Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 8
Á þumalputtannm Ugo Gatti viö Laxfoss í NorÖurá. Rætt við * U G 0 G ATTI * — Hér hefi ég fundið landslag, sem líkist hvað mest því landslagi, sem ég held að sé á tunglinu, það.var í Krisuvík. Hingað kem ég til þess að hvíla mig, það er gott að hvíla sig á íslandi, því hér er ró, en þó er fólkið kátt og létt. ísland er eina af Norður- löndunum, ásamt Finnlandi, þar sem fólkið bros- ir og er ekki þrungið lífsleiða. Það er ömurlegt, en á hinum Norðurlöndunum, er fólkið svo lífs- leitt, bros þess er grátlept og kæti þess sorgleg. Það er Ugo Gatti, 29 ára gamall Norður-Itali sem hefur orðið. Ugo var staddur hér í Reykja- vík, i heimsókn hjá vini sínum íslenskum, og er það í annað skifti sem Ugo kemur hingað til lands. ‘Þessi ferðagarpur og brallari, er hávaxinn. sem flestir norður-ltalir, talar sterkum rómi frönsku, þýzku eða þá ensku, hann er uppfullur af visku um hugsanagang fólks í flestum löndum Vestur-Evrópu, hann hefur verið á flakki síð- an hann var 18 ára, notaði þá leyfi sín til þess að sjá önnur lönd. I dag er Ugo Gatti einn af framkvæmdastjór- um Radar, stærsta auglýsingafyrirtækis Italiu, og hann er hættur að flakka um á þumalputt- anum, nú ferðast hann fyrirmannlega, því að auglýsingafyrirtækið Radar, ætlast ekki til þess að einn af framkvæmdastjórunum ferðist eins og flákkari. — Ég sakna þess oft, að þau ár eru horfin, þegar ég var peningaiaus en ferðaðist landa á milji. Stundum vann ég að vísu, hverskonar störf sem til féllu; í Frakkiandi, vann ég við uppþvott á veitingastað og sparaði til þess að komast til Englands, og þar hreinsaði ég saierni, eða málaði verksmiðjuveggi, til þess að komast aftur yfir sundið. ,Tú, það er svo margt hægt að segja, en ég efast um að það flest sé heppilegt í blað, en það er margt skrýtið í kýrhausnum, kannski ég ætti aö scgja frá ianda minum sem ég hitti í París, hann var orðinn elskhugi sænskrar konu, hafði sigrað hana með því að færa henni að gjöf fuilan poka af lifandi köttum Já, heimurinn er fullur af æv- intýramönnum. Vinu sinni, þegar ég var í París, át ég daglega eitt kilógramm af skemmdum banönum, þeir voru ódýrari, og 200 grömm af raolasykri, ekkert annað í marga mánuði, enda gat ég bókstaflega verið tvöfaldur í buxunum á eftir. Einu sinni bjó ég í þrjá rigningardaga í símaklefa í Englandi, fór varla út fyrir dyr, nema þegar einhver þurfti að ,,fá lánaðan" síma, þá stóð ég þétt upp við klef- ann, og beið þar, skaust svo inn aftur þegar sam- tali var lokið. Margir hafa undrast það, hvernig mér hefur alltaf tekist að ferðast land úr landi, eða borg frá borg, án þess að greiða fargjöld. Það er iist- grein, skal ég segja þér, listgrein, það þarf talent til Maður kemst fljótt upp á Iag með að stöðva bíla. Ég gat jafnvel stöðvað bíla eftir að myrkur var skoliið á, og það er erfitt, það eru nefnilega svo margir vegaþjófar, þeir stöðva bíla, og ræna siðan. Eitt sinn notaði ég þá aðferð, að á bak- poka minn festi ég stórt skilti. öðru megin var áritað, „Italskur stúdent", hinu megin var mynd af Sophiu Loren, og fremur léttklædd, eiginlega i engu. Myndin var mér til augnayndis, en þegar enginn bíll nam staðar, þrátt fyrir „Italska stúd- entinn", sneri ég skiltinu við, og þá biasti hún Sophia við vegfarendum, en sjálfur faldi ég mig á bak við runna. Nokkrir bílar óku framhjá, en svo stoppaði bíll, bílstjórinn, þeir voru flestir karl- menn, skrúfaði niður rúðuna, horfði á skiltið, skimaði í kringum sig, og þá hoppaði ég fram úr runnanum og sagði; Halló. „Halló", sagði hann, „hvar er stúlkan?" „Það er engin stúlka, bara ég, en þetta er syst- ir mín, sem bíður eftir mér i næstu borg.“ „Jæja, komdu uppí," sagði maðurinn, horfði enn einu sinni á Sophiu „systur mína", og innan stundar brunuðum við í átt til hennar, hvar hún beið min í næstu borg! Svo auðvitað, þegar maðurinn fór að skoða myndina betur, á leiðinni, þekkti hann Sophiu, en þá var hann nógu mikill húmpristi, til þess að hlæja að tiltækinu, i það minnsta kastaði hann mér ekki út. Margir, sem ferðast á þumalputtanum, veifa aðeins ljótustu og elztu bilunum, ég veifa þeim stærstu og nýjustu og fjótustu, það er alltaf bezt. Það eina sem er erfitt við þesskonar ferðalög, einn víðreistan ferðalang ég á við að ferðast á puttanum, er að vera karl- maður, kvenmaður er í engum vandræðum með að fá far. —• Þú hefur fengist við blaðamennsku ? — Lengi. Var í ritstjórn Italska Readers Digest, og var fréttaritari fyrir Svissneskt blað, ég hefi meira að segja átt viðtal við skáldið ykkar, Laxness. Það er gaman að vera blaðamaður. Mað- ur hittir svo margt fólk, skemmtilegt og leiðin- legt. Anita Ekberg var eitt sinn i samkvæmi sem ég var í, hún dansaði auðvitað berfætt. Annars er hún bráðskemmtileg, ævinlega með gamanyrði á vörum. Einnig hefi ég hitt Kim Novak, og hún er að minu áliti ein sú leiðinlegasta og heimsk- asta sem ég hefi hitt. Hugsar ekkert, nema að ná sér í karlmenn. — Þú kannt vel við þig hér? — Það er merkilegt hvað Þið eruð gjarnir á að drekka ykkur fulla. Heima á Italíu þykir það óvenjulegt, ef maður drekkur vín til þess að vera fullur. Heima drekka menn vin, rétt eins og menn drekka kaffi, með sama hugarfari. Vínið er fyrir okkur guðaveigar, til þess að njóta en ekki sulla í sig, velta siðan um, eftir að hafa verið sér til skammar um aldur og ævi. Kannski verður enginn sér tii skammar hér, þótt hann drekki sig fuilan? Það er einkennandi fyrir ykkur hér á íslandi, að það er sama við hvern þið spilið Bridge, hér er ekki stéttarmismunur eða minnsta kosti hefi ég ekki orðið var við hann. Þar sem ég er fæddur gegnir öðru máli. og yfirleitt á Ítalíu. Ungur námsmaður má ekki vinna, því þá verður hann ekki í mikiu áiiti. Faðir minn er iðnaðarmaður, að visu betur launaður, vegna þess að hans starfs- grein krefst listamanns. Vinir mínir voru flestir synir lögfræðinga, lækna eða annarra embættis- manna, og feðurnir höfðu miklar áhyggjur af vin- skap sonanna við mig, iðnaðarmannssoninn. Og ekki bætti Það úr skák þegar stráksi fór að flakka um heiminn á þann óæskilega máta, að ivfta þum- alputta, í stað þess að setjast upp i fyrsta far- rýmis járnbrautarvagn, eða fara fljúgandi og greiða fyrir sig. Nú er ég að fara héðan, fyrst til Englands, og svo heim til gömlu Italíu En ég kem aftur, því hér er gott að vera. Þeir eru að hvetja mig til þess að skoða næturlíf Reykjavikur, vinir minir hér, en ég held að næt.uriífið hér sé eins og klaust- urlíf borið saman við næturlíf þeirra borga, sem ég hefi lagt leið mina um. Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart, ég hefi séð allt sem máli skiptir, og eitt er sameiginlegt hverju iandi, — vergjarnar konur — og kvennamenn J i ■ v 4.q. + # + * + * + **1f- + ***** + *** + * + **1f-**1f-1}-*1}- + ** Pdrísartízkan fjfrir fOO Árum i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.