Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 11
MAÐURINN GATAN er mitt heimili, Þar er ég alinn upp og því get ég með nokkrum sanni sagt að hún sé skyldmenni. Hún hefur refsað mér, glatt mig auðgað mig. Hún hefur ver- ið mér blíð og eftirlát og hún hefur ekki yrt á mig hlýyrði í dægur. Og ég elska hana. Eins heitt og sá einn getur elskað sem á ekkert nema það eina sem hann elskar. Menn horfa með grettu á þetta heimili mitt og mig barn hennar. Rétt eins og guð sjálfur hafi gefið fólki vald til þess að fyrirlíta heimili mitt, þótt ekki sé það eins búið og heimili annarra manna. Þó er mitt heimili mun stærra en annarra venjulegra manna. Og það er rikúlega búið húsgögnum, ef ykk- ur langar til að vita það. Húsgögn- um sem eru upplýst í fögrum glugg- um. Auðvitað er það svo, að ég get ekki komið í stofurnar mínar, því þeim er læst á kvöldin, en dæmi þekki ég um það, að ágætis hús- mæður noti sínar fegurstu stofur einungis til sýnis fyrir gesti sína. Gesti fæ ég líka. Þeir eru víða að, hafa hlotið mismunandi menntun og eru margvislega leiðinlegir eins og ykkar gestlr. Þeir eru mannlegir nokkuð, en ekki ýkja bjartsýnir. Lífið hefur kennt þeim að þolinmæði þrautlr vinnur allar, en þeir vita einnig að þraut- irnar eru meiri en þolinmæði raanna. Stundum setjast gestir mínir upp. Fara hvergi um hríð og þá er oft gleðskapur. Að vísu fátæklegur, því kaupið er lágt á eyrinni og vinna stopul. En þá er vinið gjöf góðra manna og þá eigum við okkar Unu- húss samræður. Upplífgandi um eilífa tilveru og listir og skáldskap. Fáir gestir mínir eru á skáldastyrk, hafa þó verið til, en þeir lesa bækur eins og aðrir Islendingar. Þá setjum við okkur á skrifstofuna mína, sem er imdir bát í fjöruborði og þar kveð- um við rímur eða syngjum ættjarð- arljóð eða atomkvæði um mávana sem guða á gluggann minn. Það yljar hjartarætur að kveða, þegar frost- fjúk er úti og kuldinn seitlar um rifur. Það er nú svona, að vont er að fá menn til að gera við rifurnar, og það er hörgull á tuskum sem stendur. Ég lifi í nokkuð hlutlausum heimi, hefi fáar áhyggjur af deginum á morgun, þvi stundum óska ég þess, þegar ég dorma í morgunsárinu, að ég sjái aldrei meir sól á suðurhimni. Náttúra þessa lands er mín. Eg sé sólina, þegar hún málai' Esjuna purpulrauða, og sit þá löngum og raula fyrir sjálfan mig og horfi á sléttan sjó, titrandi ljósadýi'ð frá öðrum bæ í fjarska og læt mig litlu skifta forvitnisaugnaráð vegfarend- snna. Oft, á þeim stundum, er eins og örli fyrir minningu um daga, löngu liðna. Daga þegar ég borðaði reglu- bundið og drakk ekkert, enda þá heilsuveilt og hóstandi ungmenni, sem pissaði imdir og hafði verki í mag- anum á kvöldin. Eitthvað man ég eftir dýrð íslenzkrar sveitar, slegn- um túnflákum og flæðiengjum, lygriu fljóti sem rennur meðfram hliðinni þar sem sveitin mín var. En það átti ekki fyrir mér að liggja að deyja þar, heldur er harðmölin minn staður. Bitur, segja menn. Hann er bitur auminginn. Þetta er rangt. Eg er ekki bitur. Ekki pilturinn sem bjó i litlum friðsælum dal. En maðurinn samlagast umhverfinu að nokkru. Og ég lifi í bitru umhverfi, manna sem ekki finna lengur til. Auðvitað drekk ég. Þegar molar falla á borð mitt ét ég. Þegar svefn- inn ásækir mig sef ég ef kuldinn heldur þá ekki fyrir mér vöku. Og þegar ég þarf að ganga mér til hress- ingar, þá fer ég meðal manna sem telja sig yfir það hafna að ganga með mér götuna. Ég er friðsamur í eðli mínu og hefi gaman að heyra manna raddir. Þá er mér hrir.t burtu með dónalegu orðbragði. Ég vil gjarnan finna mig meðal manna og vil þá gjarnan heilsa mönnum með handtaki. Það er gamall og góð- ur íslenzkur siður. Þá hlaupa menn inn og þvo sér. Skítugir rónar. Það kann að vera rétt, en ég kann enn að meta fegurð kvöldsins og heyri náttúruna tala við mig. Hún er orðin jafn einmana og ég. Og bráðum verð ég ekki lengur til. Þeir finna mig kannski kaldann við hlýjan ofn í kjallaraherbergi. Og veggirnir verða ómálaðir, og gólfið steinn. Yfir mig verður settur trékross, eftir jarðarförina. Og þegar árin líða munu menn ganga garðinn og spyrja hver annan. Hver var N.N. Þá velta menn vöngum yfir því hver ég hafi verið, kannski óþekkt skáld, kannski misskilinn listamaður. Kannski bara BROT ÚR DAGBÓK maður með sál, sem dó í þröngum kjallara, af þvi að þjóðfélagið mitt ói mig upp, til þess að gegna hlut- verki mannsins í strætinu. Þeir töl- uðu ósköpin öll um hæli fyrir menn eins og mig, en eins og svo oft áður voru það bara orðin tóm. Þeir höfðu ekki sérlegar áhyggjur af manninum i strætinu, því hann var ekki sonur neins. Og menn munu þvi halda áfram að deyja í þröngum kjöllurum og það verður leiðindakostnaður fyrir bæinn að skila þeim aftur .til jarð- arinnai'. Og þeir munu ekki byggja hæli í náinni framtíð. Til þess er ekki tími. Það þarf að byggja fleiri veitingahús og fleiri villur fyrir mennlna sem tala stundum á mannamótum um það að nauðsynlegt sé að byggja hæli. Svo endar það þannig, að náttúr- an veiður ein í alheimi. Og þá verð- ur gott að vera dauður . . . skyldunnar, þá átti ég nú ekki við . . . VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.