Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 23
en ég varð við það allsneypulegur, því ég kann alltaf bezt við að hæla mér sjálfur. Eftir nokkra stund varð talið milli okkar orðið hljóðskraf, því við vorum þá farin að tala um, hvernig gera ætti göngin, og um ýmislegt er gerzt hafði þá um nóttina áður. Hvor- ugt okkar minntist þó á kossinn. Þegar farið var að slökkva ljósin, varð ég steinhissa á því, hvað tíminn hafði verið fljótur að liða. Hávarður Gunnarsson gekk fram hjá, í því kallaði Sjöfn í hann og spurði hvort hann væri. með bifreið. og er hann játti þvi, bað hún hann að aka sér heim. Hún kvaddi mig i skyndi og hvarf út um dyrnar með honum. Ég held, að mér hafi aldrei á æf- inni liðið betur en meðan ég sat þarna með Sjöfn. En nú var ég allt í einu svo gramur, að mér hefði ekki liðið ver nóttina áður, þó ég hefði fundið að göngin væru að hrynja ofan á mig, enda fannst mér, þar sem ég sat einn eftir á Borg, allt vera hrunið fyrir mér. Þegar ég kom út á' götuna, fannst mér ég vera afar óstyrkur, og það varð ekkert af að ég fengi mér göngu, sem ég hafði ætlað mér. Ég fór ofan á skrifstofuna í Mjólkurfélagshúsinu, en engin skilaboð voru þar til min frá Jóni á Klapparstígnum. Ég vissí mig alltof máttfarinn til þess að fara að vinna í göngunum, enda hafði ég enga löngun til þess, og fór heim. En af því að mér var ekki svefn í hug, settist ég fyrir framan bókaskápinn minn, og fór að blaða i ýmsum bók- um, er ég hafði keypt, en ekki lesið, síðustu mánuðina. Ég hrökk við og rankaði við mér, þegar ég heyrði klukkuna slá eitt. Datt mér þá í hug, að einkennilegt væri, hvað fljótur ég hafði verið að gleyma aftur þeim vísdómi lífsins, sem ég þóttist hafa fundið fyrir löngu, sem er, að sá sem á nokkrar bækur ólesnar heima hjá sér, sem hann þó langar til að lesa, gleymir fljótt skapraun, er hann kann að hata orðið fyrir, við að handleika þær. Fyrir klukkutím hafði ég verið í mjög daufu skapi. Daufu skapi, segi ég, meira en það. Ég hafði verið með kökk í hálsinum, en nú var ég aíveg búinn að ná jafnvæginu aftur. Lik- legast var það, sem hafði valdið af- brýðissemi minni ekki annað en vit- leysa. En þó það væri það ekki, hvað stoðaði þá harmur? Lifið var þó ann- að og meira en það, hvort maður náði ástum eins tiltekins kvenmanns, jafn- vel þó það væri fallegasta og ftill- komnasta kona veraldarinnar — ájófn frá Hlíðarhúsum. En ég ætlaði nú ekki að gefast upp að óreyndu. 28 „MUNDI“ GEFUR SIG I LJÖS. Næsta morgun var ég í fyrirtaks skapi. Mig hafði dreymt eitthvað svo skemmtilega um nóttina. Ég trúi reyndar ekki á drauma, eins og land- ar mínir þó almennt gera, en ég hef þá trú, að undirmeðvitundin sjái stundum betur en hin, og það komi fram sem skemmtilegir draumar, þegar maður gerir sér rellu út úr litlu. Ég fékk bréf strax um morguninn frá Jóni á Klapparstígnum, um það, að ég skyldi ekkert gera í þrjá daga, og líkaði mér það vel, því ég var ennþá töluvert eftir mig. Ég hitti Sjöfn á hverjum degi þessa daga, en aldrei eina. Mér fannst hún sérlega alúðleg við mig. Hafði hún meðaumkun með mér, af þvi að hún væri búin að sjá, hvernig mér væri til hennar? Eða hafði Jón á Klapar- stígnum sagt henni að gefa mér mátu- lega undir fótinn til þess að engin vandræði yrðu að halda mér við starfið, nú þegar það fór að varða beint við lög? Hvorttveggja þetta datt mér í hug. En á milli kvað hið trausta sjálfsálit, sem mér er í blóð borið, alveg niður. Þegar ég fjórða daginn kom í fata- klefann á vinnustaðnum, þá var þar kominn nýr vinnufatnaður handa mér. Ég fór í hann, setti upp grim- una og fór inn í innra skúrinn. Ég hafði verið í dálítilli eftirvænt- ingu, þvi ég átti von á að hitta Sjöfn þarna. En þarna var þá „Mundi“ og var að byrja að taka kassana ofan ai iausu fjölunum. Þegar ég kom of- an í göngin, sá ég að þar var ekkert vatn, eins og ég hef áður skýrt frá. (Hálfum mánuði síðar komum við þarna fyfir rafmagnsdælu, en það reyndist óþörf öryggisráðstöfun). Jón á Klapparstígnum hafði engar bendingar gefið um hvernig ætti að gera við göngin, en ég hafði gert mér óljósa hugmynd um það. Við „Mundi“ gengum saman, þangað sem þau höfðu hrunið, og virtum þau fyr- ir okkur. Benti hann þá á það sem hrunið hafði, og hristi höíuðið. Var hann að gefa í skyn, að við værum að gera hér vitleysu? Var kurr að koma i lið Jóns á Klapparstígnum ? Ég lét ekkert á mér sjá, að ég tæki neitt eftir framferði hans, og fór aft- ur að virða fyrir mér hvernig ætti að hefja verkið. En þá heyrði ég há- an og fallegan kvenhlátur fyrir aftan mig. Og þegar ég leit við, var „Mundi“ búinn að taka af sér grim- una. — Þegar Guðmundur hafði tekið hana af sér, og ég hafði séð að það var Sjöfn, hafði ég orðið meira hissa en hægt er að lýsa. Og ekki varð ég siður hissa nú, þegar ég sá Munda grímulausan, og sá, að það var líka Sjöfn. Hún var skellihlæjandi, og hló enn rneira að því hve forviða ég var. Við komum ekki miklu af þessa nótt, og ég var hissa, þegar ég sá, að tími var kominn til þess að hætta vinnu. Tíminn líður töluvert fljótar, þegar maður jafnframt vinnunni er að tala við stúlku sem manni lízt á, en þegar maður er að vinna með grímuklæddum, þögulum, ókunnugum mönnum. Það var farið að snjóa, þegar ég fór heim þenna morgun. „Því læturðu snjóa svona, Gisli?" heyrði ég verkamann kalla, til manns, er gekk hinumegin á götunni. „Ég geri það bara að gamni mínu“, svaraði hinn, „þær eru ónýtar hvort eð er, þessar stóru snjó-lufsur, svo ég hugsaði að það væri sama þó þær dyttu niður“. „Æ, góði, láttu ekki snjóa lengi“. „Það er ekkert vist að ég geri það. Fái ég ekki vinnu, fer ég beina leið heim aftur, og þá skal ég skrúfa fyr ir, úr því að þú vilt síður að það snjói“. Ég var í ágætu skapi næsta dag þegar ég fór á fætur. Ef til vill var ég mesti asninn á Islandi, og var að láta fagran kvenmann draga mig á glapstigu. En þá var á það að hætta. Hálft í hvoru (og liðlega það), trúði ég því, að ég myndi vinna ást- ir Sjafnar. En ef það varð ekki, þá varð samt að skeika að sköpuðu. Sig- ur fá þeir einir, er þorið hafa. En satt að segja fannst mér í bili að það vera fullkomið sælutakmark, að geta verið að tala við Sjöfn alla nóttina. Á skrifstofunni voru boð til mín frá Jóni á Klapparstígnum, um að koma þangað til viðtals um kvöldið, þegar klukkuna vantaði fjórðung í tólf, og kom ég þangað á tilsettum tíma. Þegar ég var nýsestur, kom hvíslið úr talpípunni. Fór Jón að spyrja mig um það, sem gerst hafði nóttina, sem jarðskjálftinn var, og meðal annars hvort éfe hefði ekki ver- ið hræddur, og hvort ég hefði búist við að komast lífs af. Sagði ég hon- um hið sanna um það, að ég hefði verið hræddur, og að ég stundum hefði ekki búist við að komast lifandi þaðan. En af því að ég hafði nú gert mér í hugarlund, að Hávarður Gunn- arsson væri Jón á Klapparstígnum, varaðist ég að geta þess á nokkurn hátt, hvaða áhrif það hafði haft á mig, Þegar ég sá að það var Sjöfn, sem var Guðmundur. Ég var spurður um, hvernig Sjöfn hefði tekið þessu. Framhald. ♦♦♦❖♦♦♦<>♦<> <(>♦<■■*>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ I REIÐHJOL Úrval af reiðlijólum í ýmsum stærðum fyrir pilta og stúlkur. ,FÁLKINN“ íslenzk reiðlijól framleidd í eigin verk- smiðjum. Landsþekkt gæðavara. ELSWICK og HOPPER ensk úrvals reiðlijól. D. B. S. norsk reiðhjól, sænskt módel, ^o^ Fjölbreytt litaúrval: svört, rauð, hlá og græn. FALKINN HF REIÐH JÓL ADEILD V IK A N 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.