Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 9
hafði hún setið við stýrið, þrátt fyrir mótbárur Cocos. — Vertu nú varkár, bað hann hana. — Þetta er bíllinn hans pabba, það er verið að klæða minn að innan. Ef pabbi sæi þig aka svona á beygjum! - Við hefðum átt að taka hann pabba þinn með líka, hafði hún loks sagt. — Þá hefirðu verið ánægður. Þessi sakleysislega setning breytti Coco al- gjörlega. Hann varð þegjandalegur og merkilegur með sig en ófús til að taka við gamanyrðum, sem snertu fjölskyldu hans. Ef öðruvísi hefði staðið á, mundi Júlía hafa verið ánægð með matinn og veitingahúsið. Rökkrið vat' að verða að myrkri, Ijósin endur- epegluðust í lítilli tjörninni, blómaangan barst með röku andrúmsloftinu og ómur af músík barst til þeirra, sem kom Júlíu til að fara að söngla. En þetta virtist fara í taugarnar á Coco. ■— Hversvegna ertu alltaf svona leiðinleg, Júlía?" Hún leit á hann og raulaði fyrir munni sór til þess að komast hjá því að tala. ■— Það er svo leiðinlegt vegna þess að þú ert ekki sá rétti til að vera hérna með mér. Og ekkert hérna er raunverulega fyrir þig. Þú getur ekki drukkið og matast með konu, sem elskar þig ekki. Konu, sem kemur langt að og verður þér fjarræn, jafnvel þá, en það gerir ekkert til. Það var til dæmis einu sinni að ég sagði við borðið þarna út frá með fyrsta manninum minum. Þá var ég kölluð Barnósfrú Becker. Við næsta borð sat ungur liðsforingi í einkennisbúningi, ásamt öðrum manni I borgaralegum fötum. Ég gat ekki hætt að horfa á liðsforingjann. Það er skrítið að nú til dags sér maður sjaldan svona ljóshærða liðs- foringja. Þessi stóð allt í einu á fætur, gekk beint að borðinu okkar, baðst afsökunar, kynnti sig og bætti svo við:- — Óverðugur frændi yðar, frú mín! Síðan ruddi hann úr sér ættartölum, nafnalistum, giftingum og ættingjum. Becker kinkaði kolli í sífellu og sagði: — Auðvitað . . . já, já, ég skil... alveg rétt. Það er satt, að það eru töluverð ættarmót með yður og konu minni. Og það var ekki eitt einasta orð satt í þessu, nema ljósa hárið á liðsforingjanum, og fáein önn- ur einkenni, mjög raunveruleg, sem komu í ljós síðar. En mér er ómögulegt að segja manni eins og þér svona sögu. Þú situr hérna hjá mér aðeins vegna þess að við urðum einu sinni samferða heim eftir kvöldverð fyrir tveim til þrem mánuð- um síðan? —- ég man það ekki. Við skemmtum okkur samt ágætlega. En vegna hvers ættum við að endurtaka það allt aftur? Þú ert eins og sumar af þessum gamaldags frönsku stelpum, sem segja: — Mamma, ég er trúlofuð. Það var maður, sem kyssti mig úti í garð! Já, þetta líkar mér. Pantaðu meira kampavín. Aleiga min í augnablikinu er tvö hundruð og sextíu frankar, og það líða enn nokkrir dagar þangað til ávísun kemur frá Becker. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá get ég ekki platað neitt út úr þér, aumingja strákurinn, sem ekki er ennþá orðinn rikur! Eg hefi aldrei gaman af að taka fé af karlmönnum. Bjóddu komtessu de Carneilihan upp á mat og drykk. Hún er hvort sem er ekki raunveruleg komtessa, en aðeins viðbjóðslega mikið Carneil- han í kvöld, og slæm eins og öll ættin! En hún vissi að henni fór vel svai'ti, flati hatt- urinn, sem settur var á ská yfir annað augað, og að háraliturinn átti vel við rósrautt hörundið. Lýsingin og dagsstundin áttu vel við hana. Aðrir gestir höfðu kannast við hana, og Coco var stórhrifinn af henni. Það var einmitt um þetta leyti, sem hann hafði gripið hönd hennar og reynt að kyssa hana undir borðinu, og hún hafði löðrungað liann. Það vildi svo illa til, að smellurinn, þegar lófi hennar skall á kinn Cocos, varð svo hár og greinilegur að það var eins og þetta hefði skeð á leiksviði, og allir, sem ekki höfðu séð atvikið, heyrðu smellinn. Fólkið hló, og Coco hafði vit á að gera það einnig. En Júlía, sem setti á sig merkissvip, var sú eina, sem varð reið og hún átti erfitt með að stilla skap sitt aftur. — Það var mín hugmynd að fai'a til Tabarin. ökuferðin til baka. Ó, já! Hann vildi ekki að ég keyrði bílinn hans pabba. Hann vildi að ég stöðvaði bílinn á vegarkantinum við Bois des Fausses-Reposes svo við gætum notist. Sannköll- uð skógarferð! Sannarlega ágætis hugmynd, og ég skil ekki hversvegna ég vildi það ekki. Jæja, alltaf er það eins, nú er ég svöng aftur! Hún fór frammúr og leitaði í matarskápnum, sem gerði sitt bezta til að líta út eins og ísskáp- ur. Þar fann hún þríhyrndan ostbita, sem hafði orðið afgangs daginn áður. Hún stráði pipar og