Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 21
en þegar hann kom auga á lögreglumennina tvo, harkaði hann af sér. Hann vissi. Hann var sá eini. sem vissi. Octave Mauvoisin vai’ föðurbróðir hans. Géx- ardine Eloi var móðursystir hans. Og kvöld eitt hafði hann, Gilíes Mauvoisin, haldið Colette í örmum sínum, Colette, konu föð- urbróður hans, og af vörum hennar hafði hann fundið lífið sjálft. Nú sat hann við dyrnar, veikbyggður og varn- arlaus. Bjöllu heyrðist hringt, og annar lög- reglumaðurinn svaraði. ■ t Hvað ætluðu þeir að gera við Colette? Þegar lögyeglumaðurinn kom innan úr herberginu, leít hann kaknvíslega á hinn manninn og gekk út úr herberginu út á ganginn. t Nokkrum mínútum siðar birtist hann ásam,t dr. Sauvaget, sem var órakaður og ræfilslegur föt hans voru krumpin og hann virtist eymdir. uppmáluð. Einmitt! Elskendurnir tveir! .■ Og Gilles vissi. Og Gilles var erfingi mannsins sem þessir tveir elskendur höfðu svikið. Þegar lækninum hafði verið vísað inn, kónj lögreglumaðurinn aftur fram í forsalinn og,lók- aði á eftir sér. Hann leit á úr sitt „Ég held ég fari og hringi í konuna mína." Þetta táknaði, að þetta hlaut að taka langan tíma, ef til vill nokkra klukkutima. Litla taskan, sem lá þarna auðmjúk, sagpi sína sorgarsögu. Hvað hafði Colette sett í tösk,- una? Hún hafði ekki grátið, þegar þeir korau að ná í hana. Hún hafði horfið óséð, næsturfj laumulega, eins og þegar sumt fólk deyr, til þess að kvelja ekki meðbræður sína. Og Gérardine Eloi var móðursystir hans Hann kunni þessa sögu nú orðið. Rinquet hafð’. sagt honum hana, Rinquet vissi allt. Hún hafði verið lofuð bankamanni í Crédii Lyonnais, sem hafði látizt úr tæringu nokkrunj mánuðum síðar. Siðan hafði hún gifzt Désirf Eloi, sem hafði verið fimmtán árum eldri er, hún. ' : „Furðulegur náungi."; Af vörum Rinquet, táknuðu þessi orð hálf; vitskertur. „fiann átti aðeins eina ástríðu — úr, gömul úr. jHonum voru send úr hvaðanæva, þar éð hann var frægur safnari. Allan daginn sat hann yfir úrunum sinum, tók þau sundur og setti þau saman á ný. Já, þau gengu svosem hjá honum. En á meðan, sviku launþega hans hann, svo að fyrirtæki hans, sem hafði verið eitt hið arðvæn- legasta i La Rochelle, hrundi loks sarnan. Þegar hann dó, var allt komið í kaldakol." Gérardine hafði búið yfir búðinni, þar sem hún hafði alið upp börn sín — nema á sumrin, þegar hún fór með þau i hús, sem hún átti við strönd- ina hjá Fourras. Þá kom að þvi, að hún varð að taka að sér rekstur búðarinnar. Hún varð að standa á eigin fótum, höndla við harðskeytta -braskara og tog- ara skipstjóra, sem reyndu að blekkja hana, sem mest þeir máttu. Ef til vill höfðu föt hennar hjálp- að henni, þessir svörtu silkikjólar, sem gerðu hana svo harðneskjulega. Framhald í nœsta blaði VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.