Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 26
HDLLYWDDD H6r sést ein vel þekkt frönsk fllmsljama í fang'inu á „elskhuga“ sínum. Orson Welles. Hann er talinn elnn önnum kafnasti leikari í veröldinni. Hann þarf að ferðast milli landa því hann er með margt • takinu í einu. Hann er meira að segja tek- inn til við klippingu á. myndum sfnum, en það starf er afar mikilsvert. Hann segist ekki geta gert neinn hlut auðveldlega, þótt allir tiaidi að allt liggi létt fyrir honum. Enginn er spámaður... Framh. af bls. 5 einlæga baráttu sína fyrir framgangi flestra listgreina og hann er skelegg- asti baráttumaður í hópi listamanna sjáifra fyrir bættum kjörum þeirra. En listin skipar samt æðstan sess cg þar er hann allur og heill með húð og hári; það má ef til vill segja, að verk hans séu ekki aðgengileg yenjulegum hlustendur í fljótu bragði, mörgum finnast sum tónverk hans helzt minna á samleik hrossleggja, Öskutunnuhlemma og einhverra áþekkra tóla og ef til vill á það að vera þannig! En hvað sem því líð- ur segja þeir, sem gjörst ættu að þokkja til, að sjaldgæft hugarflug og frábær menntun sé aðalsmerki tónsmíða hans. Hann hefur erinfrem- ur gctið sér góðan orðstír fyrir hljómsveitarstjórn og Brynleifur Tobíasson skýrði frá því á sínum tíma, að hann hefði stjórnað 20—30 hljómsveitum víðs vegar á megin- landi Evrópu. Hann hefur ennfremur stjómað Sinfóníuhljómsveit Islands við góðan orðstír og sýndi þar mikil og skemmtileg tilþrif, bæði með „hönd- um og fótum og öllum sínum liða- rnótum". Jón er sagður vera góður rithöfundur og fræðimaður og margt hefur hann kannað, sem að öðrum lcosti hefði verið ógert látið. Áður fyrr var sagt um rímnalögin, að þau væru eftir Jón Leifs, en nú er sagt um lög eftir Jón Leifs, að þetta séu íslenzk lög. Jón Leifs hefur fengið margar hug- dettur, sem alþýóa manna hendir gaman að og þylcir benda til, að mað- urinn hafi í öllu sína eigin henti- semi. Hann hefur staðið í striði miklu vegna segulbandstækja í heimahús- um; gert harða aðför að útvarps- tækjum í fólksflutningabifreiðum og komið með tillögu um stofnun spila- banka handa erlendum ferðamönn- um til tekjudrýgingar fyrir land og list. Hann er líka áreiðanlega eini Islendingurinn, sem sigrað hefur gjörvallan Bandaríkjaher í orr- ustu — á nafninu til friðatím- um. Fyrir allt þetta og miklu fleira en unnt er að koma fyrir á einu blaði er hann orðinn ævintýrapersóna, ýmist hafinn til skýjanna eða virt- ur næsta lítils. En þrátt fyrir aug- sýnilega galla og það, sem ef til vill mættu kallast ókostir og stirfni, er maðurinn miklu skemmtilegri heldur en almennt er álitið. Að vísu er það vitað, að mál sín flytur hann máske frekar af kappi og karlmennsku en ekki alltaf með nægri forsjá, en þrátt fyrir það mun hann lifa lengur en flest hið misgóða, sem um hann hefur verið sagt á lífsleiðinni. Á FYRSTA TÍMARIT SINNAR TEGUNDAR ISLANDI FYRST MEÐ ALLAR NÝJUNGAR SVIÐI ALMENNRAR TÆKNI: BILA FLUGVÉLA BÁTA RADIO LJÓSMYNDA O. FL. O. FL. ALLT UM AHUGAMÁL ALLRA 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.