Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 6
 Heimur í hnotskurn“ Hvemlg verða bófafélög tll? ÍÉg er einn þeirra, er var á barnsaldri í lok síðari heims- styrjaldar. Ég efast um að striðið hafi haft bein áhrif á mig og í jafnaldra mína, en það hafði ó- A bein áhrif á okkur. Börn gera sér sjaldnast grein , » fyrir þvi, sem er að gerast, en þau mótast af þeim Einda, sem er ríkjandi og þeim tilfinningum, er ber mest á í fari þeirra, sem þau umgangast. Smitunin var auðsæ. Hver, sem hefur séð litla drengi í vigahug, bókstaflega tryllast af kvalalosta, hlýtur að verða hugsi. Ef til vill spyrja þeir sjálfan sig. Hvaðan kemur barninu þessi lllska, þessi grimmd? Þau áhrif, sem við urðum fyr- ir gprófu um sig, og skömmu eftir stríðslok báru þau ávöxt. Fyrsta bófafélagið, er ég heyrði talað um, hafði aðsetur í porti við Hverfisgötu. Það var voldugt félag, og ytirleitt voru reyndir og forhertir strákar í því. Eg man, að við, sem fréttum um bófafé- lagið, lögðum mikla aðdáun við þá, sem við vissum, að voru með- limir í því. Félag þeirra stækk- aði smám saman. Undirdeildir voru stofnaðar hingað og þangað um næsta nágrenni. Aðalfélagið var kjarninn. Þaðan komu þeir strákar, sem síðar áttu eftir að skipuleggja hin einstöku félög. Nokkru áður en félagið, sem ég átti mest saman viö að sælda, var stofnað, flutti strákur, sem var meðlimur hins stolta aðalfé- lags. Hann og foreldrar hans sett- ust aö VÍU sömu götu og ég bjð við. Hann varö síðar hvatamaður *ð stofnim félagsins okkar. Brátt urðu þessi systrafélög, er þannig voru stofnuð, sjálfstæð, og höfðu hvert fyrir sig sérstakt skipulag. En tengsiin við aðalfélagið rofn- uðu samt eigi ajveg. Frá því komu flestar grundvallarhugmyndir ©kkar um félagsstarfið. Til glöggvunar á mikilvægi þess, má nefna, að eftir að áhrifa þess hætti að gæta, þá varð félagsstarf okk- ar allt mjög lemstrað og árekstr- ar tíðir milli félaganna. Bófafé- lögin voru fámenn og ekki hleypt inn í þau nema öruggum strák- um. Og þeir, sem voru í félögun- um, litu niður á hvern þann strák, sem ekki var við þau riðinn. 1 sambandi við þessi félög, mætti geta þess, að þau voru eigi með lýðræðislegu sniði. Strax i byrjun var ákveðið, hver væri for- lngi, og síðan var ekki skipt um, nema foringinn yrði að hætta af einhverjum ástæðum. Ef einhver var óánægður með stjómina, varð hann að skipta um félag, eða hætta. Hátiðieg vfgsluathöfn. Það var mikil upphefð fyrir mig, er ég var 10 ára, að fá inn- göngu í bófafélagið, sem hafði aðsetur í bragga upp á Skóla- vörðuholti. Við vorum þrír, sem urðum þeirrar náðar aðnjótandi sama kvöldið. Vígslan var framin á mjög hátíðlegan hátt. 1 bragg- anum var komið fyrir miklum svörtum krossi. Sitt til hvorrar handar honum loguðu kerti. Sá, sem átti að innritast í félagið, kraup niður fyrir framan kross- inn, og hafði yfir þau orð, sem foringinn lét hann segja. Síðan var honum afhent merki félags- ins með áletruðum einkennisstöf- um. Við, sem vorum þannig inn- ritaðir, hlustuðum í fyrsta sinn á aðalfund félagsins. Þar var gerð áætlun um fjáröflun á árinu. Fé- lagsmenn skorti mjög ýmis tæki til iþróttaiðkana, og þar að auki andlegt fóður, en það var að mestu leyti hazarblöð. 1 þeim sáum við oft snjallar hugmyndir. Þau voru því trygging fyrir því, að \úð drægjumst ekki aftur úr tækni- lega. Síðan var skipt í flokka, og var einn reyndur félagi í hverjum flokki, venjulega með tvo aðstoð- armenn eða nemendur. Tvisvar í viku fóru fram æfingar. Við æfð- um bæði íþróttir, tefldum og spil- uðum. Skipuleg kennsla fór fram í þjófnaði og ýmsu öðru, er full- orðnir halda leyndu fyrir börn- um. Eins og oft verður í slikum félagsskap, prófuðum við okkur áfram á kynferðissviðinu. Marg- Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að ieysa