Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 9
Ekki alla fyrir löngu völdu Þjóð-
verjar sína fegurðardrotíningu.
Keppni sú fór fram í Baden-Baden
og var nítján ára stúlka frá Berlín
Carmela Kiinsel hlutskörpust og
hlaut titiiinn „Ungfrú Þý/.kaland
1959.“ Helga Meyer frá Westfalen
varð önnur. Stórblaðið Der Stern,
hafði nokkru fyrir keppnina látið
lesendur sína greiða atkvæði milli
hinna ýmsu þátttakenda og varð
Helga þar í fyrsta sæti en Carmela
í öðru. A myndinni er Carmela til
vinstri og Helga til hægri. Um gaml-
ingjann vitum við hinsvegar ekk-
ert, en ekki er hann í amalegum
félagsskap, karlinn sá.
Þegar frjdlsíþróttamenn-
irnir frá Málmö lcomu til
Reykjavíkur fyrir nokkru
síöan, var margt manna á
flugvellinum til þess aö
á taka á möti þeim,
Er forsvarsmenn í
íþróttamálum
beggja borganna
H höföu heilsast vatt
' myndarlegur lög-
regluþjónn sér inn í hópinn
og heilsaöi hávöxnum Svía
meö handábandi. Þeim
sænska varö hálft flemt
viö unz hann þekkti aö hér
var kominn keppinautur
lians og góöur vinur, HiVm-
ar Þorbjörnsson, og varö
þar hi.in mesti fagnaöar-
fundur.
Húsfieyjan á Bóli var annálaður svarkur og1
svarri, svo að bóndi hennar var orðinn boginn
af bölvi og brigzlyrðum kerlingar, en svo fór
fyrir henni sem fleirum, að dauðinn barði að
dyrum og drap hana. í líkræðunni yfir húsfreyju
sagði klerkurinn meðal annarra kjarnyrða:
— Á heimili hinnar láínu ríkir nú himneskur
friður, svo að varla heyrist stuna né hósti, en
sárþreyttur eftirlifandi eiginmaður flytur
himnaföðurnum fagrar þakkargerðir fyrir föð-
urlega miskunn og hjálp í neyð.
Fyrirtæki eitt í
Danmörku. sem
framleiðir hand-
sápu, fann upp á
því í auglýsinga-
skyni, að láta gang-
setningarlykla að
„vespum" innan i
nokkur sápustykki
og auðvitað brást
ekki að auglýsa
þetta uppátæki vel
og vandlega. Salan
á þessari sáputeg-
und jókst dag frá degi og loks birtist heppinn sápunotandi,
iögregluþjónn frá Söborg. Hann fékk sína vespu afhenta með
pomp og prakt og vakti mikla öfund meðal starfsfélaga sinna
á lögreglustöðinni er hann kom akandi í vinnuna. En þótt
sápustykkjunum með lyklunum hefði verið dreift vandlega,
þá var það enginn annar en yfirmaður hins heppna lögreglu-
þjóns, sem vann næstu „vespu". Hér sjást svo báðir „vespu-
gæjarnir" fyrir framan lögreglustöðina í Söborg.
Allmikiö hefir veriö rituö um nýjustu kvikmynd
Marilyn Monroe, „Some like it hot“, og þeir sem eru
bjartsýnir fyrir frúarinnar hönd álíta aö meö leik sínum
í þessari mynd tryggi hún sér sess, sem ein mikilhæf-
asta leikkona í Hollywood. Önnur aöalhlutverk leika þeir
Tony Curtis og Jack Lemmon og á meöfylgjandi atriöi,
sem tekiö er úr myndinni eru þau Jack Lemmon og M:M
á baöströnd.
Allir kannast við Ferdinand og margir fylgjast af á-
huga með hinum ótrúlegustu ævintýrum sem hann
lendir í. Fyrir nokkru kom „faðir“ hans, Henning
Dahl Mikkeísen, heim til Kaupmannahafnar eftir
margra ára dvöl í Bandaríkjunum og í tilefni af því
birti danskt blaö meðfylgjandi mynd af Ferdinand
þar sem hann er á göngu fyrir framan konungshöll-
ina og kannske hefir hann fengið lífvörðinn, sem
annars verður að steinþegja, til þess að segja eitt-
hvað fallegt.
Stúlkan á myndinni heitir Jerrie Cobb og
er flugkona. Hún er sögð sú eina kyn-
systra sinna sem hefir það að atvinnu, að
fíjúga nýjum og gömlum flugvélum, sem
skipt hafa um eigendur milli landa Ný-
lega var húh á Noröurlöndum með 2ja
hreyfla flugvél af gerðinni „Aero Comm-
ander" og var þetta liður i auglýsingum umboðs-
manns þessara flugvéla fyrir Norðurlönd, Mads
Clausen frá Danfoss. Jerrie Cobb lærði fyrst flug
hjá föður sínum sem var liðsforingi í flugher
Bandaríkjanna. Hún fékk einkaflugpróf aðeins
sextán ára og hefir siðan verið ,,í loftinu" að
miklu leyti.
Hve margir íslenzkir þrettán
ára drengir ætli iuifi lesið
Sturlungu svo vel, aö þeir geti
svaraö vandasömum spurning-
um um menn og málefni sem
þar koma fyrir viöstööulaust?
Þetta geröi norski drengurinn Jo-
hannes Kyvik, sem hlaut IslandsferÖ
aö launum fyrir ritgerö um ísland.
Hann er elstur þriggja barna og þau
langaöi meö til tslands en þó ekki
eins mikiö og pabba og mömmu. Þau
hafa alltaf þráö aö komast hingaö,
sagöi Jáhannes.
Fyrir nokkrum árum gengu fjórir menn á einum
„Fossinum" á land í þeim mikla útgeröarbœ, Hauga-
sundi og hugöu gott til glóöarinnar aö njóta skemmtana
og anriars, sem staöurinn heföi upp á aö bjóöa. Segir
ekki af feröum þeirra fyrr en þeir komu aö veitinga-
húsi og gengu þar inn. Fátt var þar annarra gesta og
lítiö um aö vera. Brennivínslögg höföu þeir meöferðis
á pela og dreyptu á i laumi. Um tíuleytiö birtist veit-
ingakonan og tilkynnti aö nú væri húsinu lokaö og nú
ættu sjómenn aö hypja sig um borö í skip sitt, Undu
„Fossmenn“ illa viö þessi málalok. Gengu um götur í
leit aö einhverju sœmilegra en fundu ekki. Um síöir
rákust þeir á gamlan sjómann, sem stóö á götuhorni
og reykti pípu sína.
— Nei, liér er ekkert um aö vera, sagöi sá gamli.
Þessum bæ stjórnar Hjálprœöidherinn og heimatrúboö
leikmanna.
Sjómenn spuröu þá hvort ekki fyndist einn staöur
þar sem gleöskapur væri um hönd haföur.
—- Nei, liér er enginn slíkur staöur, en ef ykkur lang-
ar i gleöslcap, þá gangiö þiö götuna hérna aöra til vinstri.
Þar ganga stundum konur sem eiga menn sina í lang-
siglingum!