Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 8
Enn eínu sinni sat Julie milli Tom og Christen- sen lögregluforing'ja. Skerandi sterk ljós skinu á upphækkaða pallinn fyrir framan hana; en i kringum hana var myrkur. Menn sáust í myrkr- tnu. Þeir gengu um eirðarlausir, og stefnulausir; elnn þeirra hóstaði. tJtlinur Dahls sáust skyndi- lega bera við pallinn; síðan hvarf hann, um leið og hann settist fyrir framan Julie. Hún fann, að hún var orðin andstutt; það var ógerningur að fá nægilegt loft í þessu myrkri. Hún reyndi að draga andann djúpt og taldi um leið, eins og hún hafði gert í leikfimisæfingunum í skólanum. Inn- einn-tveir-þrír. Út-einn-tveir-þrir. Hurð heyrðist skellt. Þrir menn gengu fram á pallinn og sneru sér að henni. Tveir þeirra voru einkennisklæddir lögreglumenn. Þriðji mað- urinn — sem þeir héldu á milli sin — gnæfði yfir þeim, stór og mikill, klæddur rifinni skyrtu og skítugum buxum. Andlit hans var innfallið, og stór hönd hans rjátlaði við varirnar án af- láts. Julie reyndi að hafa augun af þessu en gat það ekki. Höndin hreyfðist í sífellu, hægt og hægt og hélt henni eins og dáleiddri. Annar einkennisklæddu lögreglumannanna lyfti pappírsmiða. „Charles Brunner," las hann upphátt. „Fjöru- tíu og eins árs. Handtökur —“ og svo framvegis, þar til þögn ríkti aftur í salnum. En höndin hreyfðist enn i sífellu og varð ógnarstór í aug- um hennar, og Julie vissi, þótt hana skipti það engu, að brátt mundi líða yfir sig. Hún riðaði við, drúpti höfði, og um leið var einhverju köldu og hörðu þrýst undir nef hennar. Ammóníakgufan stakk hana í nasirnar og hún vatt sér undan. Þegar lögreglumaðurinn þrýsti flöskunni aftur að henni, ýtti hún henni frá sér veikum mætti. „Þetýa er í lagi,“ sagði hún. „En yður brá, þegar þér sáuð hann, ekki satt?“ „Jú.“ „Vegna þess að þér könnuðuzt við hann, er það ekki ?“ Hún hugsaði um það, hvort ástæðan hefði verið sú. „Bg er ekki viss.“ Dkhl hallaði séð yfir hana. „Yður getur ekki verið alvara, frú Barton. Þér sóruð, að þér mynd- uð þekja hann, þegar þér sæjuð hann aftur. Hversvegna gefizt þér upp núna? Við hvað eruð þér hræddar ?“ „Ég er ekki hrædd.“ „Jú, þér eruð hræddar. Það leið næstum yfir yður, þegar séð sáuð hann, ekki satt? Vegna þess að, þótt þér hafið viljað gleyma honum, var það yður ógemingur. Þessar tilfinningar segja sannleikann." „Ég veit það ekki.“ „Lítið þá á hann aftur og sjáið hvað skeður. Gerið það fyrir mig, lítið þér á hann.“ Christensen lögregluforingi sagði: „Frú Barton, ef þér bregðizt okkur núna, getið þér farið og sagt blaðamönnunum frá því sem kom fyrir. Þeir hafa verið á eftir okkiu- eins og úlfar, og í þetta sinn vil ég láta þá vita, hvað á gengur." Fingur Tom gripu um axlir hennar. „Ég skil þig ekki, Juhe,“ sagði hann. „Hversvegna segirðu ekki sannleikann ? Þetta er maðurinn, er það ekki?“ „Jú.