Vikan


Vikan - 06.08.1959, Side 26

Vikan - 06.08.1959, Side 26
HITLER OG KONURNAR. SMÁSAGNASAMKEPPNI VIKUNNAR ev nú í fullum gangi. Frestur til að skila hándritum er til 15. september en verður l'ramlengdur ef ástæða þykir til. 1. verðlaun: Ferð til Kaupmannahafnar 2. verðlaun: 2000 kr. 3. verðlaun: 1000 kr. Handrit skulu send Vikunni, pósthólf 149, Reykjavik. Þau slculu auð- kennd með dulnefni en liið rétta nafn og heimilisfang höfundar fvlgi með í lokuðu umslagi. Golt er, að handrit séu vélrituð, en það er ekki skilyrði. Freistið gæfunnar — ferð til Hafnar og frægðin með. V I K A N . Framhald af bls. 13. Hún átti eigin íbúð við Brandenburger Tor, og ég held næstura nieð vissu, að hún liafi verið eina konan i öllu Þýzkalandi, sem fékk aðgang að Rikisráðinu með sérstöku leyfisbréfi, sem Adolf hafði sjálfur skrifað undir — vegna þess að hún gat skyndilega séð eitthvað i stjörnunum, sem sagði fyrir sigur á einhverjum vígstöðv- unum. Adolf fór með hana úr skuggahverfum Vinar- borgar tii Berlínar, þar sem hún lifði góðu lifi, sem ráðgjafi hans og leiðarstjarna. Hún hlýtur að hafa verið sannfærð um eigin galdramátt. Og hún hataði England, vegna þess að maður iienn- ar og þrír synir höfðu verið drepnir í fyrri heims styrjöldinni. Mönnum er aimennt ekki ijóst, hversu mjög konurnar réðu gerðum Adolfs. Að vísu mat liann konur ekki mikils, en það er engum vafa bundið, að konurnar hafa að miklu leyti komið honum í þann valdasess, sem varð honum að fjörtjóni. Frú Anna Elisabet von Ribbentropp — dóttir kampavínskonungs eins — var ein þeirra, sem barðist á laun fyrir málstað Adolfs. En mér er tkki kunnugt um, að nokkuð hafi farið þeirra á milll. Ég hef sagt að bróðir minn hafi verið sjálf- kjörinn foringi í bernsku. Ég hef séð drengi miklu eldri en hann fylgja honum i blindni. Vilji hans var almáttugur yfir bernskufélögúm hans. Frú Ribbentropp var mikils metin kona, dáð og dekruð — og hún notaði hinn mikla auð fjöl- skyklu sinnar til stuðnings málstaðar bróður mins. Flokkur hans var peningaþurfi, og luin sá flokknum fyrir þeim. Hún og maður hennar að- hylltust openberlega hinn nýja flokk, og Adolf var heiðursgestur i samkvæmum þeim, sem þau efndu til. Mér er Ijóst, að Ribbentrop gerði sér þegar i fyrstu grein fyrir áformum þeim, sem Adolf liafði í Iniga: Að sameina Austurríki og Þýzka- Jand, ná aftur þeim landssvæðum, sem landið missti í fyrri heimsstyrjöldinni og endurreisa hið gamla þýzka ríki. Jafnvel þá var bróður mínum ljóst — eins og öllum stjórnmálamönnum — að þetta væri óframkvæmanlegt án aðstoðar kvenþjóðarinnar. Gagnvart konum, sagði bröðir minn einu sinni, — ern flestir menn fávitar. Kleópatra er gott ílæmi kvenlegs máttar. Þennan mátt verður að nýta til heillar þjóðarinnar. Konur geta komið i veg fyrir að aðrar Jjjóðir hervæðist gegn okkur. Konan er ómótstæðileg á liinu stjórnmálalega vigsviði. Þetta var álit bróður mins á konum. Hann um- bar Jjær, ef hann gat notað þær til stjórnmála- starfa. Kynferðislega skiptu þær hann engu. Ég held, að hann liafi týnt öllum slíkum tilfinning- um, þegar Greta Raubal dó. Sumir hafa haldið því fram, að hann hafi hænst að konum vegna þess að