Vikan


Vikan - 09.04.1959, Síða 2

Vikan - 09.04.1959, Síða 2
LANDSI NS MESTA ÚRVAL NYKOMIÐ: Weltmeister harmonikur. Model 1959. Píanóharmonikur 32 bassa, 2 hljóðskiptingar. — VerÖ kr. 1885,00. 48 bassa, 2 hljóðskiptingar. — Verð kr. 2045,00. 48 bassa, 5 hljóðskiptingar. — Verð kr. 2520,00. 80 bassa, 8 hljóðskiptingar. — Verð kr. 3970,00. 120 bassa. 16 hljóðskiptingar. 4 kóra. — Verð kr. 6.900,00. Vönduð taska innifalin í verðinu. Við höfum einnig mjög fjölbreytt úrval af lítið notuðum ítölskum og þýzkum harmonikum. Margar sem nýjar. Seljast með miklum afslætti. T. d. BORSINI (ítölsk), 120 bassa, 4 hljóðskiptingar í diskant, 2 í bassa. Verð áður kr. 5.920,00 nú 3900,00. Sabatini: 120 bassa. 4 hljóðskiptingar í diskant, 2 í bassa. — Verð áður kr. 5865.00 - nú 3975.00. Acordia Excelsior sem ný með 10 hljóðskiptingum, 120 bassa, verð kr. 5200,00. Serinelli 120 bassa, 10 hljóðskiptingar. Verð kr. 5250,00. Serinelli 120 bassa sem ný. 4 hljóðskiptingar. 2 á bassa. Verð kr. 4750,00 Scandali 24 og 32 bassa. POSTURINN Kæra Vika. Mig langar til að biðja um upplýsingar um Gitte og Lene, sem sýndu hér með Cirkuskabar- ettinum. Hvað heita þær fullu nafni, hvar eiga þær heima, eru þær systur og hvað gamlar? Með fyrirfram þökk, Didda. SVA2S: Þœr heita Gitte og Lena Pyskow, eru systur, fœddar í Danmörku. Gitte er 15 ára og Lene er 12 ára. Nú búa þœr viö Klostervang 1S, Roskilde, K.havn. o-----o Bréf frá 10 ára. / Kæri póstur, ég er 10 ára gömul og fer kl. 8.50 i skólann. Ég fer seint að sofa á kvöldin. Heldurðu að þú getir ekki sagt mér hvenær er bezt að fara að sofa á kvöldin. Vertu svo bless og þökk fyrir allt. Sigríður. Sigríður litla. Venjulegast veit mamma bezt, og ef hún segir þér að fara snemma að hátta þá er bezt að hlýða. Þegar þú ert búin að borða • kvöldmatinn þinn, svona um klukkan hálf átta, þá er gott að fara í rúmið, lesa kannski litla stund og vera sofnuð klukkan átta. Vertu svo blessuð Sigríður litla og þakka þér fyrir bréfið. o-----o Góða Vika. Segðu mér eitthvað um Noel Coward. Dísa. SVAR: Noel Coward er enskur rithöfundur, leikari og leikstjóri, fœddur í Teddington 1899. Hann hefur skrifað mörg leikrit, óperettur og einnig samið tónlistina. Auk þess syngur hann sjálfur. Ein þekktasta kvikmynd hans er um hafið og kallast á dönsku Havet er vor skæbne. Hann samdi leikritið Ærsladraugurinn sem Leik- félag Reykjavikur sýndi á sinum tima, og varð mjög vinsœlt. o-----o Vika. Hvernig stendur á því, að þið getið ekki komið með skrýtlur á baksíðuna, svo hægt sé að brosa? Viku eftir Viku komið þið með hundómerkilegar skrýtlur, svo að maður hlýtur að spyrja: Hvers- konar húmor hefur sá sem velur skrýtlurnar? Þaö á nú að birta mynd og æfiágrip þess manns. Við heimtum skrýtlur, sem geta talist það. Reynir. SVAR: Sá sem valdi skrýtlurnar, Reynir minn, hefur nú sagt upp stöðu sinni sem skrýtlumeist- ari. Staðan er þvi laus, ef þú hefur áhuga. Weltmeister. Verð frá 1000,00. Einnig margar aðrar úrvalstegundir fyrirliggjandi t. d. Honher, Scandali, Sóprani, Artisti, Frontalini. o. fl. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af því, sem við höfum fyrirliggjandi. Ný sending væntanleg. Við höfum einnig alls konar önnur hljóðfæri, svo sem mandólín, gítara, blokkflautur (10 teg.), trompeta, trompetkassa, trommur, trommustóla, nótnastóla, munnhörpur, tvöfaldar og krómatískar, svanaflautur, harmonikutöskur, einfaldar og tvöfaldar hnappaharmonikur, signalhorn, klarinettur, trommukjuða, trommubursta, harmonikunótur. Væntanlegt næstu daga: Trommusett, rafmagnsgítarar, saxófónar, rumbukúlur, „hí-hatt“, píanó o.fl. Alls konar skipti á hljóðfærum möguleg. Við tökum notaðar harmonikur sem greiðslu upp í nýjar. Látið fagmenn hjá okkur aðstoða yður við val á hljóðfærum. — Hljómlistin eykur heimilisánægjuna. — Kæra blað. Þakka þér fyrir komið efni. Magrir eru þeir sem skrifa þér til að segja álit sitt á efni blaðs- ins og kennir þar margra grasa. Ég tel, að þið þurfið að birta meira um hverskona skuggahlið- ar mannlegs lífs. Það hefur verið svo, að í hvert sinn sem eitthvert blað hefur birt sögu sem samrýmist ekki trú einfeldinga á það, hvernig lífið sé, er það kallað sorpblað. Þið hafið gefið okkur lesefni um eiturlyf, fóstureyðingar, og margt annað. Þannig á það að vera. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að bæta mein þjóð- félagsins ef sannleikanum er stungið undir stól, 1 öllum bænum verið ekki hræddir við að segja sannleikann, hversu sár sem hann kann að vera einstökum stéttum eða þjóðfélaginu í heild. Spill- ing er allstaðar, það vitum við, og þörf á því að segja fólki sannleikann. Út með sprokið herrar mínir. P. H. —O— Kæra Vika! Ég hefi tekið eftir því að margir lesendur þin- ir kvarta yfir framhaldssögunni. Sammála er ég um það að hún sé með afbrigðum leiðinleg. Stutt- ar famhaldsögur er betra að hafa, og þið hafið hitt vel í mark með Ofbeldi. Haldið þið áfram að birta stuttar framhaldssögur. En þegar þessum Kynlega arfi lýkur, hvernig væri þá að byrja með framhaldssögu eftir íslenzkan höftmd? Því yrði áreiðanlega vel tekið af lesendum. Finnur VERZLUNIN R í N Kæra Vika! Ég sé að þið þarna hjá Vikunni hafið hvers- konar milligöngu um kynni manna og kvenna, jafnvel með hjónaband fyrir augum. Nú vildi ég segja að ef menn geta ekki hjálparlaust komist Njálsgötu 23. - Sími 17692.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.