Vikan


Vikan - 04.06.1959, Side 19

Vikan - 04.06.1959, Side 19
HEILLARBRÚÐAN Smásaga eftir: GENE GILBERT fyrir annað. Ekki nema í nokkra mánuði að minnsta kosti. Þegar bréfin hættu að koma, hafði hann haldið, að hún skildi. Síðan hafði einhver náungi, sem þekkti þau bæði, sýnt honum úrklippuna, án þess að segja orð. Hún hafði látizt — orðið fyrir járnbraut. Bíll henn- ar virtist hafa setið fastur á járn- brautarteinunum, og hún hafði að því virtist ekki gert tilraun til þess &ð komast undan. Náunginn hélt ber- sýnilega, að hún hefði gert þetta viljandi. En Palmer vissi betur. Stúlkan hafði viljafestu til að bera, og hún hefði ekki framið sjálfsmorð vegna smávægilegrar peningaupp- hæðar og trúlofunarslits. Hann hafði freiztast til þess að taka niður brúðuna. Síðan hafði hann komizt að því, að það væri nokkurs konar merki um eftirsjá. Og hann þurfti alls ekki að áfellast sjálfan sig. Ef menn giftust öllum þeim stúlkum, sem þeir legðu lag sitt við, einkarlega í hans starfi... Og hann hafði rétt fyrir sér. Brúðan hafði loks fært honum hamingju: Elanore. Hún var falleg, af góðu fólki komin og vel efnuð. Auk þess kunni hann prýðilega við skapgerð hennar. Hún olli því, að hann langaði til þess að eignast lítið hús og lifa þægilegu lífi. Hún naut þess, sem hann naut, frægðar, að sjá nafn hennar í blöð- unum. Og hún elskaði hann, en hún skildi líka skapgerð hans. Framundan sá hann lítinn akur, þar sem hún beið hans. Þau myndu aka saman heim, giftast og fljúga á brott. Hann hallaði vinstri vængnum niður á við og sveimaði letilega yfir akrinum. Skær blettur leystist frá löngum, svörtum bílnum. Elanore veifaði hálsklút sínum. Þetta var sönn þjónusta: — Stúlkan hans beið þama og veifaði til hans, meðan bílstjóriim hennar beið eftir þeim í bílnum. Hjartað hoppaði í brjósti hans. Þetta var einkavöllur, þar sem eng- inn umsjónarmaður var til trafala, svo að hann gat nú sýnt henni, hvað í honum bjó. Hann herti ferðina og steypti sér niður á við, síðan sveigði hann skyndilega upp á við, og stakk sér kollhnís aftur á bak. Hann rétti vélina af, vaggaði henni til og rétti hana síðan aftur við. Hann kom auga á brúðuna, þar sem hún sveiflaðist til og frá uppi I loftinu og glotti með rauðum silki- vörunum. Hann brosti og sló til hennar nokkrum sinnum og leit síð- an á hæðarmælinn. Hann var enn S fimmtán hundruð feta hæð. Eitt bragð áður en hann lenti. Hann flaug hring í kringum ákur- inn enn einu sinni, beygði skyndi- lega, og þegar hann var kominn næstum yfir bílinn, steypti hann vél- inni á ofsahraða niður að bílnum. Hann kom aftur auga á brúðuna, þar sem hún sveiflaðist yfir höfði hans. Palmer sveif ánægður um háloftin Hann skildi eftir erilsamt líf að baki sér, líf sem algerlega var háð leigu- fJugssamningum og f'lugnemum, sem hcfðu tæplega ráð á flugtímum. Framtíðin blasti við honum: Hann gat fengið sér nýja vél, langfleyga og farið að stunda langflug. Og við hlið sér myndi hann hafa glæsilega stúlku og næga peninga. Hann leit á mælaborðið og sá, að allt var með felldu. Vélin flaug nú yfir Connecticut í fjögur þúsund feta hæð. Fyrir neðan hann sáust nokk- ur smáský, en þó mátti vel sjá til jarðar. 1 fyrsta sinn lék nú lánið við hcnum. Hann teygði sig upp og klapp- aði heillabrúðunni, sem þar hékk í bandi. Þetta var lítil brúða með svart andlit, tvo perluhnappa í stað augna, með rauða silkiræmu sem munn. Hún var klædd köflóttum ullarkjól, græn- um og rauðum. Þessi úttroðna brúða hafði hangið í vélinni í rúm tvö ár. Palmer var íarinn að trúa því, að hún væri hon- um til heilla. Stúlkan, sem hafði lán- að honum fyrir útborguninni á Vél- inni, hafði komið henni þarna fyrir. Hann hafði kynnzt henni sumar eitt, þegar hann hafði verið að reyna að halda í sér líftórunni með því að fljúga gamalli vél, sem var að grotna í sundur. Þau höfðu verið saman í rúma þrjá mánuði. Palmer mundi, að hún hafði verið nokkuð sjálfsörugg, lánað honum peninga og talað um það, hvernig ,,þau“ myndu græða á stóru flugvélinni. Hann minntist þess þegar þau höfðu unnið brúðuna á skemmtun einni í einhverjum kastleik. Hann hafði ákveðið að halda skjótt á brott. Og honum hafði hálfvegis gramizt að sjá hana skemmta sér svona. En hann gat ekki sagt henni frá því, það var engin ástæða til þess að kveðjast grátandi og láta hana væla og hrína. Á leiðinni heim, hafði hún beðið um að fá að fara út á völlinn, þar sem flugvélin var geymd og sitja í stjórnklefanum í nokkrar mínútur. Hún hafði verið há, ljóshærð en væmin. Skömmu áður en þau höfðu farið út úr stjórnklefanum, hafði hún fest brúðuna í loftið yfir stýrinu. „Þetta er heilladísin okkar, Eric,“ hafði hún sagt. „Meðan hún er þarna verðum við alltaf sæl.“ Palmer hafði brosað, kysst hana og farið með hana heim. 1 dögun næsta morgun hafði hann lagt af stað og flogið austur. Hann hafði aldrei komið aftur. Öðru hverju hafði hann fengið bréf frá henni, en hann hafði aldrei svarað. Til hvers? Hann hafði ætlað sér að senda henni aftur, það sem hún hafði lánað hon- um, strax og hann gæti. Hann var þakklátur henni fyrir hjálpsemina. En hvernig gat hann skýrt fyrir henni, án þess að særa hana, að þau væru blátt áfram ekki sköpuð hvoi't Elanore hafði herpt saman varirn- ar, þegar hann hafði sagt henni, a3 þetta væri minjagripur frá stelpu, sem hann hafði einu sinni þekkt. Það væri ef til vill sæmandi að henda henn út núna. Smávægileg ástar- fórn. Hann teygði sig eftir brúðunni, sleit hana niður og henti henni út um opinn hliðargluggann og rétti siðan stýrið. Elanore stóð kyrr við bílinn, svo að hann ákvað að koma vélinni á réttan kjöl. Það var enginn ástæða til þess að hræða hana. Hann tók fastar í stýrið. Það mjakaðist ögn — síðan sat það fast. Hann tók enn fastar, en stýrið sat fast — fast. Hann varð að sveigja vélinni upp á við — hann var í tæpra tvö hundruð feta hæð, og jörðin geystist á móti honum . . . Litla svarta brúðan, sem sat föst milli hæðarstýrsins og stélblöðku- sveifanna, klædd í grænan og rauðan ullarkjól, virtist glott enn meir með hárrauðum silkimunninum. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.