Vikan - 06.08.1959, Side 2
óf{Éwl já ww
'Uic/f
Hún er bergnumin.
Kæra Aldis.
Við eigum tvítuga dóttur sem alltaf hefur ver-
ið sólargeislinn á heimilinu. Hún hefur fengið
góða menntun og hefur ágæta stöðu. Hún liefur
sérstaklega lagt fyrir sig tungumál, og nú var
ákveðið að hún færi utan til frekara náms. En
nú hefur allt breytzt. í eitt ár hefur hún verið
með manni, sem hvorki maðurinn minn né ég
berum nokkurt minnsta traust til. Þó hann sé
brítugur að aldri, hefur hann ekki orðið sér
úti um neina menntun, liefur enga fasta atvinnu,
heldur vinnur hingað og þangað eftir því sem
gefst, en virðist ekki tolla við neitt til lengdar.
Stöku sinnum hefur hann komið hingað með
dóttur okkar og virðist sem hann kunni ekki
alinenna mannasiði 'heldur. Við skiljum ekki
livað stúlkan sér við þennan mann, hann hefur
ekkert sem ungan mann má prýða, er daufgerð-
ur og óupplitsdjarfur og ekkert fyrir augað.
Heimili hans er fyrir utan bæ, og oft kemur
]>að fyrir, að dóttir okkar fer heim til hans beint
úr vinnunni á laugardögum og kemur ekki aft-
ur fyrr en á mánudag. Við getum ekkert við
.þessu gert, en erum alveg eyðilögð yfir þessu
öllu saman. Hvaða vald þessi maður hefur yfir
dóttur minni, cr mér óskiljanlegt, því hann er
imynd alls þess sem hún venjulega gagnrýnir
hjá öðrum.
Eg cr sannfærð uin að hún nmni verða óham-
ingjusöm þegar hún kemur til sjálfrar sín, og
sér hlutina i réttu ljósi. Nú er hún orðin fáorð
og fáskiptin, eins og hann, og naérri ókurteis
í viðmóti við okkur, liún er sem bergnumin,
og mér finnst við alveg vera að missa hana. Er
til nokkur leið til að koma vitinu fyrir hana?
Áhyggjufull móðir.
Ktera móOir.
Petta sem þér kalliS bergnumin, er mjög lílc-
lega svona sterkt kynferöislegt aödrátt.arafl, og
:ef þaö er þaö eina sem bindur er ekkert annaö
hægt aö gera en aö bíöa og vona aö neistinn kólni,
áöur en unga stúlkan af eiúhverjum ástæöum er
bundin í báöa skó, og aö gagnrýni hennar á mann-
inum vakni fljótlega.
Ef á liinn bóginn er reynt aö flýta fyrir þessu
meö því t. d. aö gera lítiö úr manninum, draga
fram gálla hans, held ég bara aö þaö geri illt
verra. Þá kemur þrjóskan til sögunnar.
Aldrei eru foreldrar jafn hjálparvana og í
svona aöstööu. Því lwaö vitum viö eiginlega þeg-
ar allt kemur til alls hvaö er bezt fyrir börnin
okkar og lífshamingju þeirra? Vitanlega viljiö þiö
eignast tengdason sem þiö getiö veriö lireykin
af, heiöarlegan, duglegan, vingjarnlegan, sem svo
á aö bera dóttur ykkar á höndum sér. En þó
honum væri allt þetta gefiö, gæti þó hent sig aö
dóttur ykkar fyndist sámt einhverju ábótavant.
Hann myndi kannske meö dekri sínu gera dóttur
ykkar eigingjarna og síóánægöa konu. Aftur á
móti ef hún ætti mann sem ekki vceri eins sterkur
og hún, og kannske eitthvaö erfiöur viöureignar
myndi þaö gefa henni tækifæri til aö glíma viö
erfiöleika og auka þroslca liennar. ÞaÖ er ekki
þar meö sagt aö þetta eigi viö um dóttur yklcar
og piltinn hennar heldur vil ég reyna aö draga
fram hve erfitt þaö er og lwe mikill ábyrgöar-
hluti þaö getur veriö aö skipta sér af því þegar
börnin velja sér maka. Þaö er ekki bara á meöan
börnin eru lítil aö viö biöjum verndarengilinn
aö fylgja þeim, því svo lengi sem viö foreldrar
drögum andann biöjum viö þess aö hin styrka
hönd leiöi þau á réttan veg.
Kœr kveöja.
Aldis.
—0—
Ástæðulaus afbrýði?
Nýlega var hér á ferðinni hréf frá ungri
stúlku, sem hafði áhyggjur af því, hvað hún og
unnusti hennar væru ólík. Nú er hér komið ann-
að bréf frá konu, sem er búin að vera gift í
20 ár, og eru þau hjónin mjög ólik að eðlisfari.
Við skulúm nú heyra hvað hún segir.
Ég er 40 ára og hefi verið gift í 20 ár. Að
VIKAN