Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 23
Sænska skáldkonan Victoria Bene-
diktsson lét eftir sig dagbók, sem
á sér fáa líka i heimsbókmenntunum.
Hana mátti ekki birta, fyrr en allir
væru látnir, er þar koma við sögu.
Hún hefur nú verið birt og valdið
miklum deilum milli Dana og Svía.
Kynni Victoriu Benediktsson og
Georgs Brandes hófust í október
1886, og í júli 1888 batt hún endi
á líf sitt með eigin hendi.
Georg Brandes var, eins og flestir
vita, frægasti bókmenntagagnrýnandi
og rithöfundur Dana á sínum tíma,
og hafði hann geysileg áhrif á bók-
menntir Norðurlanda á síðustu tugum
fyrri aldar. Hann lifði til ársins 1927,
svo að hann er mörgum núlifandi
mönnum í fersku minni. Hann var
svo umdeildur og illa þokkaður fyrir
skoðanir sínar í föðurlandi sínu, að
hann varð að flýja land um tima. og
bjó þá í Berlín.
Viotoria Benediktsson var mjög
þekktur rithöfundur í Svíþjóð á sin-
um tima og ásamt Strindberg mesti
rithöfundur hinnar sænsku raunsæis-
stefnu. Er dagbók hennar var birt
fyrir nokkrum árum, vakti hún gifur-
lega athygli, enda hið snjallasta, sem
hún hefur skrifað. Vaknaði þá að
nýju áhugi á öðrum verkum hennar,
og hefur heildarútgáfa á þeim nú
komið út i Sviþjóð. Hún var 38 ára
gömul, ,er hún framdi sjálfsmorð i
Kaupmannahöfn.
21 árs gömul giftist hún 48 ára
gömlum ekkjumanni með 5 börn.
Hað hjónaband varð ógæfusamt, það
var bráðræði, sem hún iðraðist fljótt.
Er hún kynntist Georg Brandes, gekk
hún við hækjur vegna afleiðinga af
illkynjaðri beinhimnubólgu, en 1887,
árið áður en hún dó, hafði henni
tekizt að sigrast á sjúkdómnum og
þurfti ekki einu sinni að nota staf.
Hún var mjög viljasterk kona og ó-
venjuleg um margt.
fyrirlestrana, og enginn skilji þetta
nú. En þannig var ástandið í Dan-
mörku á þeim tíma.
Prófessorembætti í fagurfræði við
Kaupmannahafnarháskóla varð laust
um þessar mundir, en fremur en að
veita Brandes það, var embættinu
haldið lausu í 20 ár og þá veitt öðrum,
sem löngu er gleymdur. Það var kom-
ið fram á þessa öld, er honum voru
veitt opinber laun og prófessorsnafn-
bót.
Og það er erfitt að skilja við-
kvæmni Dana vegna útgáfu þessar-
ar dagbókar. Þar er án efa að finna,
sönnustu lýsinguna á Georg Brandes.
Og hann verðui' meiri maður en ekki
minni af henni en öðrum frásögnum.
En svo illa brugðust Danir við, að
þeir sáu ekki hið bókmenntalega gildi
dagbókarinnar, formæltu dagbókinni
eins og Georgi Brandes forðum og
fengust ekki til að kaupa hana! Varð
því útkoma bókarinnar fjárhagslega
misheppnað fyrirtæki í Danmörku, en
þeim mun betra í Svíþjóð, þar sem
bókin seldist með afbrigðum vel og
fékk hina prýðilegustu dóma. Það
var eitthvað annað en að Svíar væru
að biðjast afsökimar á útgáfu dag-
bókarinnar.
Hér skulu nú tilfærðir 2 kaflar úr
dagbók Victoriu Benediktsson. Hinn
fyrri segir frá fyrsta fundi þeirra
Georgs Brandesar, en hinn gerist um
ári síðar. Þess skal getið, að bókin
hefur komið út i íslenzki'i þýðingu
Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings.
Klukkan varð ellefu. Þá var barið
laust að dyrum, og þjónustustúlkan
gægðist inn: ,,Jú, fi'úin er heima.“
Hún dró sig i hlé, og hann gekk inn.
Lágur vexti, grannur, karlmannlegur.
— dökkleitt andlit, sem leit út fyrir
að hafa lifað og þjáðst, ljósbrúnn
frakki. Hann hafði ekki hið drottn-
andi gyðinganef. Þett*. voru smágerð-
ir andlitsdrættir, og eins og þeir værv
HÚN ELSKAÐIGEORG BRANDE
IJR DAGBÓK VICTORÍBJ BEIMEDIKTSOM
Deilur Dana og Svía um dagbókina.
Þegar Svíar — reyndar sænska
akademían sjálf — gáfu dagbók
Victoriu Benediktsson út fyrir nokkr-
rnn árum, brugðust Danir hinir verstu
við og máttu nú ekkert misjafnt
heyra um þann mann, sem þeir of-
sóttu atvinnulega og með hatri og
rógburði, meðan hann lifði. Dagbókin
lýsir erfiðustu árum Brandesar er
hann neyddist til að flýja land. Svo
hrikalegar sögur gengu um hina ó-
guðlegu og óþjóðlegu skoðanir hans,
að fólk óttaðist að fá óorð af samneyti
við hann. Hann hafði flutt fyrirlestra
við háskólann um meginstraumana
í bókmenntum stórþjóðanna. Þar
sýndi hann að sjálfsögðu fram á áhrif
þeirra á bókmenntir Dana meðal
annars og réðist gegn afturhaldi og
þröngsýni. Og brátt bárust kynja-
sögur um borgina um kenningar hins
unga doktors. Það var sagt, að
hann hefði ráðist á Dani, af því að
þeir væru ekki guðleysingjar. Að
hann hefði talað með stakri fyrir
litningu um Danmörk og danskar
bókmenntir. Að hann hefði kallað
Thorvaldsen gamalt fífl. Að hann
væri hlynntur sjálfsmorðum og hór-
dómi. Að hann hefði farið háðuleg-
um orðum um heimilislífið, ráðizt á
þjóðfélagið o. s. frv. Og þeim stormi,
sem Brandes fékk þá í fangið, slotaði
seint og rcyndar aldrei til fulls. Og
það stoðaði ekki, þótt hann gæfi út
dregnir saman með gúmmístrengjum.
Augnaráðið var spyrjandi, hálflokað,
forvitið, næstum fjandsamlegt. Sá
sem oftsinnis hefur verið særður, fær
slíkt augnaráð. Ég gekk fram hjá
borðinu og stólnum til móts við hann.
..Velkominn. Það var vinsamlegt af
yður að vilja koma,“ sagði ég lágt.
Hann stóð kyrr og horfði á mig,
stöðugt með þessu spyrjandi augna-
ráði.
„Frú Benediktsson?“ sagði hann.
„Já, ég þakka yður enn einu sinni
fyrir, að þér komuð.“ Ég rétti honum
höndina.
„ Ja, Lundegárd sagði, að þér vilduð
gjarnan hitta mig."
„Viljið þér ekki fara úr frakkan-
um?" ■
„Jú.“
Hann gekk að klæðaskápnum og
hengdi upp yfirhöfn sína, meðan ég
stóð og beið. —
,Nei, setjist þér, þér verðið þreytt-
ar,“ sagði hann, þegar hann sá að
ég stóð.
Ég settist í sófann og benti honum
á hægindastólinn. Hann þáði hann
ekki, heldur flutti einn af minni stól-
unum fram beint á móti mér, og
settist á hann með hendina yfir stól-
bakinu.
„Ég vil horfa svolítið á yður fyrst,"
sagði hann, mjúkri, alvarlegri röddu,
án þess að það birti yfir svip hans.
Ennið var undarlega hrukkað, og
undir þvi voru grá augun, sem virt-
ust búa yfir þunglyndi. Með því að
færa til stólinn h3fði hann neytt mig
til að snúa annarri hliðinni að birt-
unni. Við sátum bæði við gluggann
beint á móti hvort öðru og svo nálægt,
að hver einasta svipbreyting í and-
liti annars varð greind af hinu. Ég
var þakklát fyrir þetta fyrirkomulag.
„Það er ekki orðið mikið að sjá,
svaraði ég. Það hljómaði svo
skemmtilega blátt áfram, það sem
hann sagði.
„Þér hafið verði mjög veikar?"
„Já.“
„Afsakið, en hve gömul eruð þér.“
„37 ára.“
„En það er undarlegt, þegar þess
er gætt, hvað veikindi geta fengið á
fólk. Þér lítið þó út fyrir að vera
yngri, ég hefði getað gizkað á 28
ára.“
Ég vissi, að hann sagði ekki satt,
en það var alltof venjulegt að fara
að mótmæla. Hverju máli skipti það,
hvort ég liti út fyrir að vera 28 ára
eða 38 ára, þegar ég samt hafði minn
aldur! Gat Georg Brandes fengið sig
til að segja slíka hluti? Ég horfði
bara á hann.
„Svo kom hann hinn 13.
Hann tók í nxlir henni og hristi
hana til, hann kastaði henm harð-
neskjulega. blíðlega og tillitslaust
fram og aftur, hann gaf henni kinn-
hesta og högg. „Hvað er annað hægt
að gera,“ sagði hann. Þetta var hrein
móðursýki. Hið eina, sem dugði,
væri þó hrein móðursýki. Hið eina,
sem dugði, væri að befja mig. Ég
ætti að fá stóran lífvarðarliðsfofingja
sem elskhuga. Það væri það eina, sem
á skorti. Hann þyrfti líka að lemja
hana.
„Finnurðu þetta, ég sljæ fast!"
„Sláið gjarnan."
„Nei, horðu á mig! Ég verð alveg
eins vondur út i þig, þegar þú getur
ekki horft á mig, eins og ég verð
út í Edith. Hvað er að þér. Þú ert
sálsjúk kona. Uss!
Þú hefur rangt fyrir þér. Þú held-
ur, að ég hafi verið borin á höndum
alla æfi, að ég hafi setið í ró og
ræCi allt mitt líf og látið mér líða
vcl, að ég geti aldrei haft neinar raun-
verulegar áhyggjur eða sorgir, sem
hljóti ekki að eiga neitt skylt við
fmyndun og sálsýki."
Og hún fór að tala um sjálfa sig,
um aðstöSu sína núna í stórum drátt-
um.
„En þínar sorgir eru þó raunveru-
legar!" sagði hann, „og ég tek kinn-
hesta mína aftur."
Þau töluðu lengi saman og rólega.
Smám saman urðu þau glöð aftur og
slepptu þessum armæðutón.
Þegar hann ætlaði að fara, gekk
hún í veg fyrir hann og hélt honum
kyrrum með blíöuatlotum sínum.
„Viltu það?“
„Já.“
„Jæja, farðu þá inn í herbergið
þitt.“
„Ég vil, en ekki í kvöld."
,Jæja þá, þegar þú sjálf vilt."
Og hann fór.
Victoría hafði scm sagt tekið það
skref að lofa að fara að óskum Bran-
des. En frestunin skýrist af stjörnu-
merkjunum í dagatalinu, sem tákn-
uðu, að hún hafði á klæðum. Næstu
daga átti sú breyting sér stnð með
Framhald á bls. 24.
VIKAN
23