Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 15
Er hann tilvonandi eiginmaður ) Margrétar prinsessu? LORD PLUNKET UNGUR maðiu’, sem er dótturson- ur söngleikastjörnu, sem var uppáhald Broadway og London, er sterklega talinn vera líklegur sem eiginmaður Margrétar prinsessu. Hann er Patrick Terence William Span, 35 ára gamall, sjöundi barón Plunket, Deputy Master við heimili drottningar. Hinn hávaxtni og laglegi írski aðalsmaður hefur verið nátengd- ur konungsfjölskyldrmni siðan hann var barn. Þó að það sé hluti af skyldustörfum Plunkets lávarðar að vera fylgdarmaður konungsborins fólks — eins og Peter Townsend gerði —■ segir fólk, að aldrei hafi Patrick og prinsessan sézt jafnoft saman og nú. Hver yrðu viðbrögð drottn- ingarinnar í þessu máli ? Sem tilvon- andi eiginmaður Margrétar prinsessu hefur Patrick Plunket engan af hin- um augljósu göllum, sem hindruðu Peter Townsend í að öðlast ná fyrir augum ensku konungsfjölskyldunnar. Hann hefur aldrei verið kvæntur — ekki eínu 'sinni trúlofaður. Hann er auðugur, titlaður og hefur lært í Eaton. Hann var höfuðsmaður í írska lífverðinum og hefur verið óaðfinn- anlegur hirðmaður í 11 ár. Hann er einlægur meðlimur Ensku Biskupa kirkjunnar, og hann hefur verið vin- ur drottningarinnar og systur henn- ar, síðan hann var lítill drengur. Allt þetta gerir hann mjög ákjósanlegan ungan mann. En það, sem er gott t.alið í Mayfair, er ekki víst, að sé eftirsóknarvert við hirðina. Því að Plunket titillinn er mjög ungur að konunglegu mati. Fyrsti baróninn var lögfræðingur, sem fékk titil sinn 1827 sem laun fyrir störf sin sem yfirdómari og ráðherra Irlands. Þó að drottningin, hertoginn af Edin- borg og drottningarmóðirin fari ekki í launkofa með vináttu sína við Patrick, gæti verið, að þeím þætti ættleggur hans nokkur hindrun, ef liann kvænist inn í fjölskylduna. Sem þriðji i-íkisarfi ensku krúnunn- ar kynni Margrétu prinsessu að finn- ast það dálítið óþægilegt að segja börnum sínum: „Langamma ykkar var söngleikastjarna, og langafi ykk- ar var demantakonungur í Suður- Afriku. Móðir Patricks var einka- barn hinnar frægu Fannie Ward af fyrsta hjónabandi hennar og mill- jónamæingsins Joe Lewis. Þessu h iónabandi lauk í skilnaðarréttinum 1913, þegar skilnaður var litlnn horn- auga. Annar og fjórði barón Plunket voru biskupar og hinn fimmti var landstjóri í Nýja Sjálandi, en heiðar- leika er ef til vill ekki nóg að leggja á metaskálarnar fyrir Patrick. Það kann að vera vegna þess, að þótt bæði Georg konungur VI. og hertog- inn af Glouester kvæntust út fyrir raðir konungsætta, voru konur þeirra báðar af gömlum og göfugum ættum. Elísabet drottning, móðir núverandi drottningar er af hinni aldagömlu ætt jarlanna af Strathmore, Bowes- L.yon. Hertogaynjan af Gloucester er af ætt, sem var öðluð fyrir nærri 400 árum. En þrátt fyrir hina hugsanlegu agnúa, er það trú náinna vina kon- ungsfjölskyldunnar, að trúlofun Margrétar og Plunkets mundi gleðja drottninguna, þó að það mundi koma illa við afturhaldssama hirðmenn. Patrick hefur alltaf verið aðnjótandi sérstakrar ástar konungsfjölskyld- unnar. Þegar hinir ungu foreldrar hans fórust í flugslysi í Kalifomiu 1938, tók drottningarmóðirinn — sem þá var drottnlng — hina þrjá mun- aðarlausu Plunket drengi, Patrick, Robin og Shaun að sér. Upp úr 1920, þegar