“ sagði hún og tók höndum fyrir eyru sér, til þess að heyra ekki hinar uggvekjandi raddir úr myrkrinu. „Jú. Jú." „Guði sé lof," sagði Christensen lögreglufor- ingi. Þá stóð Tom á fætur. Það blikaði á eithvað í hönd hans, og Julie hópaði upp, og í sama bili stökk maður aftan að Tom. Aðrir menn stukku að Tom, stólar ruddust úr vegi fyrir mönnúm, sem börðust eins og óðir hundar, þyrpingin færð- ist hægt í áttina að pallinum, en þegar að hon- um var komið, var hann auður, og um leið varð Tom að gefast upp fyrir ofureflinu. Tveir mannanna drógu hann skömmustulegir á fætur, en héldu honum enn í skefjum. Annar maður rétti Christensen byssuna og Tom kink- aði kolli. Hann var lafmóður, en einbeittur og harður. „Ég vildí gjarna fá hana aftur, ef yður er sama," sagði hann. „Mér er alls ekki sama," sagði lögreg;luforing- inn. Hann opnaði byssuna, tók úr henni kúlurn- ar, og Julie til mikils léttis, lét hann byssuna i vasa sinn. „Barton, þér eruð þannig á yður kom- tn, af ef ég sakaði yður um morðtilraun, mynduð þér alls ekki neita." „Það er satt.“ „Sjáið þér? Hversvegna látið þér okkur ekki um þetta? Okkur hefur gengið vel til þessa, ekki satt ? Og þegar frú Barton kemur fyrir rétt, er Brunner svo til dauður, og þér getið gleymt honum að eilifu." Lögregluforinginn leit á Julie. „Er þetta ekki satt?“ spurði hann hana. „Jú“ hvíslaði Julie, eins og í bæn. Tom brosti. „Ég vildi helzt fá byssuna mína aftur." Lögregluforinginn stóð orðlaus um stund, síðan tók hann á vasanum, þar sem hann geymdi byss- una, eins og til þess að fullvissa sig um, að hún væri þar enn. „Einhvern tíma seinna," sagði hann ákveðinn. Mennirnir slepptu Tom, sem riðaði og greip í þá sér til stuðnings. Andlit hans var skyndilega náfölt, en hann brosti, þegar hann ávarpaði lög- reglumennina. „Það þarf víst að ná í lækni," sagði hann glað- lega. „Ég er hræddur um, að þessi fantar hafi brotið á mér löppina." Meðan hann var á spítalanum, yrti hann ekki á neinn. Þegar hann fékk loks að fara heim með fótinn í gifsi frá ökla upp að hnéi, talaði dr. Vaughn við hann inni i setustofunni. Læknirinn hlaut að hafa verið hreinskilinn við hann. Þegar hann fór, hafði Julie tekið í sig kjark og farið inn í setustofuna, þar sem maður hennar tók á móti henni eins og noaður, sem nýlega hfefur verið gefið inn rammt meðal, sem hann er ekki viss um, hvort verði honum að neinu gagni. Síðan klappaði hann á sætið viS hlið sér. „Við ættum að komast hérna fyrir ég og þú og þessi löpp. Komdu og seztu hjá mér.“ Hún settist og spennti greipar í kjöltu sér. „Vaughn hefur verið að segja mér til synd- anna," sagði Tom skyndilega. „Og ég er feginn því. Þetta hefur verið hræðilegt fyrir þig, Julie, og ég hef síður en svo verið hjálplegur. Ég hef aðeins gert illt verra. Og ég hef blek;kt sjálfan mig. Ég hef talið sjálfum mér trú um, að allt sem ég hef gert til þessa, hafi verið þér fyrir beztu, en ég hef ekki hugsað um annað en sjálf- an mig. Er það ekki satt?" „Ég veit það ekki,“ sagði Julie. „Og mér er sama. Mér er sama, vegna þess að þú talar um það við mig. Það er hið eina, sem ég þoli ekki, — þessi þagmælska þin.“ „Hefur það verið mjög slæmt?" ,,Já.“ „En þú skilur hversvegna, er það ekki ? Það var eitthvað, sem kvaldi mig. En nú er því lokið. Ég sver það. Þú trúir mér, er það ekki, Julie ?" Hún hikaði. „Jú.“ „Ég sé ekki hvort þú segir sannleikann bak við þessi dökku gleraugu. Taktu þau ofan og leyfðu mér að sjá." Julie lyfti gleraugunum og hann virti hana fyrir 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.