Vikan


Vikan - 26.03.1959, Síða 25

Vikan - 26.03.1959, Síða 25
IM fíA'.i GAMAJV Þessa mynd geta alllr lltað, ef þið farið bara eftlr reglunum. Nóið þið nú £ litina ykkar og litið eins og bókstafirnir segja til um. Bðkstafurinn B þýðlr blátt, Br — brúnt, G — grænt, O — orange eða appelsínugult, R — rautt, Y — gult og V — f jðiublátt. Það virðist svo sem teiknarinn, sem teiknaði þessa mynd, hafi gert ýmsar vitleysur, þegar hann teiknaði hana. Villurnar eiga að vera 14. Hve margar getur þú fundið? Þú skalt lita hverja villu, sem þú finnur og teldu slðan. Á eftir skaltu lita mynd- ina. Hér er dálitið skemmtilegt að fóst við. Reyndu að fó fram margs konar myndlr með því að brjðta myndina ó ýmiskonar hótt. BRUÐKA UPIÐ í ELDHÚSSKÁPNUM I gærkvöldi var mér boðið í brúðkaup, sagði Kaspar við Kláus og Maju. — Nei, er það? hrópaði Maja. — Hver er það, sem ætlar að gifta sig? Er það nokkur, sem við þekkjum? — Já, já, þið þekkið þau bæði nijög vel, sagði Kaspar, þau búa í postulínsskápnum í eldhúsinu. Kláus varð steinhissa og sagði. — 1 postulínsskápnum? Það er víst enginn, sem býr í skápnum. Þar eru bara föt og diskar, bollar og skálar. — Já, það er eitt par af þeim, sem ætlar að gifta sig, sagði Kaspar. Eg skil nú ekki, hvað þú átt við, sagði Kláus. — Rauði bollinn ætlar að kvænast bláa fatinu, sagði Kaspar. En þegar Kaspar sá, að hvorki Kláus né Maja vissu neitt um þessa ástarsögu, sem gerðist í eldhússkápnum milli rauða bollans og bláa fatsins, þá bað hann þau um að setjast niður og þá skyldi hann segja þeim söguna. En einmitt þá komu uppstoppaði bangsinn Teddý og trébrúðan Hermann inn í herbergið. Þeir vildu einn- ig heyra söguna alveg eins og tindátinn Tenn hershöfðingi. Þess vegna settust þau öll í hring um Kaspar, og hann byrj- aði á sögunni. Rauði bollinn og bláa fatið hafa verið ástfangin í langan tíma. En þó að þau hafi bæði búið í eldhússkápnum og sézt á hverjum degi, hafa þau aldrei farið út saman, af því að rauði bollinn var vanur að hanga á krók yfir hillu og bláa fatið stóð á hillunni fyrir neðan. Fólkið var vant að segja, að rauði bollinn og bláa fatið ættu ekki saman. Húsmóðirin var oft vön að líta á rauða bollann og bláa fat- ið, en hún tók þau aldrei, þeg- ar hún ætlaði að leggja á borð- ið, svo að þau liéngu þar hvort á sínum stað. I skápnum. En bæði rauða bollanum og bláa fatinu fannst þau vera mjög ein- mana og leið. Dag nokkum gerðist dálítið, hélt Kaspar áfram. Þegar hús- móðirin ætlaði að dúka borðið var hún svo óheppin að brjóta einn hvítan bolla og eitt hvítt fat. Nú er heima, sagði hún, hvað á ég nú að gera? Nú á ég ekki nógu marga bolla og föt. Og vegna þess, að húsmóð- irin átti ekki annarra kosta völ, tók hún rauða bollann og bláa fatið og fór með þau í borðstof- una. En hve þetta er fallegur rauð- ur bolli, hrópuðu gestimir, þeg- ar þeir sáu rauða bollann. Og hann lítur svo vel út við hlið- ina á bláa fatinu. Frá þeim degi voru rauði bollinn og bláa fatið saman á matborðinu á hverjum degi. Mikið voru þaú hamingjusöm. Og í gærkvöldi ákváðu þau að giftast, sagði Kaspar. — Hvar á brúðkaupið að fara fram? spurði Maja. — I skápnum, auðvitað, svaraði Kaspar. — Hver á að vera prestur? spurði Kláus. — Stóra silfurskeiðin, svar- aði Kaspar. — Hver á að vera brúðar- mey? spurði bangsinn. — Litla silfurskeiðin, svaraði Kaspar. — Hver á að vera brúðar- sveinn og halda á blómunum? spurði hershöfðinginn. — Litli glervasinn, svaraði Kaspar. — Hver á að leika brúðkaups- marsinn? spurði Hermann. — Það eiga að gera allir disk- ar og föt, skálar og pottar og pönnur. Þau eiga að klingja og slá oð hringja, svo að það verði brúðkaupsmúsik, sem á engan sinn líka. Þá munu rauði boll- inn og bláa fatið aldrei gleyma brúðkaupinu sínu. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.