Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 23
jólin og ekki skrifa þér bréf. En ég átti svo ann- rikt. En nú verð ég að þakka þér fyrir jólagjöfina — miðann á grímudansleikinn. Þú manst, að þú skrifaðir og sagðist óska þess að ég kynntist Mabel Upton? Já, nú er ég búinn að finna hana, og hún er yndisleg. Það gleður þig eflaust að heyra, að við höfum verið mikið saman um jólin. Hún býr hjá fólki, sem heitir Warren, og það hefur komið í ljós, að dóttir Warrenhjónanna er vinkona vinar mins, og honum var einnig boðið þangað. Það er ef til vill nokkuð snemmt að segja, að ég er orðinn ástfanginn i Mabel, því að þér finnst eflaust nógur timinn. Mabel er einmitt sú stúlkan, sem ég hef alltaf óskað að kynnast og giftast — skynsöm og alvörugefin og þjáist af ámóta mik- illi skemmtanafíkn og ég. Hún er grönn og dökk- hœrð — ekki ljóshærð og lostafull, því að slíkar stúlkur kann ég alls ekki að meta. Elg er þér ákaflega þakklátur, Angela frænka, fyrir að benda okkur hvoru á annað. Ég verð að játa, að í fyrstu leizt mér siður en svo á þennan miða, sem þú sendir mér, en það kom í ljós, að Þakka þér svo enn einu sinn, og gleðilegt nýár. NÝÁR. Þinn Alan." SPAUG Þegar Gústaf Adolf var á herferð sinni í 30 ára stríðinu, kom hann í kirkju eina og sá þar líkneski af öllum postulunum, tólf að tölu, í fullri líkamsstærð. Konung- ur ávarpaði líkneskin þannig: „Hvernig stendur á því, að þið hýmið hér á sama blettinum, í leti og ómennsku, í stað þess að dreyfast út um heiminn, eins og ykk- ur var skipað. Þið hafið nú staðið þama aðgjörðalausir svo lengi, að það er meir en komið mál, til þess, að þið farið að hypja ykkur út um heiminn til gegna skyldu ykkar.“ Kontmgur lét ekki staðar numið við orðin ein, heldur lét slá pen- inga úr postulunum, og dreyfðust þeir þannig út um heiminn. o---o Móðir var að sneypa son sinn fyrir það hve drykkfelldur hann væri og sagði með- al annars: ,,Þú ert eins og dýr!“ „Nei,“ sagði þá faðirinn; „það er rangt gjört af þér að tala svona.“ „Nú, nú, hvemig þá rangt?“ „Jú,“ sagði faðirinn; „þú gjörir dýr- unum rangt til; hefirðu, til að naynda, nokkurn tíma séð ölvaðan uxa?“ o-------------------o Einu sinni kvongaðist maður nokkur, sem verið hafði fremur slarkfenginn og óreglusamur. Eftir hjónavigsluna sagði tengdamóðir hans við hann: „Það er hátíðlegt atriði æfi þinnar, sem byrjar í dag, og ég vona að þú héðanaf gjörir nú engin glappaskot." „Já, það máttu vera viss um,“ sagði brúðguminn, „að þetta skal verða síðasta glappaskotið mitt.“ o---o Þjófur var leiddur til gálgans, og þusti mesti manngrúi saman til að horfa á af- tökuna. „Þvi emð þið að hlaupa drengir? Til hvers eruð þið að flýta ykkur?“ sagði þjófurinn; „ekkert verður gjört fyrr en ég kem.“ o---o Maður, sem hafði tvo um áttrætt, gekk að eiga 15 vetra gamla stúlku. Þegar hann leiddi brúðurina upp að altarinu, hvísl- aði meðhjálparinn að honum: „Þú ert að villast maður minn! — Þarna er skímar- fonturinn.“ NYJUNG í sama tæki. — eða Verð aðeins kr. 514,00. BARIXI ARIJM úr völdu efni lengd 117 cm., breidd 63 cm. kr. 671,00, með dýnu kr. 834,00. Send ósamsett ef óskað er. Leiðarvísir um samsetn- ingu fylgir. g Ferðarúm kr. 478,50. Ferðarúm með tjaldi, kr. 536,50. BARNARÓLUR kr. 144,00. kr. 472,50, mað gólfi kr. 561,00, stærð 87 cm. Auðvelt að leggja saman. KERRUPOKAR Hálfgæra og vatteraðir, ytra byrði, Poplin eða Satin, kr. 332,00. Algæra og Poplin ytra byrði sem hægt er að taka af. — Kr. 423,00. Allir kerrupokar sem við seljum, em frá Verksmiðjunni Magna h.f. í Hveragerði. — Þekkt gæðavara. TAW SAD Bamavagnar og kermr ávallt fyrirliggjandi í mörgum gerðum. PÓSTSENDUM UM LANDIÐ ALLT. FÁFNIR Vorzlunln Bergstaííastrætí 19, sími 12631.— Verksmiðjan Laugavegi 17, simi 12631. Pósthóif 766. — Símnefni Fáfnir. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.