar að mál- verk verða ekki til nema í einu ein- taki, aðeins takmarkaður hópur manna fékk tækifæri að njóta þeirra, er. allur þorrinn fór á mis við þau. Hugsum okkur hvernig málin horfðu við ef Islandsklukka Kiljans væri ekki til nema í einu eintaka, sem haft væri á safni nokkurn hluta ársins og mönnum leyft allra náðar- samlegast að fletta bókinni stutta stund og ganga síðan út. Það er siður margra speklnga að amast við tækninni, en því verður ekki á móti mælt að tæknin hefur komið til móts við listiná ög orðið hennar styrkasta stoð á ýmsum svið- um. Svo er um málverkaprentanir. Nú á tímum er tæknin orðin svo ,stór- kostleg að unnt er að prenta eftirT myndii’ af málverkum svo vel að listamennirnir sem gert hafa frum- myndina eiga í fljótu bragði örðugt með að greina muninn. Um nokkurt skeið hefur Helgafell látið prenta mörg frægustu málverk okkar í Hollandi og Sviss og er ætl- unin að í fyrstu deild þessara prent- ana verði um 30 málverk eftir 20 málara. Áætlað er að lokið verði prentun fyrstu deildar á næsta ári. Þá verður prentunum svo langt kom- ið að unnt verður að fá gott yfirlit yfir íslenzka myndlist á þessari öld og sýnishorn af verkum helztu mál-' ara okkar. Nú nýlega komu á markaðinn 4 nýjar litprentanir hjá Helgafelli og eru þá alls komnar 19. Af þessum 4 myndum eru 2 eftir Kjarval, mynd af Flosagjá sem málarinn kallar Fjallamjólk. Hin myndin er nýgerð, undurfögur mynd er nefnist Isiands er það lag. Þriðja myndin. er eftir Jón Stefánsson og heitir Dágrenning við Hornbjarg. Fjórða myndin er Gamla búðin eftir Gunnlaug Schev- ing. Drukkinn dvalargestur á hóteli hringdi í símaskiftiborðið klukkan 6 að morgni og spurði, hvenær barinn yrði opnaður. Honum var sagt, að hann yrði opnaður klukkan 12 á hádegi. Klukkan 7 hringir gestur- inn aftur öllu drukknari og spyr sömu spurningar. Þá segir símavörð- urinn ergilega: „Hvað er að yður eiginlega, ég hef þegar sagt yður klukkan tólf“. — Þá segir gesturinn vonleysislega: ,,Já, ég veit það, en ég lokaðist inni hér á barnum í gær- kveldi og mig er farið að langa út." hennar þaðan af — þar kynnist hún sinni stóru ást og þar gerast dular- fullir atburðir sem varpa kynjablæ á þessa spennandi sögu. Það er ekki ætlun okkar að rekja efnisþráð sögunnar öllu frekar en okkur kæmi ekki á óvart þó að bókin yrði flestum konum — og jáfnvel körlum — hin ágætasta lesning í skammdeginu. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.