Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 2
MAX SJÓSTAKKURINN NÝJUNG Áföst hetta. * Fyrstir hérlendis með rafsoðin sjó- og regnfatnað og því með mesta reynslu. * MAX SJÓSTAKKARNIR eru saumaðir með NÆLONGARNI og síðan RAFSOÐN- IR, sem algjörlega útilokar Ielta. * * Framleiðum einnig regnúlpur, regnföt, síldarpils, hlífðarsvuntur o. fl. úr beztu fáanlegum efnum. * Verksmiðjan MAX h.f. Þingholtsstræti 18. — Reykjavik. — Sími 24333 Kœra Aldís. Mér þykir svo leiðinlegt hvað tilvonandi tengda- móðir mín hefur breytzt gagnvart mér. Ég hefi svo miklar áhyggjur út af þessu. Hún sem áður var svo elskuleg við mig er allt í einu orðin svona kuldaleg og er farin að bera út ósannar og and- styggilegar sögur um mig. Eftir að ég frétti þetta fór ég að heimsækja hana, og hún lét mig sannarlega finna að ég er óvelkomin á hennar heimili. Mig langar svo til að hafa gott samkomulag við hana. Hvað getur hafa orsakað þessa breytingu á framkomu hennar. Kvíðin stúlka. Svar: Kœra „kvlöin stúlka“. Án þess aó vita meir um hlutina er erfitt að svara þessu, en oetli dstæðan sé elcki gamla sagan. Gamla frúin er farin að óttast að liún muni bráð- lega missa son sinn til annarrar konu og það ert ekki þú persónulega sem hún er á móti, heldur tlivonandi eiginkona sonarins, og mér liggur við að segja, hver sem hún veröur. Þér œttuð að tala um þetta við unnusta yðar og ef liann ekki vill eöa getur hjálpað yður þá er eina leiðin að vera liolinmóöar þangað til gamla konan er farin að sœtta sig viö tilhugsunina um að gifting sonarins er óhjákvœmileg. Reynið að vera vingjarnlegar við •hana og hafið í huga að þetta eru erfiðir tímar fyrir hana. Það verður vonandi ekki langt að bíða, þangað til hún áttar sig og sœttir sig við hlutina. YOar Aldís. Kæra Aldis. Ég er ekkjumaður um sextugt og hefi þekkt konu á likum aldri um tima. Hún er ekkja, og við erum hrifin hvort af öðru. Þar sem við erum bæði einmana, langar okkur til að slá reitum okkar saman og gifta okkur. Hús mitt er bæði stórt og gott, og þar getum við búið og haft það gott i ell- inni. Hún á engin börn, en nokkra unga ættingja sem núna rísa upp é afturlöppunum og reyna á allan hátt að hafa hana ofan af Þessu, telja henni trú um að Það sé blátt áfram hræðilegt og óeðlilegt, að vera að hugsa um hjónaband á okkar aldri. Ef við förum út saman, er hún dauðhrædd um að einhver sjái okkur sem hún þekkir. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt, en mér hefur ekki enn tekist að sannfæra hana um að við séum frjáls gerða okkar. Hvernig á ég að fara að? Gamall biðill. Kæri biðill. Einu sinni þekkti ég konu, sem liafði við sama vandamál að stríða og vinkona yðar. Hún tók bón- orði mannsins og þau giftu sig. Hún segir: Fyrstu vikuna brosti fólk í kampinn og var með alls lconar liótfyndni í okkar garð. Síðan fór það að koma að heimscekja okkur, og ég get ekki betur séð en að fólki finnist skemmtilegt að koma til okkar á okkar hamingjusama heimili sem viö erum nú búin að eiga saman í tiu ár. Þetta skuluð þér segja vinkonu yðar, og látið engan bilbug á yður finna. Tit hamingju. Aldis. Kæra Aldís. Ég er einmana og óhamingjusöm, þó ég sé gift manni sem af öllum er álitinn góður maður. Hann bragðar ekki áfengi og er reglumaður í einu og öllu. Hann er 46 ára og ég sjálf 57. Það sem mér finnst svo óþolandi er það að annaðhvort sekkur hann sér niður í reyfara á kvöldin, eða hann hrein- lega sefur. Einu sinni til tvisvar í mánuði get ég fengið hann til að koma með mér i bíó. Ef okkur er boðið eitthvað út, hvort heldur það er til systur minnar og mágs eða í eitthvað stærra samkvæmi, fermingu eða þess háttar, þá sofnar hann. Við ríf- umst aldrei, og ef ég færi þetta í tal við hann þá svarar hann því til að ég hefði átt að fara ein, ekki hafi hann verið svo áfjáður í að fara, en ég vilji V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.