þær hefðu verið honum likamlega aðlað- andi. Ég segi, að þetta séu hreinustu ósannindi. Eina konan, sem hann hændist að af öðrum á- stæðum en stjórnmálalegum var Eva Braun. Hvers vegna hann giftist henni, ef |>að hefur ekki verið sóma hans vegna, skal ég ekkert um segja. En ég er sannfærð um, að Dolfie bróðir minn hefur ekki hænzt að henni vegna líkamstöfra hennar. Eitt gat Adolf aldrei gert, og það sýnir ljós- lega mesta veikleikann í skapgerð hans: Hann gat gefið skipanir og séð fyrir því, að líær væru íramkvæmdar. En sjálfur gat hann ekki hlýtt Jjeim. Það er einnig þessvegna sem hann hlýddi aldrei lögum kirkjunnar — Jjví að l)að táknaði að hlýða reglum i stað liess að gefa fyr- irskipanir. Bróðir minn varð svona gjörspilltur, vegna læss að móðir hans lét allt eftir honum og þoldi ekki að neinn skipti sér að uppeldismáta henn- ar. Það mætti segja, að mamma hafi rutt braut- ina fyrir Adolf, brautina, sem lá til Rikisráðsins, til einræðisstólsins og leiddi hann út i glötunina, svo að hann varð ógnvaldur alJrar Evrópu. Hann þoldi aldrei að gripið væri fram í l'yrir lionum, sætti sig aldrei við, að nokkur gæti ráðið betur fram úr málum en hann. Hann varð sjálfur að finna beztu leiðina út úr öllum vanda. Og ég held, að ef styrkari hönd hefði stjórnað honum i bernsku, hefði -veröldin komizt hjá ógnum styrjaldarinnar. En þetta er óskhyggja ... Ég var með öllu óþekkt. Veröldin þekkti mig ekki. Þegar allir litu á mikilmennið, tók enginn eftir systurinni. — Enginn gat risið gegn honum, og hann bjó yfir ótrúlegum mætti, sem bæði menn og konur urðu að lúta. Þessyegna reyndu hugaðir menn oftsinnis að nvyrða hann —- til dæmis i júli 1944. Ég hef oft verið spurð að þvi, hvaða grafskrift myndi henta bróður mínum bezt. Ég sting upp á Jvessu: Gjörspilltur frá blautu barnsbeini af veik- geðja móður. Hvernig sem veröldin fellir dóm sinn yfir liann J)á veit ég um nokkra, sem hafa J)ekkt liann alla ævi hans, sem vita, að hann var ekki einungis spilltur, heldur gjöreyðilagður, vegna móður, sem alltaf dekraði við hann. Hann hefði getað orðið mikill stjórnvitringur, en i stað þess kaus hánn að vaða i blóði. Og Jveg- ar hann dó árið 1945 og lét brenna lík sitt, skildi liann eftir sig arf haturs, dauða og blóðs, eins og Atli Húnakonungur og aðrir á undan og ei'tir Iionum. I>eir ætluðu að sigra heiminn en luku lifi sínu sem aska á rjúkandi báli hatursins. Það eina sem minnir á þá er nafn, sem mun eitt verða eft- ir eins og mökkur af þessu báli — og afkomendur, sem helzt vilja gleyma þvi, að þeir eru af sömu ætt. ÞEGAR KONAN TIIÚIR. Framhald af bls. 11. húsi, þá vill svo til að Jóú Friðjón rekur sitl skakka nef inn úr dyragættinni. — Þá vanvirðu lætur |)ú aldrei henda J)ig Helgi minn, segir liann i mæðulegum umhyggju- tón, — að byggja svona hænsnakumbalda. Eng- ír aðrir en hreinræktaðir fávitar láta sér koma til hugar að byggja hús, sem ekki er meira en ein hæð. Nei, þriggja hæða hús er það minnsta sem nokkúr vitiborinn maður leggur upp með að byggja. Það er Jangódýrast maður. Þú getur nú til dæmis séð að ekkert er J)akið dýrara á hús, sem er tiu hæðir en hitt, sem er aðeins ein hæð. Ég sæi sannarlega