Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 26
Heima vió eða á baðströndinniallstaðar njótið þér lofts og sólar best meó NIVEA Sumarlfturinn er- NIVEA-brúnn. Reglan er þessi: Takið ekki sólbað á rakan líkamann Ststáusnjið húðina við sólskinið og notið óspart NIVEAI AC164 PIERPOHT ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: ★ höggvarið ■k vatnsþétt ★ glæsilegt ★ árs ábyrgð ★ verð við allra hæfi NÝLIÐINN í SKÓLANUM. Framhald af hls. 5. Skólinn í stofunni heima. Barnið flytur foreldraheimilið að nokkru leyti með sér í skólann. Það leynir sér ekki til lengdar, við hvers konar heimilisbrag það hefir alizt upp. Sýnilegastur er hann á ytra borði. Langflest börn koma hrein og snyrtilega klædd í skól- ann, en samt koma mörg skóla- börn tiltakanlega óhrein að heim- an, berandi með sér flest merki sóðaskapar og umhirðuleysis. Jafn- vel lúsin er enn þá ekki horfin með öllu. En líka andlega ber barnið glögg auðkenni heimilisins. T. d. er málþroski og allur raun- skilningur nýliðans í skóla ákaf- lega misjafn, allt eftir þeim anda, sem rikir á foreldraheimilinu. En góður málþroski og skilningur á fyrirbærum í nánasta umhverfi barnsins ráða afar miklu um fram- för þess í námi. En barnið flytur líka skólann heim á heimili foreldranna Eftir skamma vist í skóla er litla stúlk- an ekki lengur hin sama og hún var, áður en hún hóf skólagöngu. Skólinn — starfið. sem þar er unn- ið, atburðirnir, sem þar gerast — er orðinn snar þáttur í lífi henn- ar. Því reynir á foreldrana að taka þátt í þessu nýja áhugamáli barns- ins. Með þátttöku sinni magna Þau áhuga telpunnar og gera henni skólavistina frjórri og ánægjulegri. Litla stúlkan þarf ekki að kvíða skólagöngunni, þó að hún sé ekki orðin læs. Skólinn hefir góð tök á að kenna henni lestur. En jafn- vel hin bezta lestrarkennsla nær ekki tilgangi sínum. nema barnið beiti öllum persónuleika sinum í náminu. Og þetta getur barnið ekki, nema það finni lifandi áhuga foreldra sinna á þessu nýja við- fangsefni. Á.hugaleysi foreldra á skólanámi barnsins leiðir til klofn- ings I persónuleika Þess, og þá getur ásanhast allur sá kvíði. sem hin nýja krafa vakti í brjósti þess. HÚFA. Framhald af bls. 10. 7. umf. er hekluð án aukninga. Pressið húfuna mjög laust. Mátið hana síðan og takið þá vídd, sem umfram er og jafnið henni j tvö föll með 13 sm. millibili framan á húfuna eins og myndin sýnir. Heklið nú aðsíðustu 1. umf. af fasta- hekli, og athugið að stærð húfunnar sé mátuleg. Takið þá rifsbandið og saumið yfir fastaheklumferðina með smáum spor- um frá réttu. Brjótið siðan yfir á röngu og saumið niður. Búið nú til litla þverslaufu úr af- ganginum af rifsbandinu og saumið fasta efst á kollinn. — Sendi gegn póstkröfu — HORMÓNINN . . . QftRÐAR ÓLAF330N ÚRSMIÐUR Sími 10081 Lækjartorgi Framhald af bls. 12. sem eiga nána ættingja, sem ganga með sykursýki. Önnur tegund sykursýki er sú, sem er einkar næm fyrir insúlíni. Sjúkl- ingana skortir algerlega þennan hor- món í briskirtilinn og blóðið . . . eða þá að framleiðslan er af mjög skorn- um skammti. Einnig ber þessum syk- ursjúklingum að forðast að borða kol- vetni. Þessum sjúklingum er gefið insúlin. Sjúklingurinn verður að lifa lífinu á sem haganlegastan hátt, þannig að hann . . . eða hún . . . finni sem minnst fyrir þessum hvimleiða kvilla. Sjúkl- ingurinn verður að læra að sprauta sig sjálfur og verður einnig að kynna sér nauðsynlegar hreinlætisreglur tengdar þessu. Sprautað er í lærið . . . hægra og vinstra læri til skiptis . . . og á vissan, kerfisbundinn hátt, þannig að hver staður verði ekki fyrir inn stungu, nema á vissu millibili (venju- lega á fjögurra vikna fresti), þvi að. ekki má ofnota einn vissan stað. f iipe&tto blnði verður meðal annars: *5F Klaus Fuchs laus aftur, grein um atomvísindamann inn fræga sem njósnaði fyrir Rússa. *&* Birgðastöð hins dauða — síðasta saga Peter Freuchen af norðurslóðum. ■5F Kuwait, furstadæmið, sem flýtur á olíu. *3£* Eruð þér sönn nútíma- kona? •5F Skólaskylda og náms- þroski. -5F Samkvæmiskjólar. -5F Treystið þér lækninum yðar? — Hefurðu nú fengið hiksta einu sinni enn? — Ég fer nú að halda að þú hafir kvænzt mér vegna peninganna. 26 VI K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.