vandræði allra er til hans leita. öll bréf sem þættinum eru send skulu stfluð tU Vik- unnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur“. ar stelpur á okkar reki virtust haldnar samskonar forvitni í þess- um efnum og voru til 1 tuskið. En oftast voru samt kynfýsnirnar í lélegu hlutfalli við tilburðina. Þegar álitið var, að við hefð- um hlotið nóga æfingu í þjófn- aði, var farið með okkur 1 leið- angra. Þessir leiðangrar voru farnir á ýmsa merkisstaði, sem ég ætla mér að sleppa af vissum ástæðum. Þeir voru ekki ákveðnir alveg út í loftið. Við margar end- urtekningar og mikla reynslu, hafði skapazt hefð. Hvert félag hafði afmarkað svigrúm eða at- hafnasvið. En skemmtilegustu ferðirnar voru samt þær, sem við fórum á öskuhaugana. Þar stund- uðum við engan þjófnað, heldur tókum það, sem okkur fannst nýti- legt, eins og fleiri góðir menn hafa líkt gert. Þar tíndum við, auk ýmissa smáhluta, lituð og sæbarin glerbrot. Ég eignaðist mjög gott safn slíkra glerja í öllum litum. Glerin urðu að vera hnöttótt, og þótti sá mestur, er átti skrautlegasta og stærsta safn- ið. Ég álít að þessi söfnun hafi orð- ið mér mjög heilladrjúg, og varð hún til þess, að ég kynnti mér ýmislegt í sambandi við jarðfræði, því að steinar, sem við fundum þarna, vöktu forvitni okkar. En það var margt fleira, sem við fundum þarna og sáum. Aldrei mun ég gleyma hræðslu okkar við stóru rotturnar, sem héldu til í fjörunni. Einstöku sinnum fund- um við einnig hluti úr góðum málmum. Þó mundi það þykja rýrt samanborið við þau feikn, sem Pétur Hoffmann hefur fund- ið. Félagslíf og upplausn. Auk öskuhaugaferðanna, gerð- um við mikið að þvi að fara i veiðiferðir. Annaðhvort. var farið niður að höfn eða niður að sila- læknum, er rann í litlu tjörnina I Hljómskálagarðinum. Oft komum við með litlar lýsur eða ufsa, sem við höfðum veitt í höfninni, en enginn þorði samt að eta þá, þvl okkur var sagt, að þeir væru ó- ætir. Þessar veiðiferðir voru oft farnar á vegum félagsins, og við keyptum sílaháfa og önnur veiðar- færi fyrir peninga úr félagssjóði. Þótt þjófnaðurinn yrði til þess, að félögunum var haldið leyndum, var hann hann á engan hátt aðal- markmið félaganna. Þau voru fyrst og fremst „leikfélög". Þau áttu það sameiginlegt, að aðstæð- ur meðlimanna voru svipaðar. Við vorum flestir synir verkamanna eða miðstéttarfólks, sem var svo önnum kafið, að það mátti eigi vera að því að sinna vandamálum okkar. Msrgir okkar bjuggu einn- ig við lélegt og þröngt húsnæði, og lítið svigrúm var fyrir stráka heimafyrir. Við vorum því reknir út á götuna, en jafnvel þar mátt- unr við ekki vera í friði. Nauð- synin knúði okkur til samheldni, en samstaðan var líka að mörgu leyti grundvöllur fyrir friðsam- legri keppni milli félaganna. Við kepptum á ýmsum sviðum t. d. í knattspymu og mörguro öðrum iþróttum. En seinna meir hófst ófriður með félöguiMim. Mikil á- herzla var lögð á að handtaka forystustráka andstöðufélaganna og fengu þeir niðingslega meðferð, ef náðist í þá. 1 nokkur sklpti lenti í bardaga. Barizt var með heimatilbúnum sverðum og prik- um, en yfirleitt kom ekki til úr- slita. Bardaginn endaði næstum alltaf með því, að einhver úr ná- grenninu hringdi á lögregluna, og þegar við sáum til hennar, tvístr- aðist hópurinn í allar áttir. Þessar erjur voru spegilmynd tímans. Ómögulegt var að semja um friðsamlegt samstarf. Sundr- ungaröflin tóku völdin í félögum okkar alveg eins og í samfélagi hinna fullorðnu. En þessi sundr- ung stóð eigi lengi, því að félögin voru, er hér var komið sögu, S upplausn. Áhugi okkar og aðstæð- ur höfðu breytzt. Við vorum að komast á þann aldur, er leyfir ungmennum inngöngu i ,,félög“ hinna fullorðnu, hvernig sem þau munu reynast okkur. Lupus. G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.