Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 20
Skyndilega var fjöldi manna, sem voru álitnir
3tanda á föstum fótum, algerlega á valdi Gilles.
Þótt einkennilegt megi virðast, leit Babin alls
ekkí út fyrir að hafa áhyggjur af þessu. Ef til
vill kvíðinn. En ekki hræddur. Var hann eklú
eins djúpt sokkinn og hinir? Gilles hafði ekki
eitín sinni litið á möppu hans.
Hann leit á koníaksglösin tvö, síðan á unga
mánninn. Hann skildi.
„Gaston!“ kallaði hann. „Helltu aftur í glösin.
Og ég ætla sjálfur að fá mér.“
Hann lyfti hendinni og kveikti sér í vindli sín-
um. Hönd hans skalf ekki hið minnsta. Síðan blés
hann, frá sér bláu reykskýi og sagði hinn róleg-
'aati:
„Verið ,þér bara rólegur. Flanið ekki að neinu.
Sjáið þér til, þér getið gert mikið ógagn....
ikið ógagn ... og það kann að koma ýmsum . ..“
Hann hætti skyndilega, en Gilles þóttist viss
um, að hann ætti við Gérardine frænku. Venju-
iega snerti hann ekki á áfengum drykkjum, en nú
drakk hann úr öðru koníaksglasinu jafnhratt og
hinu fyrra. Þegar hann bjóst til að fara, spurði
Babin:
„Hvert var orðið?“
Það vottaði fyrir einhverju, líku undirgefni í
rödd hans.
Einhverra hluta vegna, hefði Gilles aldrei sagt
Plantel þetta, en hann svaraði Babin hreinskiln-
islega: .
„Marie."
Hinn gretti sig og Gilles sagði:
„Skirnarnafn móður hans.“
Babin ‘drúpti höfði.
„Mér hefði átt að detta það í hug.“
Og, þégar Gilles var á leiðinni til dyra, bætti
Babin við:
„Flánið ekki að neinu, Gilles."
Gilles stóð á gangstéttinni fyrir utan og leit í
áttjna að búð Gérardine frænku, þar sem hún
sat inni. á litlu skrifstofunni með glerveggjunum.
,,ííg ætti líklega ekki að koma með yður
iengra," sagði Rinquet hikandi.
Gilles hafði gengið inn í dimman forsalinn á
Dómshöllinni. Rinquet beið árangurslaust eftir
svari, leit á húsbónda sinn og rá, að hinn síðar-
nefndi var alls ekki var við návist hans. Og eins
og ■ tryggur varðhundur, leit hann flóttalega á
rykfallinn stigann og gekk yfir á gangstéttina
handan við götima og beið.
Án þess að hika, hljóp Gilles upp stigann,
þar til hann koma að þykkri hurð. Þar var
engann að sjá, svo að hann opnaði dyrnar. Það
brakaði i hjörunum. Síðan var áhrifamikil þögn
og fimm eða séx svartklæddir menn litu í átt-
ina tll hans.
Gilles 'fahnst hann sjá fyrir sér ímynd réttlæt-
isins. Hann vissi lítið um dómsmál og gerði ekki
greinarmun á afbrotarétti og borgararétti.
Þetta var langt, grámálað herbergi með nokkr-
um stólum, eins og í skólastofu. 1 öðrum enda
þess sátu þrír dómarar, og fyrir framan þá
stóðu þrir menn og hölluðu sér kumpánlega fram
á eitthvað, sem einna helzt líktist afgreiðslu-
borði. Gluggi var opinn, og inn um hann barst
vorgolan og hávaðinn að utan, svo að þetta
minnti hann mun fremur á skóla.
Brakið í hurðinni virtist hafa komið þessum
mönnum algerlega úr jafnvægi, því að þeir horfðu
enn á hann undrandi. Þeir störðu eins og stein-
runnir á opnar dyrnar og svartklædda mann-
inn, sem inn kom.
Ef til vill var það fjarstæða, en Gilles komst
ekki hjá því að hugsa til þess, að ef til vill
hefði han nruðzt inn á leynilega ráðstefnu. Enn
einu sinni datt honum skóli í hug, þar sem þrír
eða fjórir kennarar spígsporuðu um tóma stof-
un og hentu gaman að refsingum þeim, sem þeir
ætluðu nemendum sínum.
