Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 4
 8IB»I wmm i; ' ' : 1111 ^-v"’>',wiwiwwwte wt mwwn Konur óska þess, að þær geti betrumbætt eig- inmenn sína og haft áhrif á þá á annan hátt. A þann hátt verður konan jafningi manns sins, nærri honum, og þetta fyllir hana lífsgleði og stafsþrótti. Ekki vilja menn heldur eiga fullkomnar eigin- konur. Menn vilja geta kennt konunni eitthvað, bæta úr göllum hennar og hreint og beint ríkja yfir þeim. Og slungin er sú kona, sem lætur mann sinn lifa í þeirri blekkingu. Ung hjón ættu að skeyta smágöllum i fari hvos annars sem minnst. Fullkomnun er mann- inum óbærileg, og nokkrir smávægilegir gallar hæna ung hjón enn meir hvort að öðru. Eru ungir menn afkastameiri en rosknir? Á sumum sviðum eru ungir menn afkasta- meiri, en hið gagnstæða kemur aftur fyrir á öðr- um sviðum. Rannsóknir hafa leitt I ljós, að fram- farir á sviði eðliðsfræði, efnafræði, læknisfræði og líffræði eru oftast verk yngri manna en sex- tíu ára. En framámenn á sviði lagavísinda, stjórn- mála, trúarfræði, utanríkisþjónustu og hernaðar- vísinda eru oftlega komnir yfir þann aldur. Það hefur einnig sýnt sig, að afköst og sköp- unarhæfileiki eru mismunandi lengi að þroskast, og fer allt eftir því á hvaða sviði afköstin eru gerð. Einstaklingurinn er mismunandi lengi að ná fullkomnun sinni á hinum ýmsu sviðum tækni og vísinda. Því miður minnka afköst sumra roskinna manna, vegna þess að þeir halda, að slikt sé 6- hjákvæmilegt. Það er mjög erfitt fyrir mann að halda baráttumóð sínum, þegar hann tekur að reskjast, vegna þess að honum er talin trú um, að á hans aldri minnki afköst manna til muna. Og þessvegna á roskið fólk, í fullu, fjöri, það til að draga sig í hlé í algerri uppgjöf. En til allrar hamingju viðheldur margt eldra fólk hugrekki sinu og festu, og stendur þá oft- lega yngra fólki fyllilega jafnfætis. Við þekkjum mörg dæmi þess, að fólk, sem komið er á efri ár, beitir sér eftir fremsta megni og lætur engan bilbug á sér finna, þótt halli undan fæti. Er nám vísindagrein? Sannarlega er hægt að kenna flestum mönnum að stunda nám sitt af meiri nákvæmni en áður. Auðvitað er viðhorf nemandans gagnvart við- fangsefni sinu snarasti þátturinn. Markmið náms er að læra, og nemendúr öðlást betur lærdóm, ef þeir stefna að einhverju settu marki og er við- fangsefnið ljúft. Flestum er hollast að skipta námi sínu skyn- samlega niður. Nemendum ber að stunda nám sitt fast og jafnt, og er það mun öruggara og áhrifameiri aðferð en að læra allt í einni skorpu fyrir próf. Með öðrum orðum ■— nemandinn lær- ir meira með því að lesa tvisvar sinnum i einn klukkutíma en með því að lesa einu sinni í tvo klukkutíma. Þessvegna er skyndinám fyrir próf sorgleg tímasóun. I stað þess að lesa allt í einni lotu fyrir próf, gæti nemandinn tileinkað sér mun meir, ef hann dreifði námi sínu yfir vissa tímalengd. Fyrir hvern dag skyldi efnið lært sem ein heild, frekar en samhengislaúsir bútar. Yfirleitt mun nemandinn læra eitthvert efni betur, ef hann les það í heild í stað þess að fullnema sig í einu efni, áður en lagt er út í annað. Til dæmis er auðveldara að læra utanbókar, ef það er lesið sem heild, i stað þess að læra hverja vísu fyrir sig. Það er höfuðskilyrði, að nemandinn skilji við- fangsefni sitt. Hverjum nemanda er holit að þylja yfir lesið efni, þegar efnið hefur verið end- ursagt af nemandanum, eru meiri líkur til þess, að það verði honum minnisstæðara. Flestar konur, sem komnar eru yfir tvítugt, eru, farnar að líta raunsæjum augum á hjóna- baridið. Flestar stúlkur undir tvítugu, hugsa sér hjónabandið sem gallalausa stofnun og setja verð- andi manni sínum slík skilyrði, að sá maður yrði undantekningarlaust afundinn. En þegar stúlkan þroskast, markast viðhorf hennar gagnvart líf- inu og ástinni af meiri hagsýni en hugsjóna- stefnu. Þegar kona er orðin tuttugu og fimm ára, er henni orðið ljóst, að sérhver maður hefur sína galla, og að ástin er ekki fullkomnun hugsjóna hennar á yngri árum. Þeim mun skynsamari sem stúlkan er, þeim mun betur verður henni ljóst, að fólk hænist hvort að öðru vegna styrks og veik- leika hvers annars. Fólki þykir vænt um okkur, vegna þess að við erum mannleg, og að vera mannlegur er að hafa sína galla. Það væri næsta hrollvekjandi fyi’ir verðandi eiginkonu ef eigin- maður hennar væri algerlega gallalaus. Líta stúlkurnar raunsæjum augum á hjónabandið? 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.