Vikan


Vikan - 26.03.1959, Síða 2

Vikan - 26.03.1959, Síða 2
o Bólsturgerðin Bólsturgerðin Eftirtalin húsgögn ávallt á boðstólum: DAGSTOFUHOSGðGN: Útskorin sett Hringsófasett Armstólasett Lítil sett Sett með póleruðum sökkli Sett stoppuð undir arma Svefnsófar Stakir stólar Sófaborð úr teak Kringlótt borð úr teak Blómaborð Reykborð Borðstofuhusgögn úr teak: Húsgagnaáklæöi, margir litir. — Öll okkar húsgögn eru fyrsta flokks, og unnin af færustu fagmönnum. Greiösluskilmálar eftir samkomulagi þannig, aö við gerum viðskiptavinunum mögulegt að verzla við okk- ur þó kaupgeta sé lítil. — Sendum gegn póstkröfu. Bólsturgerðin h.f. Skipholti 19 — Sími 10388 PÓSTURINN Einn um þjónustu. Kæra Vika! Vænt þykir mér um að þú veitir rúm athuga- semdum um þjónustuna við almenning. Ekki er nokkur vafi á því að stórlega þarf þar um að bæta. Ég hefi lesið frásögn þina í Póstinum um gildaskála í miðbænum, og bréfið frá frænda okkar Færeyingnum. Nú vildi ég spyrja. Hefur þú ekki fengið neinar athugasemdir frá viðkom- andi aðilum. Reyna þeir ekkert að bera í bæti- fláka, eða skýra málin? Jóhannes G. J. SVAR: Pósturinn hefur ekki fenijið neinar at- hugásemdir frá viðkomandi aðilum, enda kannski ekki við því að búast þar sem ekki eru nefnd nein nöfn. Pósturinn hefur ekki enn séð ástæðu til þess að birta nöjnin, en hinsvegar get ég sagt þér til gamans, að þjónustustúlkur á „gilda- skála í miðbœnum“ hafa sent mér kveðju og sagst ekki mundu afgreiða mig. Ég hefi hins- vegar ekki haft tíma til þess að sannreyna hvort þeim er alvara, en sé svo, mun ég skýra nánar frá „Gildaskála i miðbœnum.“ Pósturinn mun enn um sinn veita frásögnum manna af þjónustu. —O— Mickey Mouse. Kæra Vika! Viltu gera svo vel og segja okkur hvort teikn- arinn heimsfrægi, Walt Disney, er lífs eða liðinn. SVAlí; Disney er fæddur í Chicago árið 1901 % desember. Gerðist auglýsingateiknari og stundaði það starf frá árinu 1919 til 1922. Byrjaði skömmu síðar að teikna kvikmyndir. Hann hefur skapað margar heimsþekktar teikniverur, og hefur marg- oft hlotið Oscars-verðlaunin. Mjallhvít var fyrsta langa teiknimyndin hans, en sú frœgasta mun vera Fantasia. Hann hefur einnig tekið venjúleg- ar kvikmyndir og hann hefúr lagt mikla áherzlu á að gera myndir sem sýna okkur lífið í nátt- úrunni. —O— Kæra Vika! Ágæt grein um prestana í Landakoti. Við mót- mælendur þekkjum allt of lítið til starfs kaþólsku prestanna hér. Vel að verið. örn. —O— Vikan mín! Fer hún ekki að hætta þessi framhaldssaga ? Hún er kynlega leiðinleg. Finnur —O— Ágæta Vika! Óvenjulegt og alveg nógu langt viðtalið við hann Kristin Hallsson. Skemmtileg hlið á þess- um ágæta söngvara. Kemur ekki meira af við- tölum í sama dúr? Jóhanna SVAR: Við höfum fullan hug á því. —O— Vika. Ég sakna mjög frumsamins efnis í þessu blaði ykkar. Sögur, greinar ljóð, gamlar minn- ingar og fleira væri vel þegið. Árni. —O— Milli tveggja elda. Kæra Vika! Þú verður að hjálpa mér. Þannig er mál með vexti, að ég er búin að vera lengi með sama stráknum. Við kynntumst strax í barnaskóla og vorum „vinir“, sem kallað er. Svo fór hann í annan gagnfræðaskóla en ég, en svo erum við bæði í menntaskóla núna. Hann býr ekki í sama bæ og ég, og fer þess vegna alltaf heim í fríum, þegar ég vildi helzt hafa hann hjá mér. Svo var það núna i jólafríinu, að ég fór á ball og þar hitti ég sérstaklega- huggulegan strák, sem ég varð dálítið skotin í. Hann segist vera voða hrifinn af mér og ég held, að hann segi það satt. Svo er það bara hinn, sem kemst að þessu og segir, að nú sé öllu lokið milli okkar, úr því ég geti ekki beðið hans undir svona lítilmótlegum kringum- stæðum. Hinn strákurinn veit, að ég hef verið með „vininum", en hefur fundizt á mér, að ég væri búin að gefa hann upp á bátinn. Ég veit svei mér ekki hvað ég á að gera, því ég finn, að „vinurinn" er ennþá hrifinn af fnér og sennilega á ég erfitt með að slíta að fullu og öllu samband- inu við hann, vegna þess að við þekkjum hvort annað mjög náið. En hinn er á margan hátt miklu betri strákur, hann er skapbetri og ekki eins tilætlunarsamur og hinn. Jæja, Vika mín, þú hlýtur að geta sagt mér, hvað ég á að gera, þú hefur ráðið mörgum svo vel, sem hafa verið staddir í vandræðum. Þín S. —O— Kœra S. Mér virðist þú gera allt of mikið úr þessu „vandamáli“ þínu. Ef pilturinn þinn, sem þú hef- ur verið svo lengi með, gerir veður út af slíkum smámunum sem þessum, finnst mér ekki mikill i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.