Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 27

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 27
o < I < > < ► I SKÁK 1 Napoleon sem skákmaður Skákin, — hinn forni konunglegi leikur, er mikið iðkuð nú á dögum og af öllum stéttum þjóðfélagsins. Þessu hefur ekki alltaf verið svo var- ið. Það eru ekki mörg ár síðan dr. Emmanuel Lasker sagði frá því í undrunatón, að hann hefði séð tvo sjómenn sitja að tafli í Osló meðan þeir biðu eftir skipsferð. Áður var það svo, að skákin var aðeins iðkuð af hinum seðri stéttum. Sagan greinir oft frá því að skákin hafi verið konungleg dægradvöl. Napolecn var meðal hinna fremstu landhöfðingja, sem iðkuðu skák. Þeg- ar hann fór í herferðir, hafði hann ávallt með sér tafl. Munnmæli segja að hann hafi aldrei náð neinni yfir- burðaleikni þrátt fyrir áhuga sinn. Borðið saman við skákstyrk vorra tíma, þá verður að líta svo á, að skákhæfni hans hafi verið tæplega í meðal lagi. Skapgerð hans var þann- ig, að hann fór í flestu sínar eigin götur og eins var það i skákinni. Hann virti að engu hinar fræðilegu kenningar hennar, en sýndi oft skipu- lagshæfileika og mikla leikni í mið- tafli. Einkaritari hans, Bouriene, hef- ur sagt svo fá, að hann hafi forðast að tefla við sér sterkari menn. Skák- in var mjög mikið dýrkuð af hirð- meyjum Josephinu keisarafrúar, og oft var Napoleon niðursokkinn í skák við einhverja þeirra. Hér fer á eftir skák, sem var tefld í Malmisonhöll- inni þann 20. marz 1804. Napoleon leikur á hvítt gegn frú de Remusat. 1. Rc3, e5; 2. Rf3. d6; e4, f5; 4. h3 fxe4; 5. RXe4, Rc6; 6. Rf—g5?, d5; 7. Dh5t, g6; 8. Df3, Rh6; 9. Rf6t, Ke7; 10. Rxd5t, Kd6; 11. Re4t, KXd5; 12. Bc4t, Kxc4; 13. Db3, Kd4; 14. Dd3 mát. Nokkrum árum síðar varð Napo- leon samt að sætta sig við tap. Það var í skák sem hann tefldi við skák- vélina svonefndu. Maður að nafni Wolfang þóttist hafa fundið upp vélrænan skákmann árið 1770 og vakti það mjög mikla athygli um allan heim. Ummælin voru á þá leið, að nú hefði fyrst tekizt að finna upp vélrænan mann, sem gæti hugsað. Hinn vélræni skákmaður var á stærð við meðal mann og sat hann með taflborð fyrir framan sig. Borðið var í laginu eins og stór kassi og voru á því hurðir. Inni í borðinu og hinum vélræna Hkamling var komið fyrir urmul af hjólum, fjöðrum, skrúfum ásamt ýmsu fleiru. Wolfgang ferð- aðist víða með þetta viðundur sitt og hélt þá jafnan fyrirlestra. Flestum var þá gefinn kostur á því að fá sér skák við mannvélina. Áður en sýn- ingar byrjuðu var fólki gefinn kost- ur á að sjá innan í kassann, til þess að fullvissa sig um, að þar væri enginn maður, sem gæti hjálpað til. Vélamaðurinn var í gerfi Tyrkja með turban, langpípu og annað tilheyr- andi. Wolfgang trekkti upp nokkrar fjaðrir og svo byrjaði taflið. Vélin gerða góða leiki og fagnaði hverjum sigrinum af öðrum. Wolfang dó árið 1804, og hlaut þá skákvélina maður að nafni Mael- zel. Árið 1809 var þessi vél í höllinni Schönbrunn og andstæðingur hennar var enginn annar en Napoleon keis- ari. Skákin fer hér á eftir: Napoleon hafði hvítt. 