Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 25
M A. K WÆ
GAMAJA
Glúmur tröllkarl (er í sjúkravitjun.
Uppstoppaði bangsinn Bjössi
sá hann fyrst. — Það er Glúm-
ur tröllkarl, hrópaði hann.
Kristján, sem sat á gólfinu
við hliðina á trédúkkunni Her-
manni og skoðaði oddinn á tré-
ör, leit upp. Hermann lagði ör-
ina á streng.
Glúmur kom frá bústað sín-
um á bak við bókaskápinn. Hann
hló og kinkaði kolli til vina
sinna þriggja. Góðan dag, sagði
hann.
Kristján, Hermann og Bjössi
störðu forviða á hann.
Á höfðinu á Glúmi tröllkarli
vó salt stór kringlóttur ostur.
Á öðru eyranu var saltbaukur
og á hinu piparstaukur. Á nef-
inu var hann með disk og á
kinnunum hníf, gaffal og skeið.
Þar að auki var tröllkarlinn
búinn eins og þjónn, í hvítum
jakka og svörtum buxum, og á
öðrum handleggnum lá pentu-
dúkur.
Eg ætla að framreiða mið-
degisverð fyrir einn vina minna,
sagði Glúmur, áður en Kristján,
Hermann og Bjössi fengu ráð-
rúm til að spyrja harm, hvert
hann ætlaði.
Því næst hélt Glúmur áfram
og gekk niður kjallaratröpp-
urnar. Kristján Bjössi og Her-
mann fóru á eftir honum. Hver
var þessi vinur hans, sem hann
ætlaði að færa mat niður í kjall-
ara? Þeir fengu brátt að sjá
það.
Þeir sáu, að Glúmur tröllkarl
fór inn í innsta horn kjallarans.
Bak við nokkrar gamlar ferða-
kistur og töskur kom hann að
litlu gati á veggnum. Það var
varla stærra en sprunga.
Tröllkarlinn bankaði á litlu
dyrnar, sem komu í ljós fyrir
innan sprunguna í veggnum.
Er nokkur heima? spurði
hann.
Eftir stundarkom kom ein-
hver að dyrunum.
Gjörðu svo vel að ganga inn
herra Glúmur, sagði einhver.
Ég er með miðdegisverð
lianda þér, sagði tröllkarlinn.
Þá sáu þeir Kristján, Bjössi
og Hermann dálítið skrítið koma
fyrir. Þeir sáu, að Glúmur tröll-
karl varð allt í einu minni og
minni, og að lokum var hann
ekki stærri en eldspýta. í sama
vetfangi þrýsti hann sér inn um
sprunguna og hvarf inn um
dyrnar með allt það, sem hann
hafði meðferðis. Þeir hlupu að
til að gægjast inn um sprung-
una.
Þeir sáu lítið snyrtilegt her-
bergi með borði og stólum úr
v alhnotuskum og myndir á
veggjunum úr frímerkjum. Á
gólfinu var ábreiða úr gömlum
hanzka.
Nú sáu þeir, að Glúmur tröll-
karl setti matinn á borð við
rúm, og í rúminu lá ungfrú Mús.
Ég frétti, að þú værir lasin,
góða mín, sagði Glúmur. Þess
vegna kem ég með dálítinn mið-
öegisverð handa þér.
Ó, hve það var fallegt af þér,
hrópaði ungfrú Mús. Augun
ljómuðu, þegar hún sá stóra
ostinn. Einmitt það, sem lækn-
irinn ráðlagði, sagði hún.
Ungfrú Mús var nýbyrjuð að
borða, og Glúmur tröllkarl
hjálpaði henni að skera ostinn,
þegar Kristján, Hermann og
Bjössi heyrðu skyndilega mjúkt
fótatak á bak við sig. Þeir
sneru sér við.
Það var kötturinn.
Farið þið frá, sagði köttur-
inn. Eg hef heyrt, að ungfrú
Mús sé veik. Ég hugsa, að ég
þekki ráð til að koma henni á
bataveg.
Farðu burt, hrópaði Bjössi.
Farðu sjálfur burt, sagði kött-
urinn og sló Bjössa með ann-
arri loppunni, svo að Bjössi
datt kylliflatur á kjallaragólfið.
Kristján hljóp nú að til að ná
kettinum, en þegar hann fékk
að finna fyrir beittu klónum,
varð hann að sleppa.
Nú stóð Hermann einn fram-
an við dyr ungfrú Músar. Hann
stóð grafkyrr. Hann tók ör og
lagði á streng og hélt fyrir
framan sig. Kötturinn leit á
Hermann og örina, en síðan
sneri hann við og hvarf.
Jæja, sagði Glúmur tröllkarl,
þegar hann kom út aftur. Ég er
feginn, að ég fór með mat til
vinkonu minnar, ungfrú Músar.
Kötturinn fór vist ekki hér um ?
Ég vil ekki láta ónáða ungfrú
Mús núna.
Nei, hvað er þetta, sagði
Glúmur, þegar hann sá Kristján
og Bjössa meidda og Hermann,
sem miðaði ógnandi með beittu
örinni. Þetta er hættulegt, sagði
hann, legðu örina niður.
Síðan fóru Hermann, Kristján
og Bjössi upp í húsið aftur á-
samt Glúmi tröllkarli. Og ekki
leið á löngu, áður en ungfrú
Mús varð aftur heilbrigð.
Einu sinni var lítill hvolpur. I>ið sjáið hann neðst til hægri á myndinni,
Hann íór út að ganga einn góðan veðurdag. I*á sá hann íkorna og þaut
af stað til að elta hann. Því næst sá hann Iítinn kettling, en hann hljóp
strax inn í hús, þegar hann sá hvolpinn. Loks sá hvolpurinn stóran hund,
sem gelti svo hátt, að hann hljóp heim, en auðvitað ekki beinustu leið. Nú
skulið þið reyna að finna leiðina, sem hvolpurinn fór, og þið verðið að fara
fram lijá stöðiun merktum 1, 2, 3 i þeirri röð.
Getið þið getið upp á, hvað vantar í þessa mynd? Þið fáið að vita rétt
svar, ef þið dragið strik á milli punktanna í réttri númeraröð frá nr. 1 tll
2, 3, 4 o. s. frv. A eftir skulið þið lita myndina.
VIKAN
25