Þegar Gilles lokaði á eftir sér, heyrði hann
sagt:
„Þetta er frændi Mauvoisin."
1 nokkrar mínútur reikaði hann um auða gang-
ana og leit inn í herbergin, sem virtust jafnauð
og gangarnir. Loks rakst hann á mann, sem
hann spurði, hvar hann gæti fundið rannsóknar-
lögregluna. Án þess að líta af brauðinu og súkku-
laðinu, sem hann var að borða, svaraði maður-
inn:
„Hver þeirra?“
„Sá, sem hefur með höndum Mauvoisin-málið."
„Til vinstri . . . síðan aftur til vinstri og þar
fyrir enda gangsins."
Hann fór eftir þessum fyrirmælum, þar til hann
kom inn í nokkurs konar fordyri, þar sem lög-
reglufulltrúinn og einn manna hans sátu masandi
og reyktu. Eins og dómararnir og lögfræðing-
arnir í borgararéttinum, þögnuðu þeir, þegar
Giiles birtist.
Hann þurfti ekki að spyrjast vegar frekar.
öðrum megin í herberginu var hurð með sand-
blásinni rúðu, og nálægt henni kom hann auga
á tösku Colette. Hann var í svo miklu uppnámi,
að honum brá við minnsta tilefni, og þegar hann
kom auga á þessa tösku, sem þarna beið eig-
anda síns, fór um hann hrollur, eins og hann
sæi fyrir sér eitthvert hrollvekjandi atriði í
þessum harmleik.
Gilles skeytti lögreglumönnunum engu, og áð-
ur en þeir gátu stöðvað hann, gekk hann að dyr-
unum og bankaði. Undrandi rödd að innan svar-
aði. Gilles opnaði dyrnar. Hið fyrsta, sem hann
kom auga á, var Colette, sem þarna sat í stól,
síðan sá han nrauðhærðan mann, sem sat við
stórt skrifborð. Maðurinn hafði augsýnilega bú-
izt við, að einhver lögreglumannanna væri að
raska ró hans. 1 fyrstu brá honum illilega, en
siðan stökk hann á fætur og ýtti Gilles á undan
sér út úr herberginu, eins og til þess að koma í
veg fyrir alvarleg helgispjöll.
„Ég get ekki tekið á móti neinum. Þér hafið
ekket leyfi til . . .“
Og hann skellti svo harkalega á eftir sér, að
glerið í hurðinni skalf og nötraði. Lögeglufor-
inginn og hinn maðurinn brostu hálfskömmustu-
lega, eins og þeir skömmuðust sín fyrir, að hafa
látið Gilles ganga inn. Þeir störðu á hann, þegar
hann settist á bekkinn hinum megin í herberginu.
Nokkrar mínútur liðu, stundarfjórðungur, hálf-
tími. Gilles tók að venjast þögninni, eins og þeg-
ar menn venjast myrkri, og hann tók að heyra
óminn frá röddum í næsta herbergi.
Á skitugum veggnum var skorkvikindi, sem
hafði af misgáningi rekizt inn i þessa ógnar-
stóru byggingu. Síðan kom hann augua á köngur-
ló, sem skreið ógnarhægt í áttina að kvikindinu.
Gilles starði á vegginn. Hann svitnaði í lófunum
og þerraði öðru hverju á sér ennið.
Honum brá, þegar hánn heyrði í skipi neðan frá
höfninni, og honum datt í hug, þegar hann kom
sjálfur til þessarrar borgar á skipinu Flint. Heit
golan lék um andlit hans, og hann minntist
kirkjugarðsins I Nieul og spörfuglanna í runnun-
um.
Hann hugsaði ekki. Ekki í rauninni. Hann gat
þaö ekki. Þegar hann var skyndilega orðinn pott-
urinn og pannan á allri þessarri hringiðu, gat
hann ekki fyllilega gert sér grein fyrir þvi, hvað
gerðist í kringum hann. En ef dæma mátti af
svipnum á andliti hans, virtist hann i djúpum
þönkum. Þegar þeir Rinquet höfðu arkað gegn-
um mannfjöldann fyrir skemmstu, hafði lítil
stúlka, ekki eldri en tólf þrettán ára reynt að
selja honum blóm. Hann hafði hreinlega ekki
séð hana.