salti á brauðsneið og tók að narta í hana. Bjart- sýnin fór að segja til sin aftur. En hún kveið fyrir þessum síðustu dögmn mánaðarins, og hin- um ófrávíkjanlegu sultartímum sem fylgdu þeim. Hún reyndi ávalt að halda sultinum í skefjum með sígarettureykingum, en það gerði aðeins illt verra. framhaldssaga eftir Colette þótt þú haldir henni I faðmi þínum. Þú ert betur til þess fallinn að boi'ða heima með allri fjöl- skyldunni, til að fá að skreppa út á laugardags- kvöldum, til að þykjast vera föðurbetrungur jafnvel þótt þú komist ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Mér leiðist einnig hérna. En ég hefi komið hér svo oft með öðrum mönn- um, að það er ekki svo alvarlegt. Mínum leiðind- um má skipti milli Beckers og Espívants og Puylamare og annarra, sem þú hefur aldrei heyrt minnst á. Eða kannske þú hafir heyrt talað um Julie var margt betur gefið en að neita sér um að borða, og hafði hún þó reynt ýmsar leiðir til að minnka við sig skammtinn. — Of snemma á ferðinni fyrir ostrurnar, en það er nú fleira matur en feitt ket. Ég gæti hæglega komizt af með tiu franka á stéttinni fyrir framan litla kaffihúsið. Og glas af múskatvíni til að skola snarlinu niður með! Á meða.n hún var að borða brauð með osti hnusaði hún út í hlýjan nónrak- ann. — Bara að við fengjum nú að halda þessu veðri í tvo mánuði enn, tvo mánuði án þess að þurfa að vera að hafa hugann við hlýja kápu! Hún gáði ekki á klukkuna, heldur fleygði sér á rúmið og reykti fyrstu sígarettuna sina. Allt rifjaðist upp fyrir henni frá kvöldinu áður, hvert smáatriði, hinn ferlegi kvöldverður og skemmti- atriðin í Tabarin, og svo það, þegar hún hitti Beatiix de la Roche-Tannoy. Hún var fyrver- andi yfirstéttarkona, sem hafði gerzt kaffihúsa- söngkona. Þriðja stjarna á auglýsingaspjöldun- um í Ba-Ta-Clan! Aumingja Beatrix ímyndar sér, að hneyksli hjá yfirstéttarfólkinu verði spennandi um aldur og æfi! Við fórum öll að sjá hana, þegar hún kom fyrst fram á sviðinu í Casino. En það kom nú fljótt í ljós, að stóra la Roche-Tannoy nefnið, undir öllum þessum höfuð- djásnum og strútafjöðrum, var jafnvel enn ergi- legra en i daglegu lífi. Svo við reyndum öll að gleyma þessu. Julie leiddist enn, þrátt fyrir hin beru kjötfjöll uppi á sviðinu og dansgólfið i Tabarin, svo hún vék fyrir vini sínum. Hún var með þeim hold- ugri og var með strýtulaga miðaldalegt höfuð- fat á höfðinu. Julie kynnti Caco Vatard. — Coco, pantaðu dálítið meira af kampavini handa frú de le Roche-Tannoy. — Allt í lagi, sagði Coco með einskonar kurt- eisiskunnugleika. — Ertu ein, Beatrix? — Já. Ég kom í viðskiptaerindum. Ég þarf aö hitta Sandrini eftir sýninguna. Hann vill ráða mig í vetrarrevluna. • - — Ertu ánægð með það? — 1 sjöunda himni. Það veit heilög hamingj- an, að ef ég hefði vitað betur hefði ég losað mig við þessa moðhausa og fábjána tíu árum fyr! — Þú hefur ekki fórnað miklum tíma, eða hvað, sagði Julie og gat ekki duUg einhverja grimmd. — Og hvað með þig? Hvernig gengur pabba þinum ? — Elskan mín, alveg stórkostlega. Hann er enn að temja nokkra fola í Carneilhan. — Nei, er það virkilega? mælti Coco. Heyrðu, ég vissi aldrei, að þú ættir föður á lifi. — Julie leit á hann án þess að segja orð, og síðan skiptust þær á brosum, hún og Beatrlx. — Þú sagðir mér aldrei frá því, að þú ættir föður á lífi. Hvers vegna sagðír þú mér það ekki? — Hef ekki haft tíma til þess, svaraðí Julie. Með hörkulegum hlátri gaf hún Beatrix til kynna, að hún hefði núverið átt stefnumót við Coco Vatard en kunnungsskapurinn við hann slcipti hana engu máli. Beatrix vai' skemmt, og hún gróf sitt stóra nef niður í glasið. — Og hvernig líður mömmu þinni, spurði Julie hana. Gift á ný, elskan, bara til að gera mér bölv- un. Orðin sjötíu og eins árs gömul! — Jæja, nú er mér öllum lokið! varð Coco Vatard að orði. Þetta er nú kvenmaður sem blaktir. — Coco, sagði Julie, skenktu meira kampavíni í glasið hjá Madame de la Roche-Tannoy. En hvað sagði Volodia við því, að hún giftist aftur? — Volodia? Hann vildi nú bara fremja sjálfs- morð. Imyndaðu þér bara, hann sem hafði verið opinberlega trúlofaður mömmu í þrjátíu ár! — Guð minn góður, sagði Coco Vatard. Ætl- aiðu að telja okkur trú, að hann hafi viljað fremja sjálfsmorð út af eildgamalli •— ég meina út af sjötíu og eins árs gamalli konu? Mig hlýt- ur að vera að dreyma! Framhald í nœsta blaði. VIKAN óskar öllum lesendum sínurn gleðilegra jóla ! VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.