1. e3, e5; 2. Df3, Rc6; 3. Bc4, Rf6; 4. Re2, Bc5; 5. a3, d6; 6. 0—0, Gg4; 7. Dd3, Rh5; 8. h3, BXe2; 9. Dxe2, Rf4; 10. Del, Rd4; 11. Bb3, RXh3t; 12. Kh2, Dh4; 13. Hhl, Dxg3t; 12. Kfl, Bd4; 19. Ke2, Dg2t; 20. Kdl, Dxhlt; 21. Kd2, Dg2t; 22. Kel, Rgl; 23. Rv3, BXc3t; 24. bXc3, De2 mát. Það er sagt svo frá, að Napolein hafi gert einn leik að gamni sínu, sem ekki gat staðizt, en vélin hafi óðar tekið manninn og flutt hann á sinn stað aftur. Leyndarmálið í sambandi við þenn- an vélræna skákmann stóð allt til ársins 1854. Eins og gea má ráð fyrir, þá komu fram ýmsar getgátur bæði í ræðu og riti í því augnamiði að ljóstra upp um leyndarmálið, en ekki kom þó fram nein fullnægjandi skýr- ing. Að sjálfsögðu leyndist leikinn skákmaður inni í borðinu en honum var svo snilldarlega fyrir komið, að hann gat leynzt í hvert skipti, sem einhver dyranna var opnuð. Það yrði langt mál og flókið að lýsa því, hvern- ig honum var fyrir komið og verður ekki farið út í það hér. Við viljum aðeins geta þess að leikir mótstöðu- mannsins bárust undir borðið á þann hátt að mennirnir voru segulmagn- aðir. Undir hverjum reit var komið fyrir fjöður, sem visaði á, hvert mennirnir voru fluttir. Skákin heillaði Napoleon til ævi- loka. Eftir að hann var fluttur til St. Helenu tefldi hann oft við Bert- rand herforingja. Eftirfarandi skák er sennilega frá þeim tima. Napoleon hefur hvítt, en Bertrand herforingi svart. 1. Rf3, Rc6; 2. e4, e5; 3. d4, RXd4; 4. RXd4, exd4; 5. Bc4, Bc5; 6. c3, De7; 7. 0—0, De5; 8. f4, dxc3t; 9 Khl, cXb2; 10. BXf7t, Kd8; 11. f Xe5, bXalD; 12. BWg8, Be7; 13. Db3, a5; 14. Hf8t, BXf8; 15. Bg5t, Be7; 16. BXe7t, Kxe7; 17. Df7t, Kd8; 18. Df8 mát. Lauslega þýtt úr Sjakk-Nytt. s p a u g ;; Maður nokkur kom til prests- < < ins síns og sagði: „Ég ætla að ■ • trúa yður fyrir mikilvægu <' leyndarmáli, en þér verðið að lofa mér því að segja það eng- (| um lifandi manni.“ <» „Það er skrítið,“ sagði prest- < i urinn; „hvernig getið þér ætlazt <' til að ég þegi yfir því, sem þér '1 getið ekki þagað yfir sjálfur ?“ ' ’ —O— o Lítill drengur fylgdi ömmu < > sinni til grafar; allt skyldfólkið <» stóð grátandi yfir moldum ' ’ hennar, nema drengurinn — '' honum vöknaði ekki um augu. ,, Drengurinn var spurður, því 2 hann ekki tárfelldi. „Ég vildi ♦ feginn gráta eins og aðrir; en ' ’ ég hef gleymt vasaklútnum ' ’ mínum heima," svaraði hann.“ .. RÆSTIÐ MEÐ kr. 2.520.00 AFHA RAFHA ryksugan er smlðuð með vlnnusparn- að fyrir yður i huga. Hún hefur fótstýrðan rofa, svo þér þurfið ekki að beygja yður við að setja hana af stað eða stöðva hana. Slang- an er fest og losuð með einu handtaki. Sér- staklega smíðuð áhöld fyrir allar hugsanlegar aðstæður fylgja hennl. H.f. Raftækjaverksmiðjan HAFNARFIRÐI SIMAR; 5 O □ 2 2 □ G 50023

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.