Hann var sonur elskendanna tveggja i Rue
de l’Escale, sonur annars Mauvoisin-drengjanna,
þessa með síða hárið, sem var vanur að koma
gangandi á hverjum degi frá Nieul, með fiðlu
undir arminn, sonur Elise, sem hafði fylgt mann-
inum, sem hún elskaði um alla Evrópu, búið með
honum i skítugum gistihúsum og borðað með
honum á fátæklegum veitingastöðum. En rætur
hans voru dýpri. Hann var barnabarn annarrar
systurinnar yfir arinhillunni, þeirrar með fallega
andlitið, sem kom honum til þess að hugsa um
Colette, sonur múrara, sem loks hafði orðið vagn-
stjóri við kalknámurnar.
Þaðan kom hann, og hann var bundinn föst-
um, áþreifanlegum böndum. Samt var hann
ókunnur maður úr ókunnu landi, sem hafði kom-
ið þangað á daunillu skipi, reikað um hafnar-
bakkann með farangur sinn undir handleggn-
um, með rytjulega selskinshúfu á kollinum.
Hitt fólkið var öðruvisi. Það þekkti hvort ann-
að, hafði verið saman í skóla, talaði sama mál
og átti sameiginlegar endurminningar.
Gérardine Eloi var móðursystir hans. Hún hafði
einnig búið i æsku í húsinu við Rue de l’Escale,
sem hafði ómað af tónlist dægrin löng.
Hún hafði ekki gifzt farandstónlistarmanni,
heldur manni úr gamalli kaupmannaætt.
Hún hafði aldrei farið úr húsi sinu. Hún hafði
eignazt börn sin þar og alið þau þar upp, og
þegar maður hennar dó, hafði hún rekið búðina
sjálf.
Allt þetta hafði gerzt, þegar hann var í burtu
og vissi ekkert um La Rochelle, nema það, sem
foreldrar hans höfðu sagt honum, en sú mynd,
Framhaldssaga
eftir G. SIIVIEIMOM
sem þau höfðu brugðið upp fyrir honum, hafði
verið hrein og falleg, yndisleg borg, fallegir litir,
hreinasta paradís friðar og heiðarleika.
Stundum breyttist ómurinn frá hinu herberg-
inu. Það var þegar Colette talaði. Þegar Gilles
heyrði rödd hennar, þerraði hann á sér hend-
urnar og ennið. Lögreglumennirnir tveir stóðu
nú við gluggann og önduðu að sér hreinu loft-
inu.
Hann hafði komizt að leyndarmálinu og opnað
peningaskápinn, og hann komst ekki hjá því að
hugsa, að til þess hefði frændi hans einmitt ætl-
azt. Þetta dularfulla orð, sem varð að finna —
var það ekki eins og drekarnir, sem vörðu hellis-
munna, þar sem geymdir voru dýrmætir fjár-
sjóðir ?
Þessi harðgeri maður, sem talaði ekki við neinn,
sem fyrirleit meðbræður sína, fór vikulega i
pílagrímsför til fátæklega hússins i Nieul, til
þess að virða fyrir sér myndina af konunni, sem
varð daufari með ári hverju.
Það var þetta, sem hann hafði orðið að finna.
Hinn óviðjafnanlegi Mauvoisin skipti hann engu,
maðurinn sem ekkert gat stanzað, maðurinn sem
gekk þunglamalega um borgina, sem hann hafði
algerlega á valdi sínu.
Hver hafði verið ætlun Octave Mauvoisin?
Að þessi renglulegi stráklingur skyldi erfa völd
hans? Að þessi strákur skyldi hafa slík völd, að
hann hefði Samlagið á valdi sínu, og meðlimir
þess lytu honum í einu og öllu?
Stundum komst hann í slíkt uppnám, að hann
langaði til þess að stökkva skyndilega á fætur,
20,
VIKAN