ekki eftir ])vi að styrkja þig eitthvað fjárhagslega ef það gæti komið i veg fyrir að Jni færir að byggja að hætti eskimóa. Það hefði verið meira en fávislegt af niér að fara að malda í móinn, þvi að auðvitað tók kon- an min i streng með Jóni Friðjóni, einkum var það þessi röksemd hans viðvikjandi þakinu, sem hcnni fannst svo afburðasnjöl) og óhrekjandi. I>að væri líka svo dæmalaust heimskulegt af okkur að notfæra ekki þetta einstæða lilboð hans um fjárhagslega aðstoð, fullyrti hún. Svo þarf ekki að orðlengja það, að ég álpaðist lil að leggja í stórbyggingu og lenti auðvitað í fjárskorti, en af því leiddi lántökur og vixil- brask, sem endaði með því að allt var tekið af mér og bar ekki neitt á því að Jón Friðjón kæmi J)ar til sögunnar. Það atvikaðist einhvern- veginn Jvannig að hann lagði ekki leið sína til okkar um þær nuindir og ekki heldur nokkra daga á eltir. En i dag kom hann í kurteisisheimsókn og þegar hann hafði koinið sér þægilega fyrir í hægindastólnum, tendrað pípuna og byrjað til- heyrandi dýfingar, þá hóf hann mál sitt og tal- aði nú i mildum prestatón og hátíðaræðuformi: — Ég skal segja ykkur það vinir mínir, að hér á dögunum var ég lagður af stað niður í bankann, ákveðinn í að ábyrgjast fyrir ykkur l>að senv luð hefðuð þurft til þess að ljúka við húsið ykkar, þvi að það hafði ég alltaf ætlað mér. En þegar ég var rétt kominn að dyrunum var eins og væri hvislað að mér: Þetta skaltu ekki gera Jón Friðjón. Þú ert vinur þessara hjóna og vilt ekki gera neitt annað en það seni |)ú veizt að er þeim fyrir beztu. Það er stór- hættulegt Ivverjum manni að þyggja fjárhags- lega aðstoð. Viltu verða til þess að lama sjálfs- bjargarviðleitni vina Jnnna svo að hún bíði þess kannske aldrei bætur. Athugaðu hvað þú ætlar að gera, Jón Friðjön. Vinum síniun skal maður vinur vera. Þú gctur vissulega á annan og heppilegri hátt orðið vinum þinum að liði. Þau lijónin eru áreiðanlega svo sanngjörn og vitiborin að Jvau skilja J)etta og virða ]>að við þig fremur en hitt. Ég sá nú útundan mér að konan mín hafði komist svo við af veglyndi og göfugmennsku Jóns Friðjóns að luin var farin að brynna mús- um og svo sagði lnin hálfsnöktandi: — Énginn reynist okkur eins og þú, Jón Friðjón. Þá var það að tuér fannst ég verða að gera upprcisn. — Nú er nóg komið, Jón Friðjón. Þú ættir að spara J)ér Jiessa mærð og hræsnisvellu. Það er langt siðan mér varð ljóst að við erunv ])ér ekki skuldbundin á nokkurn hátt. Það bezta sem okkur gæti hent væri að losna fyrir fullt og allt við smjaður liitl og fals, allar ])ínar band- vitlausu ráðleggingar, aílt |>itt viðurstyggilega kaffiþamb og allan þinn drýldna, óþrjólandi kjaftavaðal. Nú skaltu dragnast héðan út i síð- asta sinn, Jjví að hér lætur þú ekki sjá Jng oftar, ólánsgepillinn og hengilmænan. Og það skal vera mér sönn ánægja að gefa ])ér eitt svo- leiðis spark í endann að skilnaði, að sú kveðja verði þér eftirminnileg. Þetta var nú ])að, sem mér datt i hug að segja. En áður en ég vissi af hafði hrokkið út úr mér næstum ósjálfrátt: — Ekki veit ég hvar við værum stödd ef við ættum þig ekki að, Jón Friðjón. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.