hinir þjóðfélagslegu múrar 1 Englandi fóru að hrynja, voru her- togahjónin af York — síðar Georg VI. og Elisabet drottning — nýgift. Þau urðu þá miklir vinir hinna auð- ugu Plunket hjóna, og sú vinátta ent- • ist, þangað til slysið varð. Þá hét drottningin því að reyna að bæta Plunket bönunum hinn mikla missi þeirra. Hún var guðmóðir Robins, en það var þó, einkum Patick — hinn friði, hrokkinhærði skóladrengur — sem varð fyrir koninginum og drottn- ingunni sonurinn, sem þau aldrei eignuðust. Og fyrir dætrum þeirra, Elísabetu og Margréti, var hann bróðirinn, sem þeim hafði alltaf lang- að til að eignast. Ljúfmennska hans, hógværð og gáfur höfðu áhrif á hina 12 ára gömlu „Lillibet," en hin ó- viðjafnanlega glaðværð hans og fyndini heillaði hina kátu og þrlflegu litlu systur hennar, Margréti — sem er sjö árum yngri en hann. Móðir þeirra sagði oft vinum sínr um frá ástúð Patricks í garð yngri bræðra sinna tveggja. „Hann er þeim eins og faðir," sagði hún og skýrði frá því, hvernig hann vandaði um við Shaun og gerði sér far um að breiða ofan á litla bróður sinn og bjóða honum góða nótt með kossi. Það var sama ábyrgðartilfinning, sem gerði Patrick staðráðinn í því að endurgjalda hinum konunglegu fóst- urforeldrum sinum alla ástúð þeirra. Frá þeim degi, er konungurinn sál- ugi gerði hann að meðreiðarmanni sinum fyrir 11 árum, hefur hann ætið verið fullkominn hirðmaður, alltaf við hinn konungiega olnboga, aldrei í sviðsljósinu. Nafn hans hefur aldrei verið tengt neinu hneyksli. Einkalíf hans hefur alltaf verið eins mikið tileinkað hinni konunglegu þjónustu og opinbert líf hans. 1 frístundum sínum fer hann á lax- veiðar með drottnigarmóðurinni, á dýraveiðar með hertoganum af Edln- borg og í útreiðar með drottningunni. Hinum stuttu stundum, sem hann er fjarverandi frá konungsetrunum að Balmoral, Landringham eða Wind- sor, ver hann til að líta eftir hinum blómlega garði sínum við heimili sitt að Mount Offham, West Malling, Kent. Þegar skyldustörfin valda þvi, að hann kemst í auglit almenninga í fylgd með Margréti pinsessu í leik- hús eða á næturklúbb, spyrja alltaf einhverjir: „Hver er þessi laglegi ungi maður, sem lætur prinsessuna hlægja svona mikið?“ Fátt fólk get- ur svarað þvi, því að Patrick Plunket hefur alltaf forðazt að láta á sér bera.' Hann er sjaldan ljósmyndaður, aldrei er haft við hann blaðaviðtal, og hann hefur mjög sjaldan sézt í fylgd með konu. Meðal hinna ó- kvæntu manna, sem væru hugsan- legi eiginmenn Margrétar, er það ein- ungis Plunket lávarður einn, sem aldrei hefur verið tengdur neiruii ann- arri konu. Mörg metnaðargjörn móð- ir í Mayfair, sem man, að Plunket drengirnir erfðu hálfa milljón ster- lingspunda við dauða foreldra sinna, sem hann hefur erft frá Fannie Ward, ömmu sinni, sem veldur ást Patricks á leiklist. Hin fagra leik- kona, sem var fædd Fannie Buc- hanan í St. Louis, Missouri, Banda- ríkjunum, var á leiksviðinu, þegar hún var 12 ára, var orðin stjarna 20 ára og átrúunaðargoð alla ævi. Hún fór fram og til baka yfir Atlants- Lord Plunket (í miðju) og Margrét prinsessa á leið i leikhús. hefur borðið í brjósti hjúskaparvon- ir fyrir hönd ungrar ólofaðrar dótt- ur sinnar. En sjöundi baróninn hefur gefið þeim litla uppörfun. Háborin Katherine Smith, systir bezta vinar hans, Hambleden greifa (af W. H. Smitli