Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 27
BAK VIÐ TJÖLDIN Gleðileg jól! framhaid af hlaðsíðu 5 aldrei blóm og þeirra er aldrei ósk- að á svið að lokinni frumsýningu. Eftir að hafa rambað upp alla þá stiga sem finnast í leikhúsinu, hafna ég á málarastofunni. Þar ræður ríkj- um listamaðurinn Lárus Ingólfsson. Hann teiknar og málar leiktjöld og hefur teiknað búninga. Starf hans er merkilegt og fróðlegt. — Fyrsta Þuríður — bíður eftir kalli verk hans í sambandi við undirbún- inginn, er að lesa yfir handritið. Um leið kynnir hann sér staðhætti sög- unnar og tímabil, flettir síðan upp í fjölmörgum skruddum, sem veita honum upplýsingar um tízku i klæða- burði á ýmsum tímum. Síðan teikn- ar hann búninga i samræmi við tízk- una en með sínu lagi, ef svo má segja. Og sama máli gegnir um tjöldin. Við sköpun þeirra þarf hann að spyrja: Hvernig voru híbýli manna á þess- um tíma og hvernig var byggingarlag húsa, séð utanfrá. Allt þetta undir- búningsstarf er unnið í samráði við leikstjórann. I vinnusal Lárusar liggja á gólf- inu stórir flekar. Það eru leiktjöldin sem verið er að mála. Það þýðir að búið er að samþykkja hugmyndir Lárusar. Flekarnir sem liggja á gólf- inu eru málaðir með penslum fest- um á langar stangir. Mikið verk og seinlegt. Nóg um það. Nú liggur fyrir að vita, hvað gerist eftir að Lárus hef- ur gengið frá teikningum og módel- um af sviðinu. Guðni heitir maður og er Bjarna- son, afrendur að afli. Margir Reyk- víkingar sem eiga píanó, kannast vel við þann mann, því ef menn flytja hús úr húsi svo sem oft skeður hér, sér Guðni um að flytja píanóið. Guðni er leiksviðsstjóri og hans starf er að taka við módelunum frá Lárusi, gera vinnuteikningar fyrir trésmiðina, sjá um uppsetningu tjalda og fyrirkomulag á leiksviði í samráði við leikstjóra og tjaldamálara. Hann ákveður hvað marga menn þurfi til þess að annast skiptingar mifli þátta, með tilliti til þess hraða sem leik- stjórinn vill hafa í skiftingarnar. Félagi hans Þorgrímur Einarsson er sýningarstjóri. Hann hefur með æfingar að gera fram að 6 síðustu æfingunum sem alla jafna eru með fullum tjöldum, og á sýningum sér hann um að allt sé eins og á að vera, leikarar á sviði, allir munir á sín- um stað, og hann annast um að ljós og hljóð öll komi á réttum tíma. Auk þess færir hann dagbók um æfingar og sýningar. MAÐURINN sem hefur alla hina margvíslegu þræði leikhús- starfsins í hendi sér, Þjóðleik- hússtjóri er sá síðasti en ekki sísti sem ég heimsæki að þessu sinni. Starf hans er erfitt, oft vanþakklátt og misskilið. Á honum hvilir sú á- byrgð að velja verkefni leikhússins, verkefni sem fullnægja að einhverju leiti óskum allra þeirra er leita á náðir leiklistarinnar, sér til auðgunar, eða skemmtunar. Kröfur eru miklar gerðar til leikhússins, og margir eru sífellt óánægðir með verkefni þess, og allt of fáir sem una því sannmælis. Raunin er sú, að ef menn líta yfir verkefni leikhússins frá upphafi, má sjá að val verkefna er ekki af verri endanum, og þau hafa slegið á marg- víslega strengi mannsálarinnar. Auð- vitað er sjálfsagt að gera kröfur til leikhússins, en þær kröfur verða að byggjast á sanngirni og eðlilegum rökum og ekki síst á nokkurri þekk- ingu á viðfangsefni þess. Það er auð- vitað vilji leikhússins að koma til móts við óskir fjöldans, en við verð- um líka að koma til móts við það, með opinn huga, velvilja og þakklæti. Þrátt fyrir sífeldar árásir munu stafsmenn leikhússins halda áfram að vinna verk sitt eins vel og þeir hafa getu til, þess fullvissir að þrátt fyrir allt er það svo, að hinir fáu óá- Kristinn — ja, fjármálin nægðu, láta alltaf til sín heyra, en þeir mörgu þakklátu þegja. tfig hefi á engan hátt gert starf- somi leikhússins skil, enda ekki ætl- unin, en vonandi gefst síðar tæki- færi til þess að fræða almenning meir um það sem skeður bak við tjöldin. Farsælt komandi ár! STÁLSMIÐJAN h.f. MAGIRUS DEUTZ Vörubifreiðir Langferðabifreiðir með loftkældum DEUTZ dieselvélum Leitið tilboða hjá oss Hlutafélagið Hamar * t . 5 ■ 5 \ S / ■ X joí i: m? :i v; »; : ) Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! JÁRNSTEYPAN h.f. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.