Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 12
I Eins og kunnugt er eignast konur afar mis- munandi stór börn, og tilraunir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum og birtar fyrir nokkrum árum, sýna, að konur, sem síðar á ævinni fá sykursýki, eignast fremur stór börn. Það var einkennandi fyrir þessar konur, að þær voru óeðlilega þungar. Flestar voru yfir 85 kiló að þyngd, og það liðu allt frá sex — tuttugu ár, þar til sjúkdómurinn kom i Ijós. . Offita getur átt ríkan þátt í sykursýki, svo að þetta ætti að liggja ljóst fyrir: ef maður forðast að fitna um of, fær hann ekki sykursýki. Borðið minna . . . Þá líður yður betur! er eitt slagorð nútímans, og öllum, sem geta haldið sig tágrönn- um (án þess að borða þó miklu minna en matar- lystin segir til um), ber að hrósa happi yfir þessum hæfileikum sínum, en á hinn bóginn eru þeir, sem sífellt eru að berjast við þungann, engan veginn betur settir en áður. Til eru fjöldamargir, sem hafa tamið sér ranga matarsiði. jÞeir borða ekki á réttan hátt og borða einnig of mikið. En smám saman er megrunar- áróður nútimaþjóðfélagsins farinn að hafa sín áhrif, og menn eru farnir að temja sér heilbrigð- ari matarsiði. En til eru margir, sem . . . lífeðlislega séð . . . verður að telja offeita. Reyndar erum við ekki öll fædd til þess að verða tágrönn. Erfðaeinkenni okkar eru ólík, og sumum er eiginlegt að vera þyngri og kröftugri en öðrum. Því er haldið fram, að eitthvert samband sé milli fitu og vaxtarháttar . . . að vöxturinn sé undir sérstökum vaxtarhormón kominn, en þetta hafði verið dregið í efa þar tii árið 1945, þegar visindamönnum lánaðist að búa þennan hormón til ómengaðan. Hann hefur bæði verið kallaður somatropin og chondotropin, en hentugast er að nefna hann bara vaxtarhormón. Hann myndast í heildinglinum, sem er svokallaður lokaður kirtill Hormóninn, sem ræður vexti okkar á stærð við kaffibaun, en hann liggur i lítilli dæld inni í ennisholinu. Vaxtarhormóninn hefur ekki einungis áhrif á hæðina, heldur mittislínuna! Ef vaxtarhormón er sprautað í mjög ung tilraunadýr, vaxa þau ört, en ef honum er sprautað í fullvaxin tilraunadýr, koma fram sykursýkiseinkenni hjá þessum dýrum! Siðustu tilraunir virðast sýna, að of mikil fram- leiðsla hjá sumum á þessum hormón, sem i fyrstu ræður vexti þeirra . . . og oft veldur aukinni þyngd . . . veldur því, að að loknu kynþroska- skeiði (bæði kvenna og' karla) tekur þetta fólk að þyngjast, og þegar það er orðið miðaldra, getur þetta haft sykursýki í för með sér. Eins og sagt var í upphafi þessarar greinar, eiga konur, sem seinna fá sykursýki, oft stór börn, og konur, sem ganga með sykursýki, eiga einnig oftast stór börn. Næst er þá að halda, að fram- hólf heiladingulsins, sem framleiðir hormóna, verði sérlega virkt á meðan konan ev vanfær og framleiði mikið af vaxtarhormónum, sem látnir eru fóstrinu i té og geta síðar meir orðið orsök sykursýki. Einnig virðast feður . . . sem síðar á ævinni fá sykursýki . . . hafa tilhneigingu til Þess að eignast stærri börn, en það bendir til þess, að fóstrið sjálft framleiði meira magn af þessum vaxt- arhormón en venjulegt er um börn. Sykursýki er ekki beinlínis einn sjúkdómur, heldur margir sjúkdómar. Ein tegund sykursýki einkennist af því, að sjúklingarnir þarfnast mjög lítils eða einskis insúlíns. Það er einmitt þessi tegund, sem miðaldra fólk og eldra veikist oft af, og þá einkarlega þá, sem of þungir eru. Næst er að halda, að þessi offramleiðsla á vaxtarhor- móninum sé einmitt hér á ferðinni. Þessa sjúkdómstegund má hæglega lækna með réttu mataræði. Fæðutegundir, sem innihalda mjög mikið af kolvetni, mél, brauð, kartöflur, ávextir, mjólk, verður að forðast sem mest, en annafs getur sjúklingurinn haft næstum sitt fyrra mataræði, þótt nauðsynlegt sé auðvitað að halda sér grönnum. Þegar um er að ræða venjulega sykursýki, ber sjúklingunum að reyna að halda sér grönnum og forðast að borða of mikið af kolvetnum. Við minntumst á, að sykursýki gæti óbeinlínis orðið ættgeng, og hér má bæta þvi við, að forðast ber hjónaband sykursýkissjúklinga og jafnvel þeirra, Framhald á bls. 26. Illa farið með gott efni Almenna bókafélagið liefur farið mjög vel af stað og ge/ið út hverja kjörbókina á fætur anncirri. Eru menn farnir að trúa því, að félagið láti ekki frá sér fara bækur, sem ekki eru vandaðar að öllum frágangi. Júlí-bók Alm. bókafélagsins fjallaði um íslenzk ibúðarhús og var efnið valið á þá lund, að allir helztu arkitektar þjóðarinnar völdu sín beztu verlc. Er skemmst frá því að segja, að þau verk, sem arkitektar okkar sýna í þessari bók eru með miklum ágætum og sýna, að þeir hafa fylgzt vel með og mótað það við íslenzkar aðstœður af mikilli smekkvísi. Hér var óneitanlega skemmtilegt verkefni fyrir Alm. bókafélagið og voru ágcetir Ijós- myndarar fen^nir til þess að taka myndir af þessum húsum að utan og innan. Það hefur Uka tekizt með prýði, Sama er að segja um upyset.ninguna, þar lutfa reyndir menn fjallað um og ékki brugðist bogalistin. En síðasti hlektcurinn hefur brugðist. Prentunin hefur mis- tekiqt og fyrir það verður heildarsviyur bókarinnar mjög grámuskulegur. Lítil skerpa er í myndunum og er líkast því, að klippt hafi verið út úr dagblöðum. Hverju húsi fylgir grunnteikning. 1 stað þess að skrifa texta inn á teikningarnar, eru þœr aðeins merktar með tölum, sem vísa á texta annarsstaðar á síðunni, Gerir þetta erfiðara fyrir að átta sig á grunnmyndunum, og á ekki að koma fyrir í vandaðri bók, I $ m M ■á t?r, Stofan. Aðalglugg- inn er byggður út að neðan eins og sést á útlitsmynd hússins. Úr stof- unni sést niður í skrifstofu hús- bóndans. Eldhúsið er ekki stórt, en haganlega innréttað og borð- krókur í iiðrum enda þess. Á mynd- inni fyrir neðan sést veggur f skrif* stofu húsbóndans með færanlegum vegghillum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.