ættinni), er eina stúlkan, sem hefur sézt oft í fylgd með honum. En aldrei hafa sézt nein merki um ástarsamband þeirra á milli. Áður en atburðurinn um Peter Townsend gerðist, þegar þjóðin bókstaflega stytti sér stundir við að „gifta Mar- gréti,“ birtist nafn Plunkets láv^rð- ar aldrei á skránni yfir „þá hugsþn- legu“ ásamt Billy Wallace, mfJka- greifanum af Blandford, Dalneith lávarði og séra Simon Phipps. En nú segja vinir prinsessunnar, að hún sé aldrei jafn hamingjusöm í félagsskap nokkurs annars. Hún og Patrick hafa sameiginlega ástríðu á leikhúsum, og þegar ungi aðalsmaðurinn tók þátt í leiksýningu aðalsins, „Froskinum," hafði leikur Patricks mest áhrif á prinsessuna. Henni þykir mjög gam- an að ræða viö hann um leikrit, sem eru sýnd, og ber mikla virðingu fyr- ir áliti hans. Ef til vill er það blóðið, hafið hvað eftir annað til að leika aðalhlutverk í London og New York. Hún dó fyrir 7 árum, 85 ára gömul, og eftirlét dóttursonum sínum 14.000 sterlingspund. Fólk, sem þekkir elzta dótturson hennar, segir, að Patrick Plimket hafði erft töfra hennar og glaðværð og verzlunarvit fyrsta manns hennar. Joe Lewis var braut- ryðjandi i Kimberleynámunum og vgrð brátt milljónamæringur. Dótt- ursonur hans lagði arf sinn í nokkur fyrirtæki svo sem timburhús í Suður- Rhodessiu, sem framleidd eru í hlut- um og sett upp um allt land og hótel á suðurströndinni. Patrick fær í árs- laun um 2000 sterlingspund sem Deputy Master við heimili drottning- ar — starf, sem hann vinnur með dugnaði og aga hins æfða lífvarðar- foringja, en mildað af töfrum, sem gera starfsfólk hallarinnar fúst til að taka við fyrirskipunum hans. A siðastliðnum jólum sá Patrlck um hinar fögru blómaskreytingar í San- dringhamhöllinni, sem dottningar- móðirin dáðist svo mjög að. Aðals- maðurinn ungi er duglegur garð- yrkjumaður og þykir ekkert skemmtilegra en að hjálpa garð- yrkjumönnuhum í frístundum sínum. Ást hans á blómum hefur gert land- areign hans í Kent að fyrirmynd í blómarækt, jafnvel í héraði, sem nefnt er „Garður Englands.“ Þegar meölimir konungsfjölskyld- unnar, þar á meðal Margrét prins- essa, heimsækja hann um helgar, þykir honum samt gaman að klæðast baðmullarskyrtu og bættum leður- jakka og vinna í garðinum. En 1 London hefur hann orð fyrir að vera dálítill spjátrungur. Hann er alltaf fullkomlega klæddur, hann er vel vaxinn, og eru þau Margrét prinsessa glæsilegt par, þegar þau dansa sam- an. 1 samkvæmi í Holkham Hall, heimili jarlsins og greifafrúarinnar af Leicester dönsuðu þau cha—cha snilldarlega saman. Allir gestirnir veittu þvi athygli, að laglegi, ljés- hærði, ungi aðalsmaðurinn með bláu augun var sjaldan fjarri hlið prins- essunnar. 1 jólaleyfinu i Sandring- ham sáust þau nokkrum sinnum fara saman í ökuferð út í Norfolk sveit- ina, og var þá Plunket lávarður við stýrið. Þau snæddu hádegisverð sam- an á hverjum degi og fóru í reiðtúr flesta morgna. Ef Patrick fær hönd systur drottningarinnar, mun það verða vinsæll ráðahag- ur. Það mundi gleðja þá, sem vilja fá nýtt blóð í konungs- ættina með fleiri þjóðlegum hjónaböndum, en þó mundi það ekki verða of hneyksl- anlegt í augum hinna eldri ætta höfðingjanna, Sam- veldisins og erkibisk- upsins af Kantaraborg. ■ Giftist hún Lord Plunket ? 14 15 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.