Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 3
\ V S KA\ Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Blaðamenn: Bragi Kristjónsson, Jónas Jónasson Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússon Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson VerS í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 210.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfrara. Ritstjórn og auglýsingar: Laugavegi 176. Simi 15004 og 35320, pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017. Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. endilega að hann sé með. Hann er sparsamur þeg- ar heimilispeningar eru annarsvegar, en vill fá fyrsta flokks viðurværi. Núna um daginn vorum við í boði, hann auðvitað sofandi lengst af, og þegar ég sá meðaumkunina í svip gestanna þá fannst mér ég ekki lengur geta haldið þetta út. Ég sagði við manninn minn að ég vidi heldur vera ein heldur en að búa við þetta áfram, en hann tók þetta svo nærri sér og lofaði bót og betrun, jafnvel að hækka heimilispeningana. Ég kenndi í brjósti um hann, en er á báðum áttum, finnst eins og allir forðist okkur vegna þess hvernig hann hegðar sér. Nú stendur fyrir dyrum fjöldskyldu- samkvæmi og ég er öll á nálum og kvíði svo fyrir. Getið þér sagt mér hvað ég á að gera. . Frú J. Svar: Kæra frú J. Haldiö þér nú ekki aö þér mynduö sakna yöar ágæta eiginmanns, ef þér geröuö alvöru úr því aö skilja viö hann. Þaö er mjög sennilegt aö maöur- inn yöar sé ekki vel frískur, því svona svefnþörf er ekki eölileg. Því ekki aö lcoma því svo fyrir aö hann geti alltaf lagt sig og sofnaö þegar liann kemur heim frá vinnu, áöur en þiö boröiö kvöld- verö. Ég veit um margt fólk sem er svo kvöld- svceft aö það á erfitt meö aö lialda sér uppi og vaka eittlivaö frameftir, en þá er ágætt ráö aö reyna aö fá sér hœnublund um miöjan daginn, og vera svo vel upplagöur aö kvöldi. Reyniö aö koma þessu þannig fyrir í þessu til- felli. Beztu kveöjur, Aldís. Júpíter hlær. Kæra, góða Vika. Heldur þú, að þú getir ekki gefið okkur undir- rituðum smávægilegar upplýsingar. Við fórum eitt kvöldið þrjár saman í Austurbæjarbió til þess að sjá liina prýðilegu rnynd „Barátta lækn- isins“, en efni 'hennar mun á sínum tima hafa verið flutt, sem útvarpsleikrit undir nafninu „.lúpiter hlær“. Ná langar okkur til þess að vita, hverjir fóru þar með aðalhlutverkin. Með fyrirfram þökk og árnaðaróskum, Ása, Signý, Helga. Svar: Leikritið „Júpíter hlær“ var leikiö í út- varpinu í marz 1955 og vakti mikla athygli. Gest- ur Pálsson lék yfirlækninn og Regína ÞórÖardótt- ir konu hans. Ævar Kvaran og Þorsteinn ö. Stcphénsen léku aöstoöarlækna og auk þeirra þau : 'r.t.rín Tliors og Róbert Arnfinnsson. Ráöskonu lék Inga Þórðardóttir, vinnustúlku Birna Jóns- dóttir og auk þess lék Rúrilc Haraldsson í leikrit- inu, og eru þá hér allir upptaldir. V I K A N Þessi hyggna húsmóðir á myndinni hefur horfið til nátt- úrunnar 1 bili og haft með sér ílát og son sinn, ungan. Stráksi hefur hinsvegar upp- götvað fljótlegri að- ferð til að tína uppí sig en reita eitt og eitt af lynginu og fer þó meira í moðið en kálf- inn. Halldór Pétursson teiknaði. Nokkrar sænskar stúlk- ur þáöu boö frá nætur- klúbb l Mílanó á Itálíu um aö dansa þar og lialda drykkjarföngum aö gest- um staöarins. Þetta hef- ur oröiö mikiö hneyksli f Sviþjóö og blööin hafa áféllst stúlkurnar. Hér eru þær aö leggja af staö — út í glötunina. Harry Belafonte er vörpulegur maður ásýndum og syngur Calypso-lög af innlifun. Hér er hann með fjölskyldunni á ferðalagi á Norðurlöndum. Þessi frísklega stúlka heitir Siw Malmquist og er sænsk. Hún er álíka tízkufyrirbrigði í sönglistinni í Svíþjóð og Snoddas var um árið, en líklega syngur hún eitthvað betur. Hann á heima einhversstaöar nálægt Ivigtut á Grænlandi, þessi eskimóa- drengur. Hann er að athuga húökeip- inn hans fööur síns og er líklega á- nægöur meö lífiö, þótt ekki eigi upp- trekta bíla eöa „cowboy“-búning. Hér hafið þið ung- frú Kóreu, anno 1959. Hún var á Langasandi og var kjörin „vinsælust“ í þeim friða hópi. Hvort hún er svona skemmtileg eða einj- hvern veginn öðruvísi „vinsæl“, — vitum við ekki. Á næstunni verður farið til tungl- sins, um það reyna allir að vera sammála. Undirbúningurinn er í fullum gangi, bæði austan og vest- an „tjalds" og þykjast báðir komn- ir á undan. Hér sjáum við eins- konar hús, sem Bandaríkjamenn ætla að flytja þangað með eld- flaugum og byggja á einhverri sléttri og fallegri grund. Útbún- aðílrinn utan á húsinu er til varn- ar ýmsum geislum. Danskir gera sér miklar vonir um, að Evy nokkur Norlund, hljóti mikinn frama í kvikmyndaheim- inum. Hún var dönsk fegurðardrottning í fyrra og varð framarlega í „Universe" keppninni. Að svo búnu varð hún sér úti um hæfileika og hafn- aði í Hollywood. Skömmu fyrir síðustu aldamót var haldið kirkjuþing eða kirkjumálafundur Vestur-lslendinga í Kanada. Á þeim fundi mætti meðal annarra gamall karl, sem flutzt hafði vestur um haf með hinum fyrstu landnemum íslenzkum til Kanada. Á téð- um fundi stóð umræddur karl upp og bað um orðið og var hon- um umyrðalaust veitt það. Erindi karls var á þessa leið: — Háttvirta samkoma. Eins og flestum ykkar mun kunnugt, er Biblían okkar, sú, sem við notum hér og við fluttum með okkur að heiman, orðin margra alda gömul og að mörgu leyti úrelt og ekki sniðin eftir staðháttum hér. Það er þvi uppástunga mín, þar sem við erum nú frjálsir menn í frjálsu landi, að við kjósum fimm manna nefnd og felum henni að semja nýja Biblíu, sem er í samræmi við allar aðstæður hér, og bendi ég hér með á tvo menn í nefndina, séra Jón til þess að leiðbeina á guðfræði- sviðinu og herra Baldvin sem leiðbeinanda um fjármál og stjórn- mál. Amen.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.