Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 3
VIKAN
títgefandi: VIKAN H.F.
Blaðstjóm:
Hilmar A. Kristjánsson (ábm.)
Jónas Jónasson
Bragi Kristjónsson
Ásbjörn Magnússon
(auglýsingastjóri)
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Kristjánsson
Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð
kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir-
fram.
Ritstjóm og auglýsingar:
Tjarnargata 4. Síml 15001, póathðlf 119.
Afgreiðsla, dreifing:
Blaðadrelfing h.f., Miklubraut 15. Simi
15017.
Prentað 1 Steindórsprent h.f.
Kápuprentun i
Prentsmiðjunni Eddu h.f.
Myndamót gerð I
Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50.
i hjónarúmið, þá sé þeim bezt að hugsa ekki um
það. Þessi þjónusta ykkar þarna í Póstinum er
orðin nokkursonkar visir að Hjúskaparmiðlun.
. Einn.
SVAR: Einn minn. Aðstoð okkar kostar ekki
peninga. Ef menn óska hjálpar þá teljum við
sjálfsagt að greiða götu þeirra.
o-----o
Kœra Vika!
Ég sé að þú leysir úr hvers manns vanda svo
mlg langar til að biðja þig að leysa úr mínum
vanda líka og segja mér hvort sé búið að draga
í eftirtöldum happdrættum og hvaða númer hafa
þá komið upp.
1. Leikvangshappdrætti U. M. F. R. 29. des.
1958. 2. Happdrætti Þjóðviljans 23. des. 1958. 3.
Happdrætti Framsóknarflokksins 23. des. 1958.
4. Happdrætti Fáks 10. okt. 1957. Með fyrirfram
þökk fyrir svarið.
Virðlngarfyllst
Fáfróður
SVAR: Þvssu bréfi er hér með komið á fram-
fœri og við birtum fúsleg svörin ef berast.
o-----o
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð að segja mér hvort kendur
er söngur í Tónlistarskólanum I Reykjavík og
hvað maður þarf að vera gamall til þess að kom-
ast í skólann, ennfremur hvort krafist sé ein-
hverrar undirbúningsmenntunar.
Gógó
SVAR: Söngur er kenndur í skólanum, og til
þess að komast í skólann þarf ekki að hafa náð
einhverjum ákveðnum aldri, né heldur þarf sér-
staka undirbúningsmenntun.
o——o
Kæra Vika!
Þú virðist geta svarað öllu og þvi sný ég mér
til þín.
Ég er í vinnu hér í Reykjavík, og á kvöldin
kem ég oft til vinkonu minnar. Ég og bróðir
hennar erum gamlir kunningjar og mér er mjög
vel til hans. Nú vill svo til að ég hittí oft vin
hans þar sem ég vinn og er ég nú orðin ástfangin
í honum. Við fjögur dönsum oft þegar við förum
út saman og þá „sitt á hvað“ eins og kallað er.
Hvað á ég nú að gera til þess að hann verði hrif-
inn af mér', því það er hann víst ekki og ég held
að hann taki fremur lítið eftir mér.
SVAR: Ef hann tekur ekki eftir þér þegar þið
farið út að dansa eða hittist á annan máta, skaltu
hœtta að liugsa um vinin. Það er bara l sögun-
um sem hœgt er að gefa ástardrykki, og við höf-
um ekki einu sinni ímyndaða formúlu slíks drykks
o----o
Kæra Vlka!
Við þökkum þér kærlega fyrir allt lesefnið í
blaðinu undanfarið. Gætir þú gjört svo vel að
svara þessum spurningum fyrir okkur eins fljótt
og unt er.‘ Okkur voru gefnir eyrnarlokkar sem
á að stinga gegnum eyrun en hægt er að taka þá
úr þegar maður vill. Getur þú sagt okkur frá
lækni eða einhverjum öðum sem gerir götin fyrir
lokkana. Hvar er þá að finna? Fylgir mikil sárs-
auki ? Hvernig er það gert ? Með fyrirfram þakk-
læti fyrir svörin.
„Tvær á undan tímanum.“
SVAR: Þið eruð ekki á undan tímanum stúlk-
ur mínar, því ekki veit ég betur en að í tíð ömmu
minnar hafi konur borði lokka sem stungið var
í gegnum eyrnarsnepilinn. En tálið þið við ein-
hvem lœkninn, þeir eru vísir til að vita bezt
hvemig gatið er gert, eða hvort súrsauki fylgir.
o----o
Kæra Vika min.
Mikið værir þú góð ef þú hjálpaðir mér i vand-
ræðum mínum. Ég lét í sumar taka mynd af
dóttur minni á Litlu myndastofunni á mótum
Geirsgötu og Kalkofnsvegar, en nú er hún flutt
og bílasalan Aðstoð komni i staðin. Mér er sagt
að myndastofan hafi flutt eitthvað á melana. Eg
er búin að leita í símaskránni en get ekki fundið
hana, ég veit að hann heitir Magnús sem á hana,
en hvers son veit ég ekki. Mikið værir þú góð ef
þú hjálpaðir mér eins fljótt og þú getur. Ein i
vandræðum.
SVAR: Ef Magnús þessi veitekkihversson sér
þetta bréf er honum velkomið að koma upplýsing-
um á framfœri í póstinum.
PENNAVIIMIK
Birtlng & nafni, aldri og helmiliaf. kostar 10 kr.
Elvar Jónsson, Ártúni, Grindavik, viO stúlkur 16—18
ára. Kristin Bergsdóttlr, S'kólavegl 10 og- Sigrlöur
Jakobsdóttir, Faxa3tíg 1, báðar í Vestmannaeyjum,
við pilta og stúlkur 14—16 ára. Halldóra Ásmunds-
dóttir, Hólakoti og Guðborg Bjarnadóttir, Unnarholti,
báðar í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, við pilta 18—21
árs. Dídí Herbertsdóttir og Obba Simonardóttir, báð-
ar í Kvennaskólanum Varmalandi, Borgarfirði, við
pilta og stúlkur 18—20 ára. Gréta Sigfúsdóttir, Sand-
hólum, Tjörnesl, S-Þing., við pilta og stúlkur 16—20
ára. Guðrún Garðarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir,
Stjörnu, Neskaupstað, við pilta 17—20 ára. Annegret
Baldursdóttir, Hafnarbraut 8, Neskaupstað, við pilta
og stúlkur 16—19 ára. Einar Gestsson, Fiskiðjunni h.f..
herbergi Nr. 10, Vestmannaeyjum, við stúlkur 16—18
ára. Þröstur Þórhallsson og óskar Guðjónsson, m/s
Hamrafelli, Skipadeild S.Í.S., Reykjavik